„Risastórt sem við höfum gert á tveimur árum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 23:00 David Moyes var í skýjunum eftir stórsigur West Ham í Evrópudeildinni í kvöld. Claudio Villa/Getty Images David Moyes, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, var stoltur af sínum mönnum eftir 3-0 sigur liðsins gegn Lyon í átta liða úrslitum EVrópudeildarinnar í kvöld. Hann segir það ótrúlegt hvað liðið er komið langt síðan hann tók við stjórnartaumunum. „Ég er hrikalega stoltur af leikmönnunum, frammistöðunni og líklega mest af frammistöðu okkar í síðari hálfleik í fyrri leiknum þegar við vorum orðnir manni færri,“ sagði Moyes að leik loknum. „Það leit út fyrir að vera röng ákvörðun, en leikmennirnir héldu áfram, gáfust aldrei upp og náðu inn marki áður en við fengum á okkur mark. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að við værum að fara áfram.“ Moyes segir að liðsheildin í West Ham liðinu sé ótrúleg og að það sé magnað að félagið sé að fara í undanúrslit Evrópudeildarinnar svo stuttu eftir að liðið átti í basli í ensku úrvalsdeildinni. „Þegar þú ert með góðan liðsanda - það er eitthvað sem allir þjálfarar vilja hafa og það er ekki auvelt. Þetta kemur aðallega frá því að vinna leiki því góð úrslit búa til góðan liðsanda. Við erum með góðan hóp af strákum og ég er heppinn.“ „Þeir hafa verið frábærir síðan ég kom hingað. Þetta tveggja ára ferðalag að fara frá því að reyna að bjarga okkur frá falli og nú erum við komnir í undanúrslit í stórri Evrópukeppni. Þetta er magnað og við getum farið að láta okkur hlakka til.“ „Þetta er risastórt sem við höfum gert á tveimur árum. Við erum kannski ekki búnir að vinna neina titla hingað til, en við erum að reyna að keppa við stóru liðin og berjast um Evrópusæti aftur. Að komast svona langt - við erum búnir að vinna stór lið sem eru vön Evrópukeppnum. Þú vinnur ekkert fyrir kvöldið í kvöld, en þetta var stórt augnablik fyrir okkur. Að vinna 3-0 á útivelli í Evrópukeppni eru virkilega góð úrslit,“ sagði Moyes að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
„Ég er hrikalega stoltur af leikmönnunum, frammistöðunni og líklega mest af frammistöðu okkar í síðari hálfleik í fyrri leiknum þegar við vorum orðnir manni færri,“ sagði Moyes að leik loknum. „Það leit út fyrir að vera röng ákvörðun, en leikmennirnir héldu áfram, gáfust aldrei upp og náðu inn marki áður en við fengum á okkur mark. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að við værum að fara áfram.“ Moyes segir að liðsheildin í West Ham liðinu sé ótrúleg og að það sé magnað að félagið sé að fara í undanúrslit Evrópudeildarinnar svo stuttu eftir að liðið átti í basli í ensku úrvalsdeildinni. „Þegar þú ert með góðan liðsanda - það er eitthvað sem allir þjálfarar vilja hafa og það er ekki auvelt. Þetta kemur aðallega frá því að vinna leiki því góð úrslit búa til góðan liðsanda. Við erum með góðan hóp af strákum og ég er heppinn.“ „Þeir hafa verið frábærir síðan ég kom hingað. Þetta tveggja ára ferðalag að fara frá því að reyna að bjarga okkur frá falli og nú erum við komnir í undanúrslit í stórri Evrópukeppni. Þetta er magnað og við getum farið að láta okkur hlakka til.“ „Þetta er risastórt sem við höfum gert á tveimur árum. Við erum kannski ekki búnir að vinna neina titla hingað til, en við erum að reyna að keppa við stóru liðin og berjast um Evrópusæti aftur. Að komast svona langt - við erum búnir að vinna stór lið sem eru vön Evrópukeppnum. Þú vinnur ekkert fyrir kvöldið í kvöld, en þetta var stórt augnablik fyrir okkur. Að vinna 3-0 á útivelli í Evrópukeppni eru virkilega góð úrslit,“ sagði Moyes að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira