Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Snorri Másson skrifar 12. apríl 2022 22:00 Skrifstofa Eflingar var lokuð vegna starfsmannafundar í morgun. Vísir/Sigurjón Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. Þessi ákvörðun Sólveigar hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal annars Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, og Friðriks Jónssonar, formanns BHM. Fram undan er hörð valdabaráttu um forystu Alþýðusambandsins - kosið er um hana í október, rétt um það leyti sem samningar losna flestir. Á sama tíma heyrast engar fordæmingar frá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, eða Vilhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, þeir hafa ekkert svarað í símann. Þeir hafa verið taldir heldur í slagtogi við Sólveigu Önnu í þeim flokkadráttum sem myndast hafa innan hreyfingarinnar. Sú hefur brugðist mjög harkalega við gagnrýni Drífu; Sólveig hefur sagt gagnrýnina afhjúpa hvar stéttahollusta Drífu liggi. Óljóst hvort skrifstofan verði starfshæf Klukkan rúmlega tíu í morgun hafði skrifstofa Eflingar enn ekki opnað dyr sínar fyrir félagsmönnum, sem leituðu þangað vegna margvíslegra erinda. Allt starfsfólkið var á krísufundi á efstu hæð. Kvöldið áður höfðu þau tíðindi borist að til stæði að segja þeim öllum upp. Á meðan var starfsemi stéttarfélagsins í lamasessi, sem forseti Alþýðusambandsins óttast að geti orðið raunin næstu mánuði. „Það er alveg ljóst að það er mikið áfall að missa vinnuna sína. Fólk er misvel starfhæft eftir það, ég tala nú ekki um þegar um hópuppsögn er að ræða. Það vita það allir sem hafa lent í því að það eru einstaklega erfiðar aðstæður. Það á bara eftir að koma í ljós hvort hægt sé að sinna skyldum sínum fyrir félagsmönnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir Deilt hefur verið um lögmæti aðgerðarinnar en Sólveig segir að ferlið sé í samræmi við lög. 890 þúsund krónur fyrir að ráða framkvæmdastjóra Þótt aðgerðin sé lögmæt er ljóst að hún verður kostnaðarsöm. Starfsmenn á skrifstofu Eflingar eiga að verða fjörutíu eftir breytingar. Nú eru þeir 57, en þeir verða allir hvattir til að sækja aftur um. Ráðninguna mun Hagvangur sjá um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilboð ráðningarstofunnar þannig að ráðgjöf við ráðningu sviðsstjóra eða framkvæmdastjóra kosti 890 þúsund, en með aðstoðarframkvæmdastjóra verða geta slíkar ráðningar orðið sex talsins. Ráðning skrifstofufólks eða sérfræðinga, sem sagt hinna þrjátíu og fjögurra starfsmannanna, mun kosta 300-445 þúsund krónur á einstakling, allt eftir því hvort fleiri en einn eru ráðnir í einu. Ef Hagvangurinn mun annast ráðningu í allar stöðurnar getur kostnaðurinn því numið rúmum 15 milljónum eða meiru. Á hinn bóginn er stefnt að því að spara 120 milljónir á ári með lækkuðum launakostnaði. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þessi ákvörðun Sólveigar hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal annars Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, og Friðriks Jónssonar, formanns BHM. Fram undan er hörð valdabaráttu um forystu Alþýðusambandsins - kosið er um hana í október, rétt um það leyti sem samningar losna flestir. Á sama tíma heyrast engar fordæmingar frá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, eða Vilhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, þeir hafa ekkert svarað í símann. Þeir hafa verið taldir heldur í slagtogi við Sólveigu Önnu í þeim flokkadráttum sem myndast hafa innan hreyfingarinnar. Sú hefur brugðist mjög harkalega við gagnrýni Drífu; Sólveig hefur sagt gagnrýnina afhjúpa hvar stéttahollusta Drífu liggi. Óljóst hvort skrifstofan verði starfshæf Klukkan rúmlega tíu í morgun hafði skrifstofa Eflingar enn ekki opnað dyr sínar fyrir félagsmönnum, sem leituðu þangað vegna margvíslegra erinda. Allt starfsfólkið var á krísufundi á efstu hæð. Kvöldið áður höfðu þau tíðindi borist að til stæði að segja þeim öllum upp. Á meðan var starfsemi stéttarfélagsins í lamasessi, sem forseti Alþýðusambandsins óttast að geti orðið raunin næstu mánuði. „Það er alveg ljóst að það er mikið áfall að missa vinnuna sína. Fólk er misvel starfhæft eftir það, ég tala nú ekki um þegar um hópuppsögn er að ræða. Það vita það allir sem hafa lent í því að það eru einstaklega erfiðar aðstæður. Það á bara eftir að koma í ljós hvort hægt sé að sinna skyldum sínum fyrir félagsmönnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir Deilt hefur verið um lögmæti aðgerðarinnar en Sólveig segir að ferlið sé í samræmi við lög. 890 þúsund krónur fyrir að ráða framkvæmdastjóra Þótt aðgerðin sé lögmæt er ljóst að hún verður kostnaðarsöm. Starfsmenn á skrifstofu Eflingar eiga að verða fjörutíu eftir breytingar. Nú eru þeir 57, en þeir verða allir hvattir til að sækja aftur um. Ráðninguna mun Hagvangur sjá um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilboð ráðningarstofunnar þannig að ráðgjöf við ráðningu sviðsstjóra eða framkvæmdastjóra kosti 890 þúsund, en með aðstoðarframkvæmdastjóra verða geta slíkar ráðningar orðið sex talsins. Ráðning skrifstofufólks eða sérfræðinga, sem sagt hinna þrjátíu og fjögurra starfsmannanna, mun kosta 300-445 þúsund krónur á einstakling, allt eftir því hvort fleiri en einn eru ráðnir í einu. Ef Hagvangurinn mun annast ráðningu í allar stöðurnar getur kostnaðurinn því numið rúmum 15 milljónum eða meiru. Á hinn bóginn er stefnt að því að spara 120 milljónir á ári með lækkuðum launakostnaði.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda