Bankasýsla ríkisins, ekki meir Erna Bjarnadóttir skrifar 20. apríl 2022 07:30 Bein útsending heitir það, þegar send er út óklippt útgáfa af atburðum á vettvangi. Við þekkjum slíkar útsendingar t.d. frá eldstöðvum á Reykjanesskaga eða jafnvel afhendingu handritanna fyrir 51 ári. Ég man vel eftir þeirri útsendingu. Hún var hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, allir þekktu endinn fyrirfram. En bein útsending frá yfirklóri á bankasölu síðasta sólarhringinn hefur verið heldur meira spennandi. Þar eru fleiri en einn möguleiki í boði þegar kemur að niðurstöðu. Útsparkið kom frá ríkisstjórninni að morgni 19. apríl í formi fréttatilkynningar. Bankasýslunni skyldi fórnað. Ekki stóð á viðbrögðum þaðan, ekki dugði ein fréttatilkynning, (sem hlaða þurfti sérstaklega niður af vefsíðu hennar) heldur þurfti tvær. Bankasýslan segist munu skoða lagalega stöðu sína áður en hún greiðir söluþóknanir. Jahá, þar fór nú skíturinn í viftuna sagði fjósamaðurinn. Ætli þeir sem tóku verkefnið að sér kyngi því bara si sona, menn hafa nú sent mál í gegnum dómskerfið af minni tilefni. Eða kannske voru bara engin lög brotin, eða hvað? Er nema von að venjulegt fólk upplifi sig statt í einhverju moldviðri eins og maðurinn sagði. Af hverju ætti þá Bankasýslan að hóta því að borga ekki umsamdar söluþóknanir. Ég bara spyr því ég veit ekki svarið. Á hvaða ríkisstjórnafundi var ákvörðun um framtíð Bankasýslunnar tekin? Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar segir m.a.. „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er“ Ég hef lesið lögin um sölu ríkisins á eignarhluta í fjármálafyrirtækjum þannig að þau geri í reynd a.m.k. flest allar þessar kröfur. Fréttatilkynninguna hlýtur því að mega skilja svo að þetta hafi ekki verið tryggt í ferlinu. En fréttatilkynning i nafni ríkisstjórnarinnar vekur aðra áleitna spurningu. Enginn ríkisstjórnarfundur hefur verið haldinn síðan 8. apríl. Var þetta ákveðið þá? Ef ekki, hvers konar form var þá á þessari ákvörðun? Var þetta fjarfundur? Komu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að þessari ákvörðun? Hvaða bókun í fundargerð stendur þarna að baki? Nú er þessu máli mögulega ekki saman að jafna við margt sem áður hefur borið áður við í sögu okkar en ber ekki að kalla ríkisstjórnina saman til að ræða og bóka afgreiðslu eins og þessa? Öðru vísi geta ráðherrar alla vega ekki bókað andstöðu við málið (þið munið það þarf að bóka allt í fundargerðum). Nei hér hér er engin venjuleg smjörklípa í gangi heldur minnir þetta meira á smjörfjöll enda eigum við ekki slík hér á vestari hluta landsins. Það eina sem er þó öruggt er að símareikningurinn fyrir öllu þessu ráðabruggi verður sendur á skattgreiðendur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Bein útsending heitir það, þegar send er út óklippt útgáfa af atburðum á vettvangi. Við þekkjum slíkar útsendingar t.d. frá eldstöðvum á Reykjanesskaga eða jafnvel afhendingu handritanna fyrir 51 ári. Ég man vel eftir þeirri útsendingu. Hún var hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, allir þekktu endinn fyrirfram. En bein útsending frá yfirklóri á bankasölu síðasta sólarhringinn hefur verið heldur meira spennandi. Þar eru fleiri en einn möguleiki í boði þegar kemur að niðurstöðu. Útsparkið kom frá ríkisstjórninni að morgni 19. apríl í formi fréttatilkynningar. Bankasýslunni skyldi fórnað. Ekki stóð á viðbrögðum þaðan, ekki dugði ein fréttatilkynning, (sem hlaða þurfti sérstaklega niður af vefsíðu hennar) heldur þurfti tvær. Bankasýslan segist munu skoða lagalega stöðu sína áður en hún greiðir söluþóknanir. Jahá, þar fór nú skíturinn í viftuna sagði fjósamaðurinn. Ætli þeir sem tóku verkefnið að sér kyngi því bara si sona, menn hafa nú sent mál í gegnum dómskerfið af minni tilefni. Eða kannske voru bara engin lög brotin, eða hvað? Er nema von að venjulegt fólk upplifi sig statt í einhverju moldviðri eins og maðurinn sagði. Af hverju ætti þá Bankasýslan að hóta því að borga ekki umsamdar söluþóknanir. Ég bara spyr því ég veit ekki svarið. Á hvaða ríkisstjórnafundi var ákvörðun um framtíð Bankasýslunnar tekin? Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar segir m.a.. „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er“ Ég hef lesið lögin um sölu ríkisins á eignarhluta í fjármálafyrirtækjum þannig að þau geri í reynd a.m.k. flest allar þessar kröfur. Fréttatilkynninguna hlýtur því að mega skilja svo að þetta hafi ekki verið tryggt í ferlinu. En fréttatilkynning i nafni ríkisstjórnarinnar vekur aðra áleitna spurningu. Enginn ríkisstjórnarfundur hefur verið haldinn síðan 8. apríl. Var þetta ákveðið þá? Ef ekki, hvers konar form var þá á þessari ákvörðun? Var þetta fjarfundur? Komu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að þessari ákvörðun? Hvaða bókun í fundargerð stendur þarna að baki? Nú er þessu máli mögulega ekki saman að jafna við margt sem áður hefur borið áður við í sögu okkar en ber ekki að kalla ríkisstjórnina saman til að ræða og bóka afgreiðslu eins og þessa? Öðru vísi geta ráðherrar alla vega ekki bókað andstöðu við málið (þið munið það þarf að bóka allt í fundargerðum). Nei hér hér er engin venjuleg smjörklípa í gangi heldur minnir þetta meira á smjörfjöll enda eigum við ekki slík hér á vestari hluta landsins. Það eina sem er þó öruggt er að símareikningurinn fyrir öllu þessu ráðabruggi verður sendur á skattgreiðendur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun