Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Snorri Másson skrifar 14. apríl 2022 18:54 Hjalti Tómasson starfar við vinnueftirlit fyrir Alþýðusamband Íslands og er varamaður í stjórn hjá Bárunni, stéttarfélagi á Selfossi. ASÍ/Vinnan Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. Það hefur gengið á ýmsu síðan tilkynnt var um að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd, en nú biður Sólveig Anna um vinnufrið til að koma á nauðsynlegum breytingum. Í millitíðinni eru áhöld um það hversu starfhæft félagið er, án fulls vinnuframlags flests starfsfólksins. Hjalti Tómasson í Bárunni hefur starfað innan verkalýðshreyfingarinnar í 12 ár og kallaði í gær saman á fund starfsfólk úr ýmsum félögum innan hreyfingarinnar. Þar hafði fólk miklar áhyggjur. „Ég myndi hvetja stjórn Eflingar til að endurskoða þessa ákvörðun og horfa aðeins lengra fram í tímann, vegna þess að þetta mun hafa mjög mikil áhrif langt út á vinnumarkaðinn. Við eigum ekki fordæmi fyrir svona, við eigum enga hefð fyrir svona. Það er sótt að okkur og það er alþjóðlega vitað að markvisst er reynt að draga úr áhrifum stéttarfélaga. Þegar við förum að gera það sjálf svona er ég ekki viss um að við séum á réttri leið,“ segir Hjalti. Aðferðirnar komi að lokum niður á félagsmönnunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR neitar enn að koma í viðtal. Hafa þeir sögulega séð verið taldir til samherja Sólveigar. „Auðvitað hafa menn bara mismunandi skoðanir og ég virði bara skoðanir þessa fólks sem vill skerpa baráttuna, ég virði það mjög og tek að mörgu leyti undir það. En þær aðferðir sem beitt er, ég get ekki kvittað fyrir þær. Vegna þess að á endanum mun það koma niður á félagsmönnum. Látum vera okkur starfsmennina, en þetta mun koma niður á okkar félagsmönnum. Það er kannski stærsta áhyggjuefnið,“ segir Hjalti. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu síðan tilkynnt var um að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd, en nú biður Sólveig Anna um vinnufrið til að koma á nauðsynlegum breytingum. Í millitíðinni eru áhöld um það hversu starfhæft félagið er, án fulls vinnuframlags flests starfsfólksins. Hjalti Tómasson í Bárunni hefur starfað innan verkalýðshreyfingarinnar í 12 ár og kallaði í gær saman á fund starfsfólk úr ýmsum félögum innan hreyfingarinnar. Þar hafði fólk miklar áhyggjur. „Ég myndi hvetja stjórn Eflingar til að endurskoða þessa ákvörðun og horfa aðeins lengra fram í tímann, vegna þess að þetta mun hafa mjög mikil áhrif langt út á vinnumarkaðinn. Við eigum ekki fordæmi fyrir svona, við eigum enga hefð fyrir svona. Það er sótt að okkur og það er alþjóðlega vitað að markvisst er reynt að draga úr áhrifum stéttarfélaga. Þegar við förum að gera það sjálf svona er ég ekki viss um að við séum á réttri leið,“ segir Hjalti. Aðferðirnar komi að lokum niður á félagsmönnunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR neitar enn að koma í viðtal. Hafa þeir sögulega séð verið taldir til samherja Sólveigar. „Auðvitað hafa menn bara mismunandi skoðanir og ég virði bara skoðanir þessa fólks sem vill skerpa baráttuna, ég virði það mjög og tek að mörgu leyti undir það. En þær aðferðir sem beitt er, ég get ekki kvittað fyrir þær. Vegna þess að á endanum mun það koma niður á félagsmönnum. Látum vera okkur starfsmennina, en þetta mun koma niður á okkar félagsmönnum. Það er kannski stærsta áhyggjuefnið,“ segir Hjalti.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira