Tíska og stjórnmál: „Miðflokksmenn og Sósíalistar hafa engan áhuga á tísku“ Helgi Ómarsson skrifar 18. apríl 2022 14:31 Linda Björg Árnadótir skoðaði tísku í tengslum við stjórnmálin. Samsett Linda Björg Árnadótir yfirhönnuður Scintilla og doktorsnemi hefur síðustu tvö ár verið að sinna doktorsnámi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún gerir rannsóknir á fræðasviði tísku. Tíska og stjórnmál Hún vann á dögunum að rannsóknarverkefni þar sem meðal annars stjórnmál og tíska héldust í hendur með gríðarlega skemmtilegum niðurstöðum og við fengum að forvitnast örlítið meira. „Í verkefninu geri ég fjórar mismunandi rannsóknir þar sem ég blanda saman megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum. Nýlega fékk ég niðurstöður spurningalistakönnunar þar sem ég spyr fólk um viðhorf til tísku og klæðnaðar. Þegar svona könnun er gerð, þá er spurt um allar grunn upplýsingar eins og kyn, aldur, búsetu, menntun, tekjur og stjórnmálaskoðanir.“ Setning Alþingis nóvember 2021vísir/vilhelm Hafði minnstan áhuga á stjórnmálaskoðunum Hún segist í upphafi rannsóknar hafa haft minnstan áhuga á stjórnmálaskoðunum en það breyttist fljótt þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. „Það kom mér á óvart hvað margir telja að þeir séu ekki að miðla upplýsingum um sjálfan sig með klæðnaði en málið er, að oftast sjáum við hvort annað áður en við byrjum að tala saman og við notum þær upplýsingar, það er að segja hvernig við lítum út og klæðum okkur til að mynda skoðun okkar á hvort öðru, byggða á fyrri reynslu og þekkingu. Það er einfaldlega eina aðferðin sem er í boði. En tíska og klæðnaður er miðill og tæki en aðeins þeir sem skilja það geta notað þetta tæki sér til framdráttar. Ég myndi ráðleggja öllum að átta sig á því að þó fólk vilji ekki eða telji sig ekki vera að miðla neinu með klæðnaði þá erum við samt öll að gera það.“ Sjálfstæðisflokkurinn best klæddi flokkurinn Óhætt er að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sigur úr býtum sem best klæddi flokkur landsins en það er áhugavert að sjá hvað flokkarnir hafa mismunandi áhuga á tísku. View this post on Instagram A post shared by Sjálfstæðisflokkurinn (@sjalfstaedis) „Sjálfstæðisflokkurinn hefur mestan áhuga á tísku en 25,3 prósent Sjálfstæðismanna hafa mikinn eða mjög mikinn áhuga á tísku, á meðan að Miðflokksmenn og Sósíalistar hafa engan áhuga á tísku en núll prósent svara að þeir hafa mikinn eða mjög mikinn áhuga á tísku. View this post on Instagram A post shared by Miðflokkurinn (@midflokkurinn) Sósíalistar hafa lang minnstan áhuga á tísku en 66 prósent þeirra sem myndu kjósa þann flokk á morgun hafa lítinn áhuga á tísku. Framsókn kemur næst, samt með meira en helmingi færri sem hafa lítinn áhuga á tísku eða 28.9 prósent. View this post on Instagram A post shared by Framsókn (@framsokn) Sósíalistar sprengja skalann Linda spyr í umræddri rannsókn til dæmis Hversu oft notar þú klæðnað til að sýna öðrum hver þú ert? „Þar sprengja Sósíalistar líka skalann með 66 prósent sem gera það oft eða mjög oft, það er að nota klæðnað til að sýna öðrum hverjir/hverjar þeir/þær eru. Píratar koma næstir, samt með meira en helmingi minni prósentutölu eða 28.1 prósent sem nota klæðnað oft eða mjög oft til þess að sýna öðrum hverjir/hverjar þeir/þær eru. Og svo spyr ég líka hverju þeir/þær vilja miðla, eins og til dæmis fagmennsku, persónuleika, eigin stíl og svo framvegis,“ segir Linda View this post on Instagram A post shared by Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgerdurk) Engar reglur um klæðaburð Aðspurð hvort hún telur eitthvað ekki eiga erindi á Alþingi þegar kemur að klæðnaði vill Linda meina að það ættu engar reglur að vera um klæðaburð neins staðar í hinum frjálsa heimi og eru þingmenn þar á meðal. „Þingmenn eiga að líta út fyrir að vera þaðan úr samfélaginu sem þeir koma og ekki á að skylda alla til að líta út eins og fjármálaelítan,“ segir hún og bætir við: „Þingmenn eiga að vera úr öllum hópum samfélagsins og eiga að klæða sig í samræmi við sjálfan sig. Það er of oft verið að gera lítið úr einstaka alþingismönnum fyrir að vera ekki „rétt“ klæddir og þá er yfirleitt verið að gagnrýna skort á fjármálaelítuklæðnaði.“ View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Hugmyndir síbreytilegar „Ef það er ekki leyfilegt að vera klæddur eins og sjómaður, verkamaður eða listamaður eða eitthvað annað á Alþingi, þá er einfaldlega ekki leyfilegt eða vel séð að þessar stéttir séu á þingi,“ segir Linda. „Ég er alls ekki að rannsaka hvað er að vera vel klæddur eða rétt klæddur. Það eru hugmyndir sem eru síbreytilegar eftir tíma og stað.“ Hönnunarmars Linda Björg Árnadóttir verður með fyrirlestur á Hönnunarmars þann 6. maí næstkomandi í Petersen svítunni í Gamla Bíói. Þar mun hún kynna fyrsta hluta af fjórum á doktorsverkefni sínu. Sá hluti verkefnisins sem verður kynntur hefur nú nafnið „Dress and Success in Banking.“ Viðburðurinn er opinn öllum og eru allir velkomnir. Tíska og hönnun Alþingi HönnunarMars Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tíska og stjórnmál Hún vann á dögunum að rannsóknarverkefni þar sem meðal annars stjórnmál og tíska héldust í hendur með gríðarlega skemmtilegum niðurstöðum og við fengum að forvitnast örlítið meira. „Í verkefninu geri ég fjórar mismunandi rannsóknir þar sem ég blanda saman megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum. Nýlega fékk ég niðurstöður spurningalistakönnunar þar sem ég spyr fólk um viðhorf til tísku og klæðnaðar. Þegar svona könnun er gerð, þá er spurt um allar grunn upplýsingar eins og kyn, aldur, búsetu, menntun, tekjur og stjórnmálaskoðanir.“ Setning Alþingis nóvember 2021vísir/vilhelm Hafði minnstan áhuga á stjórnmálaskoðunum Hún segist í upphafi rannsóknar hafa haft minnstan áhuga á stjórnmálaskoðunum en það breyttist fljótt þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. „Það kom mér á óvart hvað margir telja að þeir séu ekki að miðla upplýsingum um sjálfan sig með klæðnaði en málið er, að oftast sjáum við hvort annað áður en við byrjum að tala saman og við notum þær upplýsingar, það er að segja hvernig við lítum út og klæðum okkur til að mynda skoðun okkar á hvort öðru, byggða á fyrri reynslu og þekkingu. Það er einfaldlega eina aðferðin sem er í boði. En tíska og klæðnaður er miðill og tæki en aðeins þeir sem skilja það geta notað þetta tæki sér til framdráttar. Ég myndi ráðleggja öllum að átta sig á því að þó fólk vilji ekki eða telji sig ekki vera að miðla neinu með klæðnaði þá erum við samt öll að gera það.“ Sjálfstæðisflokkurinn best klæddi flokkurinn Óhætt er að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sigur úr býtum sem best klæddi flokkur landsins en það er áhugavert að sjá hvað flokkarnir hafa mismunandi áhuga á tísku. View this post on Instagram A post shared by Sjálfstæðisflokkurinn (@sjalfstaedis) „Sjálfstæðisflokkurinn hefur mestan áhuga á tísku en 25,3 prósent Sjálfstæðismanna hafa mikinn eða mjög mikinn áhuga á tísku, á meðan að Miðflokksmenn og Sósíalistar hafa engan áhuga á tísku en núll prósent svara að þeir hafa mikinn eða mjög mikinn áhuga á tísku. View this post on Instagram A post shared by Miðflokkurinn (@midflokkurinn) Sósíalistar hafa lang minnstan áhuga á tísku en 66 prósent þeirra sem myndu kjósa þann flokk á morgun hafa lítinn áhuga á tísku. Framsókn kemur næst, samt með meira en helmingi færri sem hafa lítinn áhuga á tísku eða 28.9 prósent. View this post on Instagram A post shared by Framsókn (@framsokn) Sósíalistar sprengja skalann Linda spyr í umræddri rannsókn til dæmis Hversu oft notar þú klæðnað til að sýna öðrum hver þú ert? „Þar sprengja Sósíalistar líka skalann með 66 prósent sem gera það oft eða mjög oft, það er að nota klæðnað til að sýna öðrum hverjir/hverjar þeir/þær eru. Píratar koma næstir, samt með meira en helmingi minni prósentutölu eða 28.1 prósent sem nota klæðnað oft eða mjög oft til þess að sýna öðrum hverjir/hverjar þeir/þær eru. Og svo spyr ég líka hverju þeir/þær vilja miðla, eins og til dæmis fagmennsku, persónuleika, eigin stíl og svo framvegis,“ segir Linda View this post on Instagram A post shared by Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgerdurk) Engar reglur um klæðaburð Aðspurð hvort hún telur eitthvað ekki eiga erindi á Alþingi þegar kemur að klæðnaði vill Linda meina að það ættu engar reglur að vera um klæðaburð neins staðar í hinum frjálsa heimi og eru þingmenn þar á meðal. „Þingmenn eiga að líta út fyrir að vera þaðan úr samfélaginu sem þeir koma og ekki á að skylda alla til að líta út eins og fjármálaelítan,“ segir hún og bætir við: „Þingmenn eiga að vera úr öllum hópum samfélagsins og eiga að klæða sig í samræmi við sjálfan sig. Það er of oft verið að gera lítið úr einstaka alþingismönnum fyrir að vera ekki „rétt“ klæddir og þá er yfirleitt verið að gagnrýna skort á fjármálaelítuklæðnaði.“ View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Hugmyndir síbreytilegar „Ef það er ekki leyfilegt að vera klæddur eins og sjómaður, verkamaður eða listamaður eða eitthvað annað á Alþingi, þá er einfaldlega ekki leyfilegt eða vel séð að þessar stéttir séu á þingi,“ segir Linda. „Ég er alls ekki að rannsaka hvað er að vera vel klæddur eða rétt klæddur. Það eru hugmyndir sem eru síbreytilegar eftir tíma og stað.“ Hönnunarmars Linda Björg Árnadóttir verður með fyrirlestur á Hönnunarmars þann 6. maí næstkomandi í Petersen svítunni í Gamla Bíói. Þar mun hún kynna fyrsta hluta af fjórum á doktorsverkefni sínu. Sá hluti verkefnisins sem verður kynntur hefur nú nafnið „Dress and Success in Banking.“ Viðburðurinn er opinn öllum og eru allir velkomnir.
Tíska og hönnun Alþingi HönnunarMars Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira