Erlent

Þrjú látin úr Co­vid í Sjang­hæ

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Íbúar borgarinnar fá mat sendan heim reglulega en birgðir eru sagðar vera af skornum skammti.
Íbúar borgarinnar fá mat sendan heim reglulega en birgðir eru sagðar vera af skornum skammti. Getty/Costfoto

Þrjú hafa látist úr Covid í Sjanghæ í Kína en útgöngubann hefur verið í borginni í nærri fjórar vikur. Kínversk stjórnvöld hafa hingað til haldið því fram að enginn hafi látist úr veirunni í borginni.

Samkvæmt yfirvöldum í Kína eru dauðsföllin sú fyrstu í landinu síðan í mars 2020 en Breska ríkisútvarpið efast um tölfræði stjórnvalda. Blaðamaður BBC í Sjanghæ segir að margir hafi látist með Covid en sökinni skellt á undirliggjandi sjúkdóma.

Blaðamaðurinn ýjar að því að stjórnvöld hafi birt tölfræðina opinberlega í því skyni að fleiri láti bólusetja sig en aðeins 38 prósent yfir 60 ára eru bólusett í borginni. Hin látnu voru 89 og 91 árs gamlar konur og 91 árs karl. Yfirvöld segja að þau hafi öll glímt við undirliggjandi sjúkdóma.

Margar milljónir manna hafa sætt einangrun vegna veirunnar síðustu vikur, án þess að hafa nokkurn tíma farið í sýnatöku, en um 20 þúsund manns greinast á degi hverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×