Gamli turninn á Lækjartorgi fær nýtt hlutverk Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. apríl 2022 11:42 Turninn var upprunalega reistur á Lækjartorgi árið 1907 en fór í kjölfarið á nokkuð flakk áður en hann fékk aftur sinn sess á torginu árið 2010. Reykjavíkurborg Gamli söluturninn á Lækjartorgi, sem hefur lengi vel verið eitt helsta kennileiti miðbæjarins, fær nýtt hlutverk á næstunni þegar honum verður breytt í hljómturn en til stendur að gera turninn að miðpunkt tónlistar í miðbænum. Að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur veitingamaðurinn Guðfinnur Sölvi Karlsson tekið turninn á leigu í því skyni að gera hann að upplýsinga- og kynningarmiðstöð á íslenskri tónlist auk þess sem plötur verða seldar þar. „Hljómturninn verður opinn gestum og gangandi sem geta kíkt við, kynnt sér og verslað íslenska tónlist. Leigutaki mun hafa það að leiðarljósi að gæða miðborgina enn meira lífi. Hljómturninn verður áfangastaður fyrir áhugafólk og unnendur tónlistar, jafnt heimamenn og ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Guðfinnur ætlar sér meðal annars að auka lýsingu í turninum þar sem hugmyndin verður að ljós verði kveikt allan sólarhringinn.Mynd/Reykjavíkurborg Þá segir að Guðfinnur ætli að mála turninn og auka lýsingu í honum en hugmyndin er sú að hafa ljós þar kveikt allan sólarhringinn. Fór aftur á sinn stað fyrir rúmum áratugi Turninn sjálfur á sér aldargamla sögu en hann var upprunalega reistur sem söluturn á Lækjartorgi árið 1907. Tíu árum síðar fór hann á flakk og stóð lengst af á horni Kalkofnsvegar og Hverfisgötu. Árið 1972 eignaðist borgin síðan turninn og tæpum fjórum áratugum síðar, árið 2010, fékk hann aftur sinn sess á Lækjartorgi. „Ég fagna því að turninn sé kominn á sinn gamla stað. Hann er til prýði á torginu og mun örugglega vekja upp minningar í hugum margra borgarbúa,“ sagði Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, þegar ákveðið var að flytja turninn á sinn gamla stað. Reykjavík Menning Tónlist Tengdar fréttir Gamli söluturninn fluttur aftur á Lækjatorg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun flutning gamla söluturnsins sem nú stendur í Mæðragarðinum aftur á Lækjartorg þar sem hann mun lífga upp á ásýnd miðborgarinnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar turninum 19. ágúst 2010 13:28 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur veitingamaðurinn Guðfinnur Sölvi Karlsson tekið turninn á leigu í því skyni að gera hann að upplýsinga- og kynningarmiðstöð á íslenskri tónlist auk þess sem plötur verða seldar þar. „Hljómturninn verður opinn gestum og gangandi sem geta kíkt við, kynnt sér og verslað íslenska tónlist. Leigutaki mun hafa það að leiðarljósi að gæða miðborgina enn meira lífi. Hljómturninn verður áfangastaður fyrir áhugafólk og unnendur tónlistar, jafnt heimamenn og ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Guðfinnur ætlar sér meðal annars að auka lýsingu í turninum þar sem hugmyndin verður að ljós verði kveikt allan sólarhringinn.Mynd/Reykjavíkurborg Þá segir að Guðfinnur ætli að mála turninn og auka lýsingu í honum en hugmyndin er sú að hafa ljós þar kveikt allan sólarhringinn. Fór aftur á sinn stað fyrir rúmum áratugi Turninn sjálfur á sér aldargamla sögu en hann var upprunalega reistur sem söluturn á Lækjartorgi árið 1907. Tíu árum síðar fór hann á flakk og stóð lengst af á horni Kalkofnsvegar og Hverfisgötu. Árið 1972 eignaðist borgin síðan turninn og tæpum fjórum áratugum síðar, árið 2010, fékk hann aftur sinn sess á Lækjartorgi. „Ég fagna því að turninn sé kominn á sinn gamla stað. Hann er til prýði á torginu og mun örugglega vekja upp minningar í hugum margra borgarbúa,“ sagði Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, þegar ákveðið var að flytja turninn á sinn gamla stað.
Reykjavík Menning Tónlist Tengdar fréttir Gamli söluturninn fluttur aftur á Lækjatorg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun flutning gamla söluturnsins sem nú stendur í Mæðragarðinum aftur á Lækjartorg þar sem hann mun lífga upp á ásýnd miðborgarinnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar turninum 19. ágúst 2010 13:28 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Gamli söluturninn fluttur aftur á Lækjatorg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun flutning gamla söluturnsins sem nú stendur í Mæðragarðinum aftur á Lækjartorg þar sem hann mun lífga upp á ásýnd miðborgarinnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar turninum 19. ágúst 2010 13:28