Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 26. apríl með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þrótti á meðan Stjarnan sækir ÍBV heim. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að nýliðar KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og leiki í Lengjudeildinni sumarið 2023. KR í 10. sæti: Veik von í Vesturbænum KR-ingar unnu Lengjudeildina í fyrra og fengu bikarinn afhentan eftir sigur gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.INstagram/@krstelpur KR-ingar mega muna fífil sinn fegurri, enda sexfaldir Íslandsmeistarar, en eru þó komnir aftur upp í efstu deild. Að þessu sinni dvaldi liðið aðeins eitt ár í 1. deildinni en fátt bendir til annars en að KR staldri sömuleiðis stutt við í Bestu deildinni. Kórónuveirufaraldurinn lék KR-inga verr en nokkuð annað lið sumarið 2020, þegar liðið lék síðast í efstu deild og náði aðeins að spila fjórtán leiki og féll, á fyrsta heila tímabilinu undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. Ekkert lið lék hins vegar betur í Lengjudeildinni í fyrra og með reynslumikla leikmenn innanborðs vann KR deildina, þar sem 3-0 útisigur gegn Aftureldingu á lokakaflanum reyndist dýrmætur. Jóhannes Karl er enn við stjórnvölinn en virðist eiga ekki síður þungt verkefni fyrir höndum nú en fyrir tveimur árum. Litlu hefur verið kostað til við að styrkja leikmannahópinn, erlendir leikmenn farnir en aðrir komnir í staðinn sem mikið mun mæða á. Íslenski kjarninn í hópnum virðist hins vegar fyrir fram ekki nægilega sterkur til að KR haldi sér uppi í ár. Engu að síður náðu KR-ingar ágætis úrslitum í Lengjubikarnum í vor og ef hlutirnir smella með nýjum leikmönnum, og fleiri verða sóttir í glugganum í sumar, er mögulegt að liðið verði áfram í Bestu deildinni á næsta ári. KR Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: Sex sinnum Íslandsmeistari (1993, 1997, 1998, 1999, 2002 og 2003) Best í bikar: Fjórum sinnum bikarmeistari (1999, 2002, 2007 og 2008) Sæti í fyrra: Vann B-deildina Þjálfari: Jóhannes Karl Sigursteinsson (4. tímabil) Markahæst í fyrra: Guðmunda Brynja Óladóttir, 13 mörk Liðið og lykilmenn Þrír erlendir leikmenn hafa bæst við leikmannahóp KR en rétt náð að spila æfingaleiki með liðinu í aðdraganda mótsins. Það er algjört lykilatriði fyrir liðið að þessir leikmenn reynist gæðaleikmenn ef ekki á illa að fara. Margaux Chauvet og Susan Phonsongkham koma inn í liðið frá Ástralíu. Chauvet mun væntanlega mynda miðvarðapar með fyrirliðanum Rebekku Sverrisdóttur og Phonsongkham getur leyst flest hlutverk á miðjunni en er sóknarsinnuð. View this post on Instagram A post shared by Mfl. Kvenna KR (@krstelpur) Hin bandaríska Marcy Barberic verður svo framarlega á vellinum og þarf að skora mörk, sérstaklega á meðan að Guðmundu Brynju Óladóttur nýtur ekki við. Guðmunda eignaðist barn í nóvember en verður með í sumar og hefur náð að spila nokkrar mínútur í aðdraganda mótsins. Miðað við að spila í næstefstu deild þá keyrðu KR-ingar á nokkuð reynslumiklum mannskap í fyrra. Jafnvel fyrrverandi landsliðskonur og atvinnumenn eins og Katrín Ómarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir tóku svolítinn þátt en Katrín er nú orðin spilandi aðstoðarþjálfari hjá Haukum. KR hefur einnig misst markvörðinn Ingibjörgu Valgeirsdóttur en Björk Björnsdóttir, tvíburasystir Laufeyjar sem áfram er á miðjunni hjá KR, ætti að geta fyllt ágætlega í hennar skarð. KR fékk einnig reynslubolta með Íslandsmeistaratitil í Gígju Valgerði Harðardóttur en hún verður ekki í vörn liðsins í sumar þar sem hún er ólétt. Sömuleiðis sleit Ingunn Haraldsdóttir, fyrrverandi fyrirliði liðsins, hásin og verður ekki með. Hildur Björg Kristjánsdóttir, Ísabella Sara Tryggvadóttir og Margrét Edda Lian Bjarnadóttir verða með KR í sumar. Ísabella, fyrir miðju, er aðeins fimmtán ára gömul.instagram/@krstelpur Rut Matthíasdóttir, sem kom frá Þór/KA, verður hins vegar til taks í vörninni og KR fékk einnig Brynju Sævarsdóttur á miðjuna frá Augnabliki. Leikmannahópur KR verður frekar þunnskipaður þar til eftir um miðjan maí en þá ættu fjórir leikmenn að hafa skilað sér úr námi í Bandaríkjunum, þær Kristín Erla Johnson, Hildur Björg Kristjánsdóttir, Inga Laufey Ágústsdóttir og Thelma Lóa Hermannsdóttir. Að sama skapi kvarnast úr hópnum í ágúst þegar skólinn hefst að nýju. Bergdís Fanney Einarsdóttir ætti að vera með eftir höfuðmeiðsli og þær Margrét Edda Bjarnadóttir, auk Ísabellu Söru Tryggvadóttur, geta leyst kantstöðurnar ásamt fleirum. Lykilmenn KR Rebekka Sverrisdóttir, 29 ára, miðvörður Laufey Björnsdóttir, 32 ára, miðjumaður Marcy Barberic, 23 ára, framherji Fylgist með Ísabella Sara Tryggvadóttir þykir mikið efni og þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gæti hún látið til sín taka í Bestu deildinni í sumar. Hún er lágvaxin, snögg og afar klók miðað við aldur, og skoraði eitt mark í Lengjudeildinni í fyrra, en hefur skorað mörk fyrir bæði KR og U17-landsliðið í vetur. Ísabella er dóttir markahæsta knattspyrnumanns Íslandssögunnar, Tryggva Guðmundssonar, og getur leyst allar stöður fremst á vellinum. Í besta/versta falli Í besta falli tekst KR-ingum að þjappa sér saman og kreista fram nægilega mörg stig úr leikjunum við hin liðin í neðri hlutanum til að halda sér uppi. Í versta falli, og það virðist jafnframt líklegast í augnablikinu, endar KR á botninum og fer beint aftur niður í 1. deild. Keflavík í 9. sæti: Of mikil blóðtaka Keflvíkingar enduðu síðasta tímabil vel og voru ósigraðir í síðustu fimm leikjum sínum. Þeir gerðu meðal annars jafntefli við Valskonur og Blika.Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar gerðu vel í að halda sér í deildinni á síðasta tímabili, eitthvað sem þeim tókst ekki sumarið 2019. Það var ekki síst góðum árangri á útivelli að þakka. Keflavík fékk tólf stig á útivöllum og gerði meðal annars jafntefli við silfurlið Breiðabliks í Kópavoginum. Keflvíkingar fengu hins vegar aðeins sex stig á heimavelli. Keflavík skoraði bara sextán mörk en vörnin var nokkuð sterk og liðið fékk aðeins á sig 26 mörk. Það var ekki síst góðri frammistöðu markvarðarins Tiffanys Sornpao að þakka. Hún er horfin á braut og sömu sögu er að segja af fyrirliðanum Natöshu Anasi og Aerial Chavarin sem skoraði sjö af sextán mörkum Keflavíkur í fyrra. Það má því hæglega segja að Keflvíkingar hafi misst þrjá bestu leikmenn sína frá því á síðasta tímabili. Brotthvarf Natöshu er sérstaklega blóðugt en hún hefur verið besti leikmaður Keflavíkur undanfarin ár og var hjartað og sálin í liðinu. Gunnar Magnús Jónsson er að hefja sitt sjöunda tímabil í röð sem þjálfari Keflavíkur. Hann þarf að hafa sig allan við til að halda liðinu réttu megin við strikið enda er leikmannahópurinn veikari en á síðasta tímabili. Keflavík er með þéttan kjarna heimakvenna en toppana vantar í liðið eftir brotthvarf Tiffanys, Natöshu og Aerial. Gengið í Lengjubikarnum gefur heldur ekki mikla ástæðu til bjartsýni. Keflavík vann B-deildarlið Fylkis en fékk aðeins eitt stig af tólf mögulegum gegn fjórum liðum úr Bestu deildinni. Keflavík Ár í deildinni: Annað Besti árangur: 3.-4. sæti (1975) Best í bikar: Tvisvar í bikarúrslit (Síðast 2007) Sæti í fyrra: 8. sæti í efstu deild Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson (7. tímabil) Markahæst í fyrra: Aerial Chavarin, 7 mörk Liðið og leikmenn Ana Santos hefur gert það gott í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár en er nú komin til Keflavíkur.keflavík Sem fyrr sagði er keflvíski kjarninn í liðinu nokkuð þéttur og líkt og síðustu ár vonast Keflvíkingar eftir því að erlendu leikmennirnir reynist góð búbót. Og þeir þurfa kannski að vera enn sterkari en venjulega vegna brotthvarfs Tiffanys, Natöshu og Aerial. Keflavík sótti þrjá erlenda leikmenn í vetur. Þetta eru bandaríski markvörðurinn Samantha Leshnak, bandaríski varnarmaðurinn Caroline Van Slambrouck og brasilíski framherjinn Ana Santos. Van Slambrouck þekkir vel til hér á landi en hún lék með ÍBV á árunum 2017-19. Miklar vonir eru bundnar við Santos sem þarf að fylla markaskarðið sem Aerial skildi eftir sig. Hún hefur litið ágætlega út á undirbúningstímabilinu en það er spurning hversu mikla þjónustu hún fær í sumar. Leshnak verður svo að skila svipaðri frammistöðu í markinu og Tiffany í fyrra. Þá fékk Keflavík Elínu Helenu Karlsdóttur aftur á láni frá Breiðabliki. Hún átti gott sumar í vörn Keflvíkinga á síðasta tímabili og kemur til með að hjálpa liðinu við lífróðurinn í deildinni. Lykilmenn Keflavíkur Samantha Leshnak, 25 ára markvörður Elín Helena Karlsdóttir, 19 ára varnarmaður Ana Silva, framherji Fylgist með Amelía Rán Fjeldsted kom við sögu í öllum átján deildarleikjum Keflavíkur á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk. Þrátt fyrir að vera aðeins fædd 2004 hefur Amelía leikið 55 deildarleiki fyrir Keflavík og verður áfram í stóru hlutverki hjá liðinu í sumar. Í besta/versta falli Í besta falli endurtekur Keflavík leikinn frá síðasta tímabili, heldur sér uppi og nær uppi smá stöðugleika. Í versta falli, og líklega, fellur liðið niður Lengjudeildina og þarf enn einu sinni að byrja upp á nýtt. Besta deild kvenna KR Keflavík ÍF Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 26. apríl með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þrótti á meðan Stjarnan sækir ÍBV heim. