Stefnir í úrkomumet í Reykjavík Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 16:57 Það stefnir í rigningu yfir páskahelgina, það er í Reykjavík. Akureyringar geta með góðri samvisku stært sig af góðu veðri og þangað stefnir útivistarfólk yfir páska auk þess sem Egilsstaðir eru góður kostur. vísir/vilhelm Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú stefni í áhugaverða keppni um úrkomumet í Reykjavík en metið féll 1921. Landsmenn eru farnir að horfa til veðurs fyrir páskafrí og þeir sem vilja stunda útivist ættu að drífa sig norður á Akureyri eða á Egilsstaði. Hins vegar verður rok og rigning í Reykjavík. Einar heldur úti Bliku, sérstökum vef þar sem hann rýnir í kortin og segir til um horfur. Hann segir að aldrei hafi rignt meira fyrstu 100 dagana í Reykjavík undanfarin 100 árin og það kemur höfuðborgarbúum varla mikið á óvart. Tíundi apríl er hundraðasti dagur ársins, úrkoma hefur verið mikil frá áramótum og bæst drjúgt við í apríl þó þurrt hafi verið að kalla undanfarna daga. Á því verður breyting um helgina. Aftur. Einar klár með regnhlífina og ekki veitir af. Hann segir að vel geti svo farið að úrkomumet í Reykjavík falli.vísir/aðsend Að sögn Einars er heildarúrkoman á þessum 100 dögum orðin 515 millimetrar. Það samsvarar því að um 65 prósent meðalúrkomunnar er þegar komin en líta þarf til 1953 til að finna eitthvað svipað. „Helst að árið 1921 sé til samanburðar. Þá var samanlögð úrkoma í jan, feb og mars 444 mm. Í apríl það ár bættust síðan við 149 mm. Ekki þarf að koma á óvart að árið 1921 er það úrkomusamasta í Reykjavík í sögu mælinga með meira en 1.200 mm úrkomu,“ segir veðurfræðingurinn. Hann segir ekkert sérstakt keppikefli að eltast við þessi úrkomumet frá 1921, en rigna þarf 78 mm til viðbótar í apríl til að halda í við það ár fyrir 4 fyrstu mánuði ársins. „Mið við spár næstu daga gæti það nú alveg gerst. Veðurstofan gerir ráð fyrir um 40 mm frá skírdegi til páskadags og Blika er með yfir 50 mm í sinni spá!“ Veður Páskar Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Landsmenn eru farnir að horfa til veðurs fyrir páskafrí og þeir sem vilja stunda útivist ættu að drífa sig norður á Akureyri eða á Egilsstaði. Hins vegar verður rok og rigning í Reykjavík. Einar heldur úti Bliku, sérstökum vef þar sem hann rýnir í kortin og segir til um horfur. Hann segir að aldrei hafi rignt meira fyrstu 100 dagana í Reykjavík undanfarin 100 árin og það kemur höfuðborgarbúum varla mikið á óvart. Tíundi apríl er hundraðasti dagur ársins, úrkoma hefur verið mikil frá áramótum og bæst drjúgt við í apríl þó þurrt hafi verið að kalla undanfarna daga. Á því verður breyting um helgina. Aftur. Einar klár með regnhlífina og ekki veitir af. Hann segir að vel geti svo farið að úrkomumet í Reykjavík falli.vísir/aðsend Að sögn Einars er heildarúrkoman á þessum 100 dögum orðin 515 millimetrar. Það samsvarar því að um 65 prósent meðalúrkomunnar er þegar komin en líta þarf til 1953 til að finna eitthvað svipað. „Helst að árið 1921 sé til samanburðar. Þá var samanlögð úrkoma í jan, feb og mars 444 mm. Í apríl það ár bættust síðan við 149 mm. Ekki þarf að koma á óvart að árið 1921 er það úrkomusamasta í Reykjavík í sögu mælinga með meira en 1.200 mm úrkomu,“ segir veðurfræðingurinn. Hann segir ekkert sérstakt keppikefli að eltast við þessi úrkomumet frá 1921, en rigna þarf 78 mm til viðbótar í apríl til að halda í við það ár fyrir 4 fyrstu mánuði ársins. „Mið við spár næstu daga gæti það nú alveg gerst. Veðurstofan gerir ráð fyrir um 40 mm frá skírdegi til páskadags og Blika er með yfir 50 mm í sinni spá!“
Veður Páskar Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira