Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. apríl 2022 18:27 Hænurnar voru allar aflífaðar eftir að grunur kom upp um smit. Myndin er úr safni. Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. Að því er kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun voru sýnin rannsökuð á tilraunastöð HÍ að Keldum en þau verða nú rannsökuð nánar á rannsóknarstofu erlendir, meðal annars til að kanna meinvirkni veirunnar. Niðurstaðna er að vænta í næstu viku en veiran var af gerðinni H5. Líklegt er miðað við greiningar í Evrópu að veiran sem greinst hefur hér sé af gerðinni H5N1, sem er skæð meinvirk veira. Talið er víst að hænurnar hafi smitast af villtum fuglum en þó eru litlar líkur á að smit hafi borist frá hænunum, sem allar voru aflífaðar eftir að grunur um smit kom upp, í aðra alifugla. Eigendur alifugla eru þó hvattir til að fylgjast vel með fuglum sínum og tilkynna til Matvælastofnunar ef þeir verða varir við sjúkdómseinkenni eða dauða. Hætt er við að töluvert sé um fuglaflensusmit í villtum fuglum um þessar mundir en til viðbótar við þá þrjá fugla sem fuglaflensa hefur verið staðfest í hefur Matvælastofnun fengið mikið af tilkynningum um dauða viillta fugla víða á landinu. Matvælastofnun kannar nú allar ábendingar og metur hvort ástæða sé til að taka sýni. Fólki er bent á að gæta ítrustu sóttvarna ef það þarf að handleika villta fugla, hvort sem þeir eru dauðir eða lifandi. Engin dæmi eru um að fólk smitist af fuglaflensu við neyslu eggja eða fuglakjöts. Fuglar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Fuglaflensa greinst hér á landi Fuglaflensa hefur verið staðfest í þremur villtum fuglum sem fundist hafa hér á landi undanfarna daga. Um er að ræða heiðagæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandarkirkju við Suðurstandaveg. 15. apríl 2022 21:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun voru sýnin rannsökuð á tilraunastöð HÍ að Keldum en þau verða nú rannsökuð nánar á rannsóknarstofu erlendir, meðal annars til að kanna meinvirkni veirunnar. Niðurstaðna er að vænta í næstu viku en veiran var af gerðinni H5. Líklegt er miðað við greiningar í Evrópu að veiran sem greinst hefur hér sé af gerðinni H5N1, sem er skæð meinvirk veira. Talið er víst að hænurnar hafi smitast af villtum fuglum en þó eru litlar líkur á að smit hafi borist frá hænunum, sem allar voru aflífaðar eftir að grunur um smit kom upp, í aðra alifugla. Eigendur alifugla eru þó hvattir til að fylgjast vel með fuglum sínum og tilkynna til Matvælastofnunar ef þeir verða varir við sjúkdómseinkenni eða dauða. Hætt er við að töluvert sé um fuglaflensusmit í villtum fuglum um þessar mundir en til viðbótar við þá þrjá fugla sem fuglaflensa hefur verið staðfest í hefur Matvælastofnun fengið mikið af tilkynningum um dauða viillta fugla víða á landinu. Matvælastofnun kannar nú allar ábendingar og metur hvort ástæða sé til að taka sýni. Fólki er bent á að gæta ítrustu sóttvarna ef það þarf að handleika villta fugla, hvort sem þeir eru dauðir eða lifandi. Engin dæmi eru um að fólk smitist af fuglaflensu við neyslu eggja eða fuglakjöts.
Fuglar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Fuglaflensa greinst hér á landi Fuglaflensa hefur verið staðfest í þremur villtum fuglum sem fundist hafa hér á landi undanfarna daga. Um er að ræða heiðagæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandarkirkju við Suðurstandaveg. 15. apríl 2022 21:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32
Fuglaflensa greinst hér á landi Fuglaflensa hefur verið staðfest í þremur villtum fuglum sem fundist hafa hér á landi undanfarna daga. Um er að ræða heiðagæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandarkirkju við Suðurstandaveg. 15. apríl 2022 21:45