Nýjar upplýsingar um bankasöluna staðfesti það sem óttast var Eiður Þór Árnason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 12. apríl 2022 20:16 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Egill Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd. Kjarninn greindi frá því í dag að af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafi 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. „Ef þetta reynist rétt þá erum við í raun og veru að horfa fram á það sem mörg okkar óttuðust er satt, sem er að þarna hafi verið fengnir aðilar fyrir skjótfenginn gróða, ekki til að koma inn til að standa með bankanum. Í rauninni stór hluti af þeim aðilum sem fengu að fjárfesta í Íslandsbanka, í almenningseign, tóku snöggan snúning á kostnað almennings og áttu ekkert skylt við hæfa fjárfesta í þessu ferli,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alvarlegir misbrestir Kristrún segir mikilvægt að fá allar upplýsingar tengdar útboðinu upp á borðið þar og það sé orðið frekar ljóst að alvarlegir misbrestir hafi orðið á sölunni. „Bæði hvað varðar allt of háar þóknanir sem greiddar voru, þátttaka starfsmanna í þessu útboði og nú þessi staðreynd að þriðjungur af hlutunum hafi verið seldur í rauninni í spákaupmennsku af almenningseign.“ Fram hefur komið að ríkissjóður muni greiða 700 milljónir króna í þóknanir, eða 1,4% af söluandvirðinu til fimm innlendra söluráðgjafa. Greint hefur verið frá því að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti sömuleiðis hlut í útboðinu. Kristrún segir að staðfesta þurfi allar þessar upplýsingar með óháðri rannsókn og kalla til óháða rannsóknarnefnd líkt og Samfylkingin og fleiri í stjórnarandstöðunni hafi kallað eftir. „Það liggur alveg fyrir að Bankasýslan og fjármálaráðherra hafa ekki traust til að rannsaka sig sjálfir,“ bætir hún við. Hún telur jafnframt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, beri að segja af sér ef þær upplýsingar og sú mynd sem nú sé að teiknast upp af bankasölunni reynist rétt. Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í dag að af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafi 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. „Ef þetta reynist rétt þá erum við í raun og veru að horfa fram á það sem mörg okkar óttuðust er satt, sem er að þarna hafi verið fengnir aðilar fyrir skjótfenginn gróða, ekki til að koma inn til að standa með bankanum. Í rauninni stór hluti af þeim aðilum sem fengu að fjárfesta í Íslandsbanka, í almenningseign, tóku snöggan snúning á kostnað almennings og áttu ekkert skylt við hæfa fjárfesta í þessu ferli,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alvarlegir misbrestir Kristrún segir mikilvægt að fá allar upplýsingar tengdar útboðinu upp á borðið þar og það sé orðið frekar ljóst að alvarlegir misbrestir hafi orðið á sölunni. „Bæði hvað varðar allt of háar þóknanir sem greiddar voru, þátttaka starfsmanna í þessu útboði og nú þessi staðreynd að þriðjungur af hlutunum hafi verið seldur í rauninni í spákaupmennsku af almenningseign.“ Fram hefur komið að ríkissjóður muni greiða 700 milljónir króna í þóknanir, eða 1,4% af söluandvirðinu til fimm innlendra söluráðgjafa. Greint hefur verið frá því að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti sömuleiðis hlut í útboðinu. Kristrún segir að staðfesta þurfi allar þessar upplýsingar með óháðri rannsókn og kalla til óháða rannsóknarnefnd líkt og Samfylkingin og fleiri í stjórnarandstöðunni hafi kallað eftir. „Það liggur alveg fyrir að Bankasýslan og fjármálaráðherra hafa ekki traust til að rannsaka sig sjálfir,“ bætir hún við. Hún telur jafnframt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, beri að segja af sér ef þær upplýsingar og sú mynd sem nú sé að teiknast upp af bankasölunni reynist rétt.
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20