Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 15:31 Frá leitinni að TFF-ABB á Þingvallavatni í febrúar. Vísir/vilhelm Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. Flugvélin brotlenti í Þingvallavatni 3. febrúar. Fjórir karlmenn fórust í slysinu en þeim var öllum náð upp úr vatninu eftir umfangsmiklar aðgerðir. Til stóð að draga flugvélina einnig á land en hætt var við það 11. febrúar vegna íss á vatninu sem torveldaði allar aðgerðir. Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi segir aðstæður allt aðrar nú; góðu veðri sé spáð á morgun þegar láta á til skarar skríða. „Prammarnir, allavega annar, verður líklega settur út í dag, og svo hefst þetta allt í fyrramálið. Og fólk og restin af búnaði kemur á föstudagsmorgun,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir Tiltækir verða fimm kafarar til að kafa eftir flugvélinni sem liggur á fimmtíu metra dýpi. „Og er þarna einhverja átján hundruð metra frá þeim stað þar sem við setjum út búnaðinn. Á sama stað og við vorum síðast. Við bara vonum að þetta gangi vel og allt heppnist. Þetta er búið að vera lengi í skipulagningu. Við fórum í síðustu viku og mynduðum vélina aftur og hún var í sama ástandi og skilið var við hana þegar við hættum síðast. Þannig að það virðist vera allt í góðu þannig séð,“ segir Rúnar. Ef allt gengur að óskum er ráðgert að flugvélin verði komin á land annað kvöld. „Það er köfun að vélinni á þessu dýpi, síðan verður hún hífð upp undir pramma og farið með nær landi á einhverja fimm sex metra og þar verður aftur kafað og allur rafeindabúnaður tæmdur úr vélinni.“ Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Flugvélin brotlenti í Þingvallavatni 3. febrúar. Fjórir karlmenn fórust í slysinu en þeim var öllum náð upp úr vatninu eftir umfangsmiklar aðgerðir. Til stóð að draga flugvélina einnig á land en hætt var við það 11. febrúar vegna íss á vatninu sem torveldaði allar aðgerðir. Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi segir aðstæður allt aðrar nú; góðu veðri sé spáð á morgun þegar láta á til skarar skríða. „Prammarnir, allavega annar, verður líklega settur út í dag, og svo hefst þetta allt í fyrramálið. Og fólk og restin af búnaði kemur á föstudagsmorgun,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir Tiltækir verða fimm kafarar til að kafa eftir flugvélinni sem liggur á fimmtíu metra dýpi. „Og er þarna einhverja átján hundruð metra frá þeim stað þar sem við setjum út búnaðinn. Á sama stað og við vorum síðast. Við bara vonum að þetta gangi vel og allt heppnist. Þetta er búið að vera lengi í skipulagningu. Við fórum í síðustu viku og mynduðum vélina aftur og hún var í sama ástandi og skilið var við hana þegar við hættum síðast. Þannig að það virðist vera allt í góðu þannig séð,“ segir Rúnar. Ef allt gengur að óskum er ráðgert að flugvélin verði komin á land annað kvöld. „Það er köfun að vélinni á þessu dýpi, síðan verður hún hífð upp undir pramma og farið með nær landi á einhverja fimm sex metra og þar verður aftur kafað og allur rafeindabúnaður tæmdur úr vélinni.“
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira