Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Snorri Másson skrifar 14. apríl 2022 18:54 Hjalti Tómasson starfar við vinnueftirlit fyrir Alþýðusamband Íslands og er varamaður í stjórn hjá Bárunni, stéttarfélagi á Selfossi. ASÍ/Vinnan Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. Það hefur gengið á ýmsu síðan tilkynnt var um að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd, en nú biður Sólveig Anna um vinnufrið til að koma á nauðsynlegum breytingum. Í millitíðinni eru áhöld um það hversu starfhæft félagið er, án fulls vinnuframlags flests starfsfólksins. Hjalti Tómasson í Bárunni hefur starfað innan verkalýðshreyfingarinnar í 12 ár og kallaði í gær saman á fund starfsfólk úr ýmsum félögum innan hreyfingarinnar. Þar hafði fólk miklar áhyggjur. „Ég myndi hvetja stjórn Eflingar til að endurskoða þessa ákvörðun og horfa aðeins lengra fram í tímann, vegna þess að þetta mun hafa mjög mikil áhrif langt út á vinnumarkaðinn. Við eigum ekki fordæmi fyrir svona, við eigum enga hefð fyrir svona. Það er sótt að okkur og það er alþjóðlega vitað að markvisst er reynt að draga úr áhrifum stéttarfélaga. Þegar við förum að gera það sjálf svona er ég ekki viss um að við séum á réttri leið,“ segir Hjalti. Aðferðirnar komi að lokum niður á félagsmönnunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR neitar enn að koma í viðtal. Hafa þeir sögulega séð verið taldir til samherja Sólveigar. „Auðvitað hafa menn bara mismunandi skoðanir og ég virði bara skoðanir þessa fólks sem vill skerpa baráttuna, ég virði það mjög og tek að mörgu leyti undir það. En þær aðferðir sem beitt er, ég get ekki kvittað fyrir þær. Vegna þess að á endanum mun það koma niður á félagsmönnum. Látum vera okkur starfsmennina, en þetta mun koma niður á okkar félagsmönnum. Það er kannski stærsta áhyggjuefnið,“ segir Hjalti. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu síðan tilkynnt var um að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd, en nú biður Sólveig Anna um vinnufrið til að koma á nauðsynlegum breytingum. Í millitíðinni eru áhöld um það hversu starfhæft félagið er, án fulls vinnuframlags flests starfsfólksins. Hjalti Tómasson í Bárunni hefur starfað innan verkalýðshreyfingarinnar í 12 ár og kallaði í gær saman á fund starfsfólk úr ýmsum félögum innan hreyfingarinnar. Þar hafði fólk miklar áhyggjur. „Ég myndi hvetja stjórn Eflingar til að endurskoða þessa ákvörðun og horfa aðeins lengra fram í tímann, vegna þess að þetta mun hafa mjög mikil áhrif langt út á vinnumarkaðinn. Við eigum ekki fordæmi fyrir svona, við eigum enga hefð fyrir svona. Það er sótt að okkur og það er alþjóðlega vitað að markvisst er reynt að draga úr áhrifum stéttarfélaga. Þegar við förum að gera það sjálf svona er ég ekki viss um að við séum á réttri leið,“ segir Hjalti. Aðferðirnar komi að lokum niður á félagsmönnunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR neitar enn að koma í viðtal. Hafa þeir sögulega séð verið taldir til samherja Sólveigar. „Auðvitað hafa menn bara mismunandi skoðanir og ég virði bara skoðanir þessa fólks sem vill skerpa baráttuna, ég virði það mjög og tek að mörgu leyti undir það. En þær aðferðir sem beitt er, ég get ekki kvittað fyrir þær. Vegna þess að á endanum mun það koma niður á félagsmönnum. Látum vera okkur starfsmennina, en þetta mun koma niður á okkar félagsmönnum. Það er kannski stærsta áhyggjuefnið,“ segir Hjalti.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira