Íslenski boltinn

Rúnar Þór spilaði kvið­slitinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Þór var óvænt í byrjunarliði Keflavíkur.
Rúnar Þór var óvænt í byrjunarliði Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét

Bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson var nokkuð óvænt í byrjunarliði Keflavíkur er liðið hóf leik í Bestu deild karla. Rúnar Þór hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og er kviðslitinn en spilaði samt sem áður 75 mínútur í 4-1 tapi á Kópavogsvelli í gær.

Ekki er langt síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, sagði alls óvíst hversu mikið Rúnar Þór yrði með í sumar. Bakvörðurinn sókndjarfi spilaði aðeins sjö deildarleiki á síðustu leiktíð og var að glíma við meiðsli nær allt undirbúningstímabilið.

Það ráku því mörg upp stór augu þegar byrjunarlið Keflavíkur fyrir leikinn gegn Breiðabliki var tilkynnt því þar var Rúnar Þór í stöðu vinstri bakvarðar. Sigurður Ragnar útskýrði af hverju í viðtali við Fótbolti.net eftir leik.

„Hann er kviðslitinn en fékk leyfi til að prófa. Hann er í raun ekki að gera þetta neitt verra. Hann er að skoða hvort hann geti verið með okkur fram í maí og farið frekar í aðgerð þá því það eru bara tveir leikir í júní,“ sagði Sigurður Ragnar eftir leik.

Rúnar Þór var tekinn af velli í stöðunni 4-0 en Patrik Johannesen skoraði sárabótarmark skömmu síðar. Þó Rúnar Þór og Keflavík hafi tapað gegn Blikum er ljóst að þetta gæti reynst félaginu gríðarlega mikilvægt en því er spáð í bullandi fallbaráttu í flestum spám landsins.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.


Tengdar fréttir

Óskar Hrafn: „Leikmenn voru rétt stilltir í dag“

„Þetta var virkilega góður leikur hjá okkur að stærstum hluta. Fyrstu 65 mínúturnar fannst mér virkilega góðar, mikil orka og mikill kraftur en síðan gáfum við eftir og hleyptum þeim fullmikið inn í leikinn fyrir minn smekk,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×