Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Snorri Másson skrifar 13. apríl 2022 12:08 Sólveig Anna Jónsdóttir fékk endurnýjað umboð til formanns í kosningum sem fóru fram hjá Eflingu í febrúar. Stöð 2/Einar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. Við hópuppsagnir er lögbundið að gera samkomulag við trúnaðarmenn starfsfólksins. Það var gert í gær í tengslum við 57 manna uppsögn á skrifstofu Eflingar. „Sem betur fer þá skilaði það já ásættanlegri niðurstöðu þar sem tekið var tillit til þeirra athugasemda sem hægt var að koma til móts við. Og það var alltaf tilgangurinn,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Hún var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vildu þeir ekkert stöðva að það kæmi til þessarar hópuppsagnar? „Þú verður að fá frá þeim þeirra hugmyndir og sýn á það hvað þau ætluðu sér að ná fram. En tilgangurinn með samræðunni var aldrei að bjóða upp á að þetta yrði stöðvað, enda var stjórn búin að samþykkja að farið yrði í þessar skipulagsbreytingar.“ Valgerður Árnadóttir, fyrrverandi starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar Önnu, er harðorð í garð formannsins á Facebook, þar sem hún skrifar að vanvirðingin við starfsfólkið sé fordæmalaus. Hún hafi í veikindaleyfi sínu fengið uppsagnarbréf klukkan tvö í nótt. Sólveig segir að bréfin hafi verið send að loknu samráðinu - þar skipti ekki höfuðmáli klukkan hvað þau berist. Samkomulagið felur í sér að allir fái þriggja mánaða uppsagnarfrest Starfsfólkið hjá Eflingu, þau eru líka flest sjálf hjá Eflingu sem starfsfólk, eru þau ekki í óþægilegri stöðu ef þau vilja leita réttar síns? „Að sjálfsögðu verða öll réttindi virt að öllu leyti. Og það er satt best að segja fráleitt að einhverjum detti eitthvað annað í hug.“ Og geta þau notað lögfræðing Eflingar til að sækja eigið mál? „Það mun bara koma í ljós hvernig fólk telur best að fara fram með það, ég tel ekki að það verði nein ástæða fyrir neinar lögsóknir.“ Öll sú gagnrýni sem þið hafið mætt fyrir þessa ákvörðun, telurðu að hún sé að einhverju leyti réttlætanleg eða bara eintómar árásir? „Ég tel að sú gagnrýni sem fram hefur komið sé ómálefnaleg og mér finnst náttúrulega ótrúlegt að fylgjast með framgöngu háttsettra aðila innan hreyfingar vinnandi fólks í gær, eins og til dæmis forseta Alþýðusambandsins.“ Þar vísar Sólveig Anna Jónsdóttir til ummæla Drífu Snædal og Sólveig bætir því við, að traust hennar til forystu Alþýðusambandsins hafi nú alveg gufað upp. Í greinargerð til stjórnar um hópuppsögnina kemur fram að þegar fólk verður komið aftur til starfa verði starfskjörin breytt; þau missa fasta yfirvinnu, ókeypis hádegismat og eftirvinna komi í stað yfirvinnu þegar skipulögð verkefni eru unnin utan dagvinnutíma. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Við hópuppsagnir er lögbundið að gera samkomulag við trúnaðarmenn starfsfólksins. Það var gert í gær í tengslum við 57 manna uppsögn á skrifstofu Eflingar. „Sem betur fer þá skilaði það já ásættanlegri niðurstöðu þar sem tekið var tillit til þeirra athugasemda sem hægt var að koma til móts við. Og það var alltaf tilgangurinn,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Hún var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vildu þeir ekkert stöðva að það kæmi til þessarar hópuppsagnar? „Þú verður að fá frá þeim þeirra hugmyndir og sýn á það hvað þau ætluðu sér að ná fram. En tilgangurinn með samræðunni var aldrei að bjóða upp á að þetta yrði stöðvað, enda var stjórn búin að samþykkja að farið yrði í þessar skipulagsbreytingar.“ Valgerður Árnadóttir, fyrrverandi starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar Önnu, er harðorð í garð formannsins á Facebook, þar sem hún skrifar að vanvirðingin við starfsfólkið sé fordæmalaus. Hún hafi í veikindaleyfi sínu fengið uppsagnarbréf klukkan tvö í nótt. Sólveig segir að bréfin hafi verið send að loknu samráðinu - þar skipti ekki höfuðmáli klukkan hvað þau berist. Samkomulagið felur í sér að allir fái þriggja mánaða uppsagnarfrest Starfsfólkið hjá Eflingu, þau eru líka flest sjálf hjá Eflingu sem starfsfólk, eru þau ekki í óþægilegri stöðu ef þau vilja leita réttar síns? „Að sjálfsögðu verða öll réttindi virt að öllu leyti. Og það er satt best að segja fráleitt að einhverjum detti eitthvað annað í hug.“ Og geta þau notað lögfræðing Eflingar til að sækja eigið mál? „Það mun bara koma í ljós hvernig fólk telur best að fara fram með það, ég tel ekki að það verði nein ástæða fyrir neinar lögsóknir.“ Öll sú gagnrýni sem þið hafið mætt fyrir þessa ákvörðun, telurðu að hún sé að einhverju leyti réttlætanleg eða bara eintómar árásir? „Ég tel að sú gagnrýni sem fram hefur komið sé ómálefnaleg og mér finnst náttúrulega ótrúlegt að fylgjast með framgöngu háttsettra aðila innan hreyfingar vinnandi fólks í gær, eins og til dæmis forseta Alþýðusambandsins.“ Þar vísar Sólveig Anna Jónsdóttir til ummæla Drífu Snædal og Sólveig bætir því við, að traust hennar til forystu Alþýðusambandsins hafi nú alveg gufað upp. Í greinargerð til stjórnar um hópuppsögnina kemur fram að þegar fólk verður komið aftur til starfa verði starfskjörin breytt; þau missa fasta yfirvinnu, ókeypis hádegismat og eftirvinna komi í stað yfirvinnu þegar skipulögð verkefni eru unnin utan dagvinnutíma.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25
Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00