Boris biðst afsökunar á partýstandi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2022 16:25 Boris Johnson forsætisráðherra var sektaður í seinustu viku eftir að hafa verið gestur í samkvæmum sem fóru í bága við sóttvarnalög. AP/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. Johnson var sektaður ásamt Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og fjölda annarra þingmanna fyrir að mæta í samkvæmi við Downingstræti þar sem fólksfjöldi fór yfir þær takmarkanir sem þá voru í gildi. Johnson baðst afsökunar samdægurs en stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar þeirra beggja. Fyrr í dag var ákveðið að þingið skildi kjósa um hvort mál forsætisráðherrans yrðu rannsökuð frekar og fer sú kosning fram seinna í vikunni. Þingmenn Verkamannaflokksins segja að þeir þingmenn Íhaldsflokksins, flokks Johnson, sem kjósa gegn rannsókninni séu að kjósa með yfirhylmingu. Mætti seint eftir fund með þjóðarleiðtogum Johnson hafði nýlega lokið fundi með þjóðarleiðtogum á við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands þegar hann ávarpaði þingið. Johnson endurtók afsökunina sem hann gaf bresku þjóðinni fyrir viku síðan þegar hann var sektaður. „Um leið og mér barst sektin gerði ég mér grein fyrir reiðinni. Ég sagði þá að fólk ætti rétt á því að búast við meiru af forsætisráðherra þeirra,“ sagði Johnson. Gerði sér ekki grein fyrir lögbrotinu Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að fundur í Downingstræti þar sem rætt var um hvernig ætti að tækla faraldurinn, gæti verið brot á lögunum. Hann segir það þó ekki vera afsökun á gjörðum sínum. „Ég mun bera virðingu fyrir ákvörðunum [lögreglunnar] í málinu og ávallt taka viðeigandi skref. Ég hef nú þegar breytt því hvernig hlutirnir virka í Downingstræti 10,“ sagði Johnson áður en hann fór að ræða málin í Úkraínu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Johnson var sektaður ásamt Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og fjölda annarra þingmanna fyrir að mæta í samkvæmi við Downingstræti þar sem fólksfjöldi fór yfir þær takmarkanir sem þá voru í gildi. Johnson baðst afsökunar samdægurs en stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar þeirra beggja. Fyrr í dag var ákveðið að þingið skildi kjósa um hvort mál forsætisráðherrans yrðu rannsökuð frekar og fer sú kosning fram seinna í vikunni. Þingmenn Verkamannaflokksins segja að þeir þingmenn Íhaldsflokksins, flokks Johnson, sem kjósa gegn rannsókninni séu að kjósa með yfirhylmingu. Mætti seint eftir fund með þjóðarleiðtogum Johnson hafði nýlega lokið fundi með þjóðarleiðtogum á við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands þegar hann ávarpaði þingið. Johnson endurtók afsökunina sem hann gaf bresku þjóðinni fyrir viku síðan þegar hann var sektaður. „Um leið og mér barst sektin gerði ég mér grein fyrir reiðinni. Ég sagði þá að fólk ætti rétt á því að búast við meiru af forsætisráðherra þeirra,“ sagði Johnson. Gerði sér ekki grein fyrir lögbrotinu Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að fundur í Downingstræti þar sem rætt var um hvernig ætti að tækla faraldurinn, gæti verið brot á lögunum. Hann segir það þó ekki vera afsökun á gjörðum sínum. „Ég mun bera virðingu fyrir ákvörðunum [lögreglunnar] í málinu og ávallt taka viðeigandi skref. Ég hef nú þegar breytt því hvernig hlutirnir virka í Downingstræti 10,“ sagði Johnson áður en hann fór að ræða málin í Úkraínu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18
Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50
Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54