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að nýliðar KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og leiki í Lengjudeildinni sumarið 2023. KR í 10. sæti: Veik von í Vesturbænum KR-ingar unnu Lengjudeildina í fyrra og fengu bikarinn afhentan eftir sigur gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.INstagram/@krstelpur KR-ingar mega muna fífil sinn fegurri, enda sexfaldir Íslandsmeistarar, en eru þó komnir aftur upp í efstu deild. Að þessu sinni dvaldi liðið aðeins eitt ár í 1. deildinni en fátt bendir til annars en að KR staldri sömuleiðis stutt við í Bestu deildinni. Kórónuveirufaraldurinn lék KR-inga verr en nokkuð annað lið sumarið 2020, þegar liðið lék síðast í efstu deild og náði aðeins að spila fjórtán leiki og féll, á fyrsta heila tímabilinu undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. Ekkert lið lék hins vegar betur í Lengjudeildinni í fyrra og með reynslumikla leikmenn innanborðs vann KR deildina, þar sem 3-0 útisigur gegn Aftureldingu á lokakaflanum reyndist dýrmætur. Jóhannes Karl er enn við stjórnvölinn en virðist eiga ekki síður þungt verkefni fyrir höndum nú en fyrir tveimur árum. Litlu hefur verið kostað til við að styrkja leikmannahópinn, erlendir leikmenn farnir en aðrir komnir í staðinn sem mikið mun mæða á. Íslenski kjarninn í hópnum virðist hins vegar fyrir fram ekki nægilega sterkur til að KR haldi sér uppi í ár. Engu að síður náðu KR-ingar ágætis úrslitum í Lengjubikarnum í vor og ef hlutirnir smella með nýjum leikmönnum, og fleiri verða sóttir í glugganum í sumar, er mögulegt að liðið verði áfram í Bestu deildinni á næsta ári. KR Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: Sex sinnum Íslandsmeistari (1993, 1997, 1998, 1999, 2002 og 2003) Best í bikar: Fjórum sinnum bikarmeistari (1999, 2002, 2007 og 2008) Sæti í fyrra: Vann B-deildina Þjálfari: Jóhannes Karl Sigursteinsson (4. tímabil) Markahæst í fyrra: Guðmunda Brynja Óladóttir, 13 mörk Liðið og lykilmenn Þrír erlendir leikmenn hafa bæst við leikmannahóp KR en rétt náð að spila æfingaleiki með liðinu í aðdraganda mótsins. Það er algjört lykilatriði fyrir liðið að þessir leikmenn reynist gæðaleikmenn ef ekki á illa að fara. Margaux Chauvet og Susan Phonsongkham koma inn í liðið frá Ástralíu. Chauvet mun væntanlega mynda miðvarðapar með fyrirliðanum Rebekku Sverrisdóttur og Phonsongkham getur leyst flest hlutverk á miðjunni en er sóknarsinnuð. View this post on Instagram A post shared by Mfl. Kvenna KR (@krstelpur) Hin bandaríska Marcy Barberic verður svo framarlega á vellinum og þarf að skora mörk, sérstaklega á meðan að Guðmundu Brynju Óladóttur nýtur ekki við. Guðmunda eignaðist barn í nóvember en verður með í sumar og hefur náð að spila nokkrar mínútur í aðdraganda mótsins. Miðað við að spila í næstefstu deild þá keyrðu KR-ingar á nokkuð reynslumiklum mannskap í fyrra. Jafnvel fyrrverandi landsliðskonur og atvinnumenn eins og Katrín Ómarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir tóku svolítinn þátt en Katrín er nú orðin spilandi aðstoðarþjálfari hjá Haukum. KR hefur einnig misst markvörðinn Ingibjörgu Valgeirsdóttur en Björk Björnsdóttir, tvíburasystir Laufeyjar sem áfram er á miðjunni hjá KR, ætti að geta fyllt ágætlega í hennar skarð. KR fékk einnig reynslubolta með Íslandsmeistaratitil í Gígju Valgerði Harðardóttur en hún verður ekki í vörn liðsins í sumar þar sem hún er ólétt. Sömuleiðis sleit Ingunn