Annars vegar er Adam Ægir Pálsson á leið á láni frá Íslandsmeisturum Víkings, og hins vegar Úkraínumaðurinn Ivan Kalyuzhnyi sem kemur frá FK Oleksandriya í úkraínsku úrvalsdeildinni.
Adam Ægir þekkir vel til Keflavíkur-liðsins, en hann lék með liðinu árið 2019 áður en hann var seldur til Víkings. Í tilkynningu Keflvíkinga á Facebook-síðu þeirra kemur fram að Adam Ægir hefur nú þegar fengið leikheimild með liðinu og verður því klár í fyrsta leik liðsins gegn Blikum á morgun.
Ivan Kalyuzhni er hins vegar nafn sem líklega fáir á Íslandi þekkja. Hann leikur stöðu miðjumanns og hefur töluverða reynslu úr efstu og næst efstu deild í heimalandi sínu, Úkraínu. Lánssamningur hans gildir fram í júlí, en hann hefur ekki enn fengið leikheimild og verður því ekki með Keflvíkingum gegn Blikum á morgun.