Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2022 14:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. Þeim hefur fækkað undanfarið sem greinst hafa með kórónuveiruna. Þórólfur Guðnasson sóttvarnalæknir segir þetta merki um að faraldurinn sé í rénun. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum komin með mjög gott ónæmi í samfélaginu fyrir þessu ómíkronafbrigði sem er í gangi og það er þess vegna sem að faraldurinn er á mikilli niðurleið. Það eru að greinast eitt til tvö hundruð manns á dag og það er miklu minna álag á heilbrigðisstofnanir og spítalann þó að vissulega sé fólk áfram að leggjast inn og við erum enn þá að eiga við afleiðingar af þessu en þetta er á klárlegri niðurleið.“ Þó þetta sé staðan núna sé mikilvægt að hafa í huga að ekki sé vitað hversu lengi ónæmi gegn veirunni endist. Mögulega endist það aðeins í nokkra mánuði. „Það er ekki þar með sagt að Covid sé búið. Við getum átt von á kannski nýjum afbrigðum síðar. Við þurfum líka að sjá hvort að ónæmið sem við höfum fengið eftir þessar sýkingar og eftir bólusetningar hversu lengi endist þetta ónæmi.“ Þá segir hann í skoðun hvort að boðið verði upp á fleiri örvunarskammta og þá sérstaklega með viðkvæma hópa í huga. „Það er mögulegt og þá sérstaklega eldra fólki. Við erum að skoða það.“ Hann segir að hingað til hafi fáir sem fengið hafa veiruna smitast aftur af henni. „Fólk sem hefur sýkst einu sinni það er svona 10-12% af þeim hefur smitast aftur og það er ekkert mikið og yfirleitt hafa þetta verið svona vægari sýkingar. Þannig að hvað gerist í haust það er bara erfitt að segja. Það eru margir sem eru að bollaleggja um það og fjalla um það hvað gæti gerst og auðvitað veit það enginn. Þannig að við þurfum bara að vera svona við öllu búin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36 Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Þeim hefur fækkað undanfarið sem greinst hafa með kórónuveiruna. Þórólfur Guðnasson sóttvarnalæknir segir þetta merki um að faraldurinn sé í rénun. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum komin með mjög gott ónæmi í samfélaginu fyrir þessu ómíkronafbrigði sem er í gangi og það er þess vegna sem að faraldurinn er á mikilli niðurleið. Það eru að greinast eitt til tvö hundruð manns á dag og það er miklu minna álag á heilbrigðisstofnanir og spítalann þó að vissulega sé fólk áfram að leggjast inn og við erum enn þá að eiga við afleiðingar af þessu en þetta er á klárlegri niðurleið.“ Þó þetta sé staðan núna sé mikilvægt að hafa í huga að ekki sé vitað hversu lengi ónæmi gegn veirunni endist. Mögulega endist það aðeins í nokkra mánuði. „Það er ekki þar með sagt að Covid sé búið. Við getum átt von á kannski nýjum afbrigðum síðar. Við þurfum líka að sjá hvort að ónæmið sem við höfum fengið eftir þessar sýkingar og eftir bólusetningar hversu lengi endist þetta ónæmi.“ Þá segir hann í skoðun hvort að boðið verði upp á fleiri örvunarskammta og þá sérstaklega með viðkvæma hópa í huga. „Það er mögulegt og þá sérstaklega eldra fólki. Við erum að skoða það.“ Hann segir að hingað til hafi fáir sem fengið hafa veiruna smitast aftur af henni. „Fólk sem hefur sýkst einu sinni það er svona 10-12% af þeim hefur smitast aftur og það er ekkert mikið og yfirleitt hafa þetta verið svona vægari sýkingar. Þannig að hvað gerist í haust það er bara erfitt að segja. Það eru margir sem eru að bollaleggja um það og fjalla um það hvað gæti gerst og auðvitað veit það enginn. Þannig að við þurfum bara að vera svona við öllu búin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36 Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36
Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21
Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52