Haraldsdóttir, fyrrverandi fyrirliði liðsins, hásin og verður ekki með. Hildur Björg Kristjánsdóttir, Ísabella Sara Tryggvadóttir og Margrét Edda Lian Bjarnadóttir verða með KR í sumar. Ísabella, fyrir miðju, er aðeins fimmtán ára gömul.instagram/@krstelpur Rut Matthíasdóttir, sem kom frá Þór/KA, verður hins vegar til taks í vörninni og KR fékk einnig Brynju Sævarsdóttur á miðjuna frá Augnabliki. Leikmannahópur KR verður frekar þunnskipaður þar til eftir um miðjan maí en þá ættu fjórir leikmenn að hafa skilað sér úr námi í Bandaríkjunum, þær Kristín Erla Johnson, Hildur Björg Kristjánsdóttir, Inga Laufey Ágústsdóttir og Thelma Lóa Hermannsdóttir. Að sama skapi kvarnast úr hópnum í ágúst þegar skólinn hefst að nýju. Bergdís Fanney Einarsdóttir ætti að vera með eftir höfuðmeiðsli og þær Margrét Edda Bjarnadóttir, auk Ísabellu Söru Tryggvadóttur, geta leyst kantstöðurnar ásamt fleirum. Lykilmenn KR Rebekka Sverrisdóttir, 29 ára, miðvörður Laufey Björnsdóttir, 32 ára, miðjumaður Marcy Barberic, 23 ára, framherji Fylgist með Ísabella Sara Tryggvadóttir þykir mikið efni og þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gæti hún látið til sín taka í Bestu deildinni í sumar. Hún er lágvaxin, snögg og afar klók miðað við aldur, og skoraði eitt mark í Lengjudeildinni í fyrra, en hefur skorað mörk fyrir bæði KR og U17-landsliðið í vetur. Ísabella er dóttir markahæsta knattspyrnumanns Íslandssögunnar, Tryggva Guðmundssonar, og getur leyst allar stöður fremst á vellinum. Í besta/versta falli Í besta falli tekst KR-ingum að þjappa sér saman og kreista fram nægilega mörg stig úr leikjunum við hin liðin í neðri hlutanum til að halda sér uppi. Í versta falli, og það virðist jafnframt líklegast í augnablikinu, endar KR á botninum og fer beint aftur niður í 1. deild. Keflavík í 9. sæti: Of mikil blóðtaka Keflvíkingar enduðu síðasta tímabil vel og voru ósigraðir í síðustu fimm leikjum sínum. Þeir gerðu meðal annars jafntefli við Valskonur og Blika.Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar gerðu vel í að halda sér í deildinni á síðasta tímabili, eitthvað sem þeim tókst ekki sumarið 2019. Það var ekki síst góðum árangri á útivelli að þakka. Keflavík fékk tólf stig á útivöllum og gerði meðal annars jafntefli við silfurlið Breiðabliks í Kópavoginum. Keflvíkingar fengu hins vegar aðeins sex stig á heimavelli. Keflavík skoraði bara sextán mörk en vörnin var nokkuð sterk og liðið fékk aðeins á sig 26 mörk. Það var ekki síst góðri frammistöðu markvarðarins Tiffanys Sornpao að þakka. Hún er horfin á braut og sömu sögu er að segja af fyrirliðanum Natöshu Anasi og Aerial Chavarin sem skoraði sjö af sextán mörkum Keflavíkur í fyrra. Það má því hæglega segja að Keflvíkingar hafi misst þrjá bestu leikmenn sína frá því á síðasta tímabili. Brotthvarf Natöshu er sérstaklega blóðugt en hún hefur verið besti leikmaður Keflavíkur undanfarin ár og var hjartað og sálin í liðinu. Gunnar Magnús Jónsson er að hefja sitt sjöunda tímabil í röð sem þjálfari Keflavíkur. Hann þarf að hafa sig allan við til að halda liðinu réttu megin við strikið enda er leikmannahópurinn veikari en á síðasta tímabili. Keflavík er með þéttan kjarna heimakvenna en toppana vantar í liðið eftir brotthvarf Tiffanys, Natöshu og Aerial. Gengið í Lengjubikarnum gefur heldur ekki mikla ástæðu til bjartsýni. Keflavík vann B-deildarlið Fylkis en fékk aðeins eitt stig af tólf mögulegum gegn fjórum liðum úr Bestu deildinni. Keflavík Ár í deildinni: Annað Besti árangur: 3.-4. sæti (1975) Best í bikar: Tvisvar í bikarúrslit (Síðast 2007) Sæti í fyrra: 8. sæti í efstu deild Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson (7. tímabil) Markahæst í fyrra: Aerial Chavarin, 7 mörk Liðið og leikmenn Ana Santos hefur gert það gott í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár en er nú komin til Keflavíkur.keflavík Sem fyrr sagði er keflvíski kjarninn í liðinu nokkuð þéttur og líkt og síðustu ár vonast Keflvíkingar eftir því að erlendu leikmennirnir reynist góð búbót. Og þeir þurfa kannski að vera enn sterkari en venjulega vegna brotthvarfs Tiffanys, Natöshu og Aerial. Keflavík sótti þrjá erlenda leikmenn í vetur. Þetta eru bandaríski markvörðurinn Samantha Leshnak, bandaríski varnarmaðurinn Caroline Van Slambrouck og brasilíski framherjinn Ana Santos. Van Slambrouck þekkir vel til hér á landi en hún lék með ÍBV á árunum 2017-19. Miklar vonir eru bundnar við Santos sem þarf að fylla markaskarðið sem Aerial skildi eftir sig. Hún hefur litið ágætlega út á undirbúningstímabilinu en það er spurning hversu mikla þjónustu hún fær í sumar. Leshnak verður svo að skila svipaðri frammistöðu í markinu og Tiffany í fyrra. Þá fékk Keflavík Elínu Helenu Karlsdóttur aftur á láni frá Breiðabliki. Hún átti gott sumar í vörn Keflvíkinga á síðasta tímabili og kemur til með að hjálpa liðinu við lífróðurinn í deildinni. Lykilmenn Keflavíkur Samantha Leshnak, 25 ára markvörður Elín Helena Karlsdóttir, 19 ára varnarmaður Ana Silva, framherji Fylgist með Amelía Rán Fjeldsted kom við sögu í öllum átján deildarleikjum Keflavíkur á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk. Þrátt fyrir að vera aðeins fædd 2004 hefur Amelía leikið 55 deildarleiki fyrir Keflavík og verður áfram í stóru hlutverki hjá liðinu í sumar. Í besta/versta falli Í besta falli endurtekur Keflavík leikinn frá síðasta tímabili, heldur sér uppi og nær uppi smá stöðugleika. Í versta falli, og líklega, fellur liðið niður Lengjudeildina og þarf enn einu sinni að byrja upp á nýtt.
KR Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: Sex sinnum Íslandsmeistari (1993, 1997, 1998, 1999, 2002 og 2003) Best í bikar: Fjórum sinnum bikarmeistari (1999, 2002, 2007 og 2008) Sæti í fyrra: Vann B-deildina Þjálfari: Jóhannes Karl Sigursteinsson (4. tímabil) Markahæst í fyrra: Guðmunda Brynja Óladóttir, 13 mörk
Lykilmenn KR Rebekka Sverrisdóttir, 29 ára, miðvörður Laufey Björnsdóttir, 32 ára, miðjumaður Marcy Barberic, 23 ára, framherji
Keflavík Ár í deildinni: Annað Besti árangur: 3.-4. sæti (1975) Best í bikar: Tvisvar í bikarúrslit (Síðast 2007) Sæti í fyrra: 8. sæti í efstu deild Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson (7. tímabil) Markahæst í fyrra: Aerial Chavarin, 7 mörk
Lykilmenn Keflavíkur Samantha Leshnak, 25 ára markvörður Elín Helena Karlsdóttir, 19 ára varnarmaður Ana Silva, framherji