Frankfurt henti Börsungum úr leik | West Ham fór örugglega áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 21:10 Leikmenn Frankfurt gátu fagnað vel og innilega þegar liðið sló Barcelona úr leik. Eric Alonso/Getty Images Barcelona er úr leik úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-3 tap gegn Frankfurt á heimavelli í kvöld. Liðið lenti 0-3 undir og tvö mörk í uppbótartíma gátu ekki bjargað þeim. Á sama tíma vann West Ham öruggan 0-3 sigur gegn Lyon. Gestirnir í Frankfurt tóku forystuna snemma gegn Börsungum þegar Filip Kostic skoraði fram hjá Marc-Andre ter Stegen af vítapunktinum strax á fjórðu mínútu. Kostic var svo aftur á ferðinni rúmum hálftíma síðar þegar hann lagði upp mark fyrir Rafael Santos Borre og staðan var 0-2 í hálfleik. Kostic var ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark gestanna eftir stoðsendingu frá Daichi Kamada þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Brekkan var því orðin ansi brött fyrir Börsunga, en Sergio Busquets hélt að hann hefði lagað stöðuna fyrir liðið þegar hann kom boltanum í netið á 84. mínútu. Eftir skoðun myndbandsdómara kom þó í ljós að hann var rangstæður og markið því dæmt af. Busquets kom boltanum þó löglega í netið í upphafi uppbótartímans og þar sem að níu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma var enn smá von fyrir Börsunga. Evan N'Dicka fékk sitt annað gula spjald í liði Frankfurt á tíundu mínútu uppbótartíma, og þar með rautt, þegar hann braut á Luuk de Jong innan vítateigs. Memphis Depay fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-3, en þá var það orðið of seint. Frankfurt er því á leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir West Ham sem vann öruggan 3-0 sigur gegn Lyon í kvöld. Craig Dawson, Declan Rice og Jarrod Bowen sáu um markaskorun West Ham. Fyrr í kvöld hafði RB Leipzig betur gegn Atalanta, 2-0, en Leipzig mætir annað hvort SC Braga eða Rangers, en þegar þetta er ritað er framlenging í gangi í þeim leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Gestirnir í Frankfurt tóku forystuna snemma gegn Börsungum þegar Filip Kostic skoraði fram hjá Marc-Andre ter Stegen af vítapunktinum strax á fjórðu mínútu. Kostic var svo aftur á ferðinni rúmum hálftíma síðar þegar hann lagði upp mark fyrir Rafael Santos Borre og staðan var 0-2 í hálfleik. Kostic var ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark gestanna eftir stoðsendingu frá Daichi Kamada þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Brekkan var því orðin ansi brött fyrir Börsunga, en Sergio Busquets hélt að hann hefði lagað stöðuna fyrir liðið þegar hann kom boltanum í netið á 84. mínútu. Eftir skoðun myndbandsdómara kom þó í ljós að hann var rangstæður og markið því dæmt af. Busquets kom boltanum þó löglega í netið í upphafi uppbótartímans og þar sem að níu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma var enn smá von fyrir Börsunga. Evan N'Dicka fékk sitt annað gula spjald í liði Frankfurt á tíundu mínútu uppbótartíma, og þar með rautt, þegar hann braut á Luuk de Jong innan vítateigs. Memphis Depay fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-3, en þá var það orðið of seint. Frankfurt er því á leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir West Ham sem vann öruggan 3-0 sigur gegn Lyon í kvöld. Craig Dawson, Declan Rice og Jarrod Bowen sáu um markaskorun West Ham. Fyrr í kvöld hafði RB Leipzig betur gegn Atalanta, 2-0, en Leipzig mætir annað hvort SC Braga eða Rangers, en þegar þetta er ritað er framlenging í gangi í þeim leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira