Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Afturelding og ÍBV endi í 8. og 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 26. apríl með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þrótti á meðan Stjarnan sækir ÍBV heim. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að nýliðar Aftureldingar og ÍBV endi í 8. og 7 sæti deildarinnar og haldi þar með sæti sínu. Hvort liðin verði nær fallsætunum tveimur eða liðunum um miðja deild verður að koma í ljós en í tíu liða deild getur allt gerst. Afturelding í 8. sæti: Hanga á bláþræði Mosfellsbær á aftur lið í efstu deild kvenna í knattspyrnu eftir nokkur mögur ár. Liðið lifði á sínum tíma á lyginni einni saman og hélt sér til að mynda uppi í efstu deild á markatölu árið 2013. Tveimur árum síðar var komið að skuldadögum skuldadögum og Afturelding féll niður um deild með aðeins sjö stig í 18 leikjum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir að hafa fallið alla leið niður í 2. deild og sameinast Fram um tíma þá má segja að leiðin hafi legið upp á við síðan 2019. Það árið endaði liðið í 5. sæti Lengjudeildarinnar, náði 4. sætinu ári síðar og svo á síðasta ári tryggði liðið sér sæti í Bestu deildinni á nýjan leik. Mikið mæddi á markadrottningu liðsins – og deildarinnar – en Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir raðaði inn mörkum í Lengjudeildinni. Alls skoraði hún 23 mörk í 17 leikjum og var langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Guðrún Elísabet (fyrir miðju) sátt með sætið í Bestu deildinni.Hafliði Breiðfjörð Það væri fásinna að reikna með svipuðum tölum í sumar en ef Guðrún Elísabet kemst nálægt tíu mörkunum ætti Afturelding að eiga ágætis möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Þátttaka hennar í upphafi móts virðist hins vegar vera eitt stórt spurningamerki þar sem hún missti af öllum leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Það var þó ekki að sjá að Afturelding væri án síns helsta markaskorara í Lengjubikarnum en liðið endaði í 2. sæti með lið á borð við Þrótt Reykjavík, Þór/KA og Keflavík fyrir neðan sig. Liðið tapaði einum leik, 3-0 gegn Íslandsmeisturum Vals. Sé sá leikur tekinn út fyrir sviga þá fékk liðið á sig eitt mark að meðaltali í leik á meðan það skoraði 2,75 mörk í leik. Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 6. sæti (2008) Best í bikar: Undanúrslit (2011) Sæti í fyrra: 2. sæti í B-deild Þjálfarar: Alexander Aron Davorsson og Bjarki Már Sverrisson (Á sínu 2. tímabili saman) Markahæst í fyrra: Guðrún Elísabet, 23 mörk Liðið og leikmenn Afturelding byggir á góðum grunnni en liðið var með bestu vörn Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Afturelding var með góðan kjarna á síðustu leiktíð sem og fína útlendinga. Betur má þó ef duga skal og hafa Mosfellingar verið iðnir á markaðnum í vetur ásamt því að halda öllum sínum leikmönnum ef Hajar Tahri er frátalin. Systurnar Þórhildur og Ísafold Þórhallsdætur munu leika með Aftureldingu í sumar eftir að hafa leikið með Fylki á láni frá Breiðabliki síðasta sumar. Hildur Karítas Gunnarsdóttir á að aðstoða Guðrúnu Elísabetu við markaskorun og miklar vonir eru bundnar við miðvörðinn Chyanne Dennis sem kemur frá Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Afturelding KVK (@mflkvkaftureldingar) Þó hún hafi aðeins leikið einn leik í Lengjubikarnum er vonast til að hún bindi vörnina liðsins enn frekar saman. Afturelding fékk á sig mark að meðaltali í leik í Lengjudeildinni á síðasta ári og var ekkert lið með betri vörn. Sama var upp á teningnum í Lengjubikarnum að frátöldum leiknum gegn Val. Þar á bakvið er hin einkar trausta Eva Ýr Helgadóttir. Hún á að baki 22 leiki í efstu deild og þó ekki sé um marga leiki að ræða er sú reynsla dýrmæt í annars ungu og óreyndu liði. Lykilkonur Aftureldingar Eva Ýr Helgadóttir, 26 ára, markvörður Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, 20 ára, sóknartengiliður Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, 22 ára , sóknarmaður Fylgist með Miðvörðurinn Chyanne Dennis gæti verið púslið sem vantaði í Mosfellsbæinn en miklar vonir eru bundnar við þennan öfluga miðvörð. Er henni lýst sem algjörum klett í vörninni og mögulega gætu önnur lið nagað sig í handarbökin þegar líður á sumarið yfir að leyfa þessum öfluga leikmanni að ganga í raðir Aftureldingar. Í besta/versta falli Í besta falli stendur Afturelding saman og missir ekki trúna sama hvað bjátar á. Ef það gengur upp er ljóst að allar leiðir liggja sama veg, það er að félagið verði samferða Bestu deildinni um komandi ár. Í versta falli endurtekur Afturelding leikinn frá 2015 er liðið skítféll. Kvennalið Aftureldingar og tónlistarkonan GDRN hafa gert samning til þriggja ára. GDRN er uppalin Mosfellingur og lék með félaginu í yngri flokkum og náði að leika nokkra leiki í meistaraflokki áður en meiðsli komu í veg fyrir frekari fótboltaferil.Afturelding ÍBV í 7. sæti: Ætla sér stærri hluti Annað árið í röð endar ÍBV í 7. sæti ef spá Vísis gengur upp. Eyjan fagra græna mun reyndar ekki taka það í mál og ætla Eyjakonur sér stærri hluti. Liðið endaði í 7. sæti á síðustu leiktíð en var þó töluvert nær liðunum fyrir ofan sig heldur en þeim sem sátu í þremur neðstu sætum deildarinnar. Þór/KA var sæti ofar með jafn mörg stig en betri markatölu á meðan Selfoss var með þremur stigum meira í 5. sæti deildarinnar. Það kæmi lítið á óvart ef sama staða kæmi upp í sumar og því gæti ÍBV stokkið upp um nokkur sæti ef hlutirnir falla með þeim. Eyjakonur fagna því að sætið í Bestu deildinni sé tryggt.Vísir/Bára Dröfn Undanfarin ár hafa ekki gefið mikla ástæðu til bjartsýni en 2019 endaði liðið með aðeins 18 stig sem dugði þó til að halda sæti sínu í deildinni. Liðið var hársbreidd frá falli ári síðar, á kórónufaraldurs-tímabilinu mikla, en ÍBV endaði með stigi meira en FH er keppni var hætt. ÍBV stefnir nú á að byggja ofan á fínt tímabil síðasta árs en töluverðar breytingar hafa þó átt sér stað í herbúðum liðsins. Ásamt breytingum á leikmannahóp liðsins er liðið þriðja árið í röð að skipta um aðalþjálfara. Ian Jeffs stýrði liðinu 2019 en Andri Ólafsson hóf síðasta tímabil sem þjálfari liðsins. Hann steig til hliðar um mitt sumar og Jeffs steig tímabundið inn í á nýjan leik. Framherjinn fyrrverandi Jonathan Glenn hefur nú tekið við þjálfun liðsins og vonast öll Eyjan eftir því að hann verði farsæll í starfi. Þá hefur Glenn sannfært eiginkonu sína Þórhildi Ólafsdóttir að taka skóna fram á nýjan leik. Hún hefur ekki spilað síðan 2018 en gæti spilað í sumar. „Hún hefur komið skemmtilega á óvart. Hún var að hjálpa okur í vetur en núna hefur hún verið að leggja hart að sér og staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. Það er engin pressa á henni en við erum hæfilega bjartsýn og sjáum til hvernig gengur,“ sagði Glenn í viðtali við Stöð 2 og Vísi nýverið. Lengjubikarinn gekk upp og niður hjá ÍBV. Liðið vann tvo leiki, tapaði þremur á meðan það skoraði 14 mörk og fékk á sig átta. Það ætti því að vera mikið fjör í leikjum liðsins í sumar þó stefnan sé eflaust sett á að fá færri mörk á sig. ÍBV Ár í deildinni: Þrettánda Besti árangur: 2. sæti (2003, 2004 og 2012) Besti í bikar: Meistarar (2004 og 2007) Sæti í fyrra: 7. sæti í A-deild Þjálfari: Jonathan Glenn (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Þóra Björg Stefánsdóttir, Viktorija Zaicikova og Delaney Baie Pridham, allar 7 mörk. Liðið og leikmenn Hanna Kallmaier er á leið inn í sitt þriðja tímabil með ÍBV.Vísir/Bára Dröfn Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi ÍBV milli ára. Í stað þess að fá leikmenn á láni úr höfuðborginni hafa Eyjakonur leitað út fyrir landsteinana í leit að liðsstyrk. Mögulega er það merki þess að buddan er þyngri í ár en á síðustu leiktíð. Markamaskínan Delaney Baie Pridham gekk í raðir Íslendingaliðsins Kristianstad um mitt sumar. Munaði um minna en Pridham skoraði 11 mörk í þeim 13 leikjum sem hún lék fyrir félagið. Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var á láni hjá ÍBV undanfarin tvö tímabil en mun ekki verja mark liðsins áfram. Guðný Geirsdóttir kom um mitt síðasta sumar og mun verja mark ÍBV í sumar ef marka má Lengjubikarinn. Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz hefur einnig verið á láni hjá ÍBV undnafarin tvö ár en virðist ætla að vera á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Þá gekk Clara Sigurðardóttir í raðir Breiðabliks en um er að ræða einkar útsjónasaman miðjumann sem öll lið myndu sakna. ÍBV hefur hins vegar verið mjög duglegt á leikmannamarkaðnum og sótt alls sjö leikmenn ef við teljum Þórhildi með. ÍBV hefur samið við þrjá bandaríska leikmenn um að leika með liðinu. Frá vinstri til hægri: Sydney Carr, Haley Thomas og Ameera Hussen.ÍBV Þórhildur er ekki eina Eyjamærin sem snýr heim þar sem Kristín Erna Sigurlásdóttir mun einnig leika með uppeldisfélaginu í sumar. Þá hafa alls fimm erlendir leikmenn bæst við lettneska kvartettinn sem lék með liðinu á síðustu leiktíð. Ameera Hussen, Sydney Carr og Haley Thomas koma allar frá Bandaríkjunum á meðan Sandra Voitane kemur frá Austurríki og Lavina Boanda kemur frá Rúmeníu. Þó flestar hafi náð nokkrum leikjum í Lengjubikarnum þá tekur það sinn tíma að stilla strengi verður forvitnilegt að sjá fjölþjóðlegt ÍBV mæta Stjörnunni í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Lykilkonur ÍBV Ameera Hussen, 22 ára, miðjumaður Olga Ševcova, 29 ára, sóknarmaður Sydney Carr, 22 ára, sóknarmaður Fylgist með Það er ef til vill undarlegt að setja Þóru Björg Stefánsdóttur hér þar sem enginn leikmaður ÍBV skoraði fleiri mörk en hún á síðustu leiktíð. Þóra Björg er hins vegar fædd árið 2004 og er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildarinnar. Ásamt því að spila með fótboltaliði ÍBV þá gerir hún slíkt hið sama með handboltaliði félagsins. Hún hefur lítið fengið að spila þar að undanförnu og verður áhugavert að sjá hvort hún velji fótboltann fram yfir handboltann þar sem ÍBV er í úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta nú þegar fótboltasumarið hefst. Ef það er ekki nóg að keppa í efstu deild í bæði fót- og handbolta þá er Þóra Björg sannkallaður aukaspyrnusérfræðingur. Skoraði hún úr tveimur slíkum á síðustu leiktíð. Mark hennar gegn Fylki á síðustu leiktíð má sjá í spilaranum hér að neðan. Í besta/versta falli Í besta falli gengur allt upp í Vestmannaeyjum, ný aðstaða meistaraflokka félagsins veitir þeim byr undir báða vængi og ÍBV tekst að endurtaka leikinn frá 2012 þegar liðið endaði óvænt í 2. sæti deildarinnar. Í versta falli fer allt í baklás, það rignir alla daga, útlendingahersveitin fær heimrþá og falldraugurinn lætur sjá sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Afturelding ÍBV Mosfellsbær Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Besta spá kvenna 2022: Erfitt sumar í Vesturbænum og Keflavík Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 22. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Stuð á Suðurlandi og Stjarnan skín Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Selfoss og Stjarnan endi í 4. og 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 25. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Hetjur snúa heim í norður en uppbyggingin í Dalnum á enda Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA og Þróttur Reykjavík endi í 6. og 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 24. apríl 2022 10:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 26. apríl með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þrótti á meðan Stjarnan sækir ÍBV heim. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að nýliðar Aftureldingar og ÍBV endi í 8. og 7 sæti deildarinnar og haldi þar með sæti sínu. Hvort liðin verði nær fallsætunum tveimur eða liðunum um miðja deild verður að koma í ljós en í tíu liða deild getur allt gerst. Afturelding í 8. sæti: Hanga á bláþræði Mosfellsbær á aftur lið í efstu deild kvenna í knattspyrnu eftir nokkur mögur ár. Liðið lifði á sínum tíma á lyginni einni saman og hélt sér til að mynda uppi í efstu deild á markatölu árið 2013. Tveimur árum síðar var komið að skuldadögum skuldadögum og Afturelding féll niður um deild með aðeins sjö stig í 18 leikjum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir að hafa fallið alla leið niður í 2. deild og sameinast Fram um tíma þá má segja að leiðin hafi legið upp á við síðan 2019. Það árið endaði liðið í 5. sæti Lengjudeildarinnar, náði 4. sætinu ári síðar og svo á síðasta ári tryggði liðið sér sæti í Bestu deildinni á nýjan leik. Mikið mæddi á markadrottningu liðsins – og deildarinnar – en Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir raðaði inn mörkum í Lengjudeildinni. Alls skoraði hún 23 mörk í 17 leikjum og var langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Guðrún Elísabet (fyrir miðju) sátt með sætið í Bestu deildinni.Hafliði Breiðfjörð Það væri fásinna að reikna með svipuðum tölum í sumar en ef Guðrún Elísabet kemst nálægt tíu mörkunum ætti Afturelding að eiga ágætis möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Þátttaka hennar í upphafi móts virðist hins vegar vera eitt stórt spurningamerki þar sem hún missti af öllum leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Það var þó ekki að sjá að Afturelding væri án síns helsta markaskorara í Lengjubikarnum en liðið endaði í 2. sæti með lið á borð við Þrótt Reykjavík, Þór/KA og Keflavík fyrir neðan sig. Liðið tapaði einum leik, 3-0 gegn Íslandsmeisturum Vals. Sé sá leikur tekinn út fyrir sviga þá fékk liðið á sig eitt mark að meðaltali í leik á meðan það skoraði 2,75 mörk í leik. Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 6. sæti (2008) Best í bikar: Undanúrslit (2011) Sæti í fyrra: 2. sæti í B-deild Þjálfarar: Alexander Aron Davorsson og Bjarki Már Sverrisson (Á sínu 2. tímabili saman) Markahæst í fyrra: Guðrún Elísabet, 23 mörk Liðið og leikmenn Afturelding byggir á góðum grunnni en liðið var með bestu vörn Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Afturelding var með góðan kjarna á síðustu leiktíð sem og fína útlendinga. Betur má þó ef duga skal og hafa Mosfellingar verið iðnir á markaðnum í vetur ásamt því að halda öllum sínum leikmönnum ef Hajar Tahri er frátalin. Systurnar Þórhildur og Ísafold Þórhallsdætur munu leika með Aftureldingu í sumar eftir að hafa leikið með Fylki á láni frá Breiðabliki síðasta sumar. Hildur Karítas Gunnarsdóttir á að aðstoða Guðrúnu Elísabetu við markaskorun og miklar vonir eru bundnar við miðvörðinn Chyanne Dennis sem kemur frá Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Afturelding KVK (@mflkvkaftureldingar) Þó hún hafi aðeins leikið einn leik í Lengjubikarnum er vonast til að hún bindi vörnina liðsins enn frekar saman. Afturelding fékk á sig mark að meðaltali í leik í Lengjudeildinni á síðasta ári og var ekkert lið með betri vörn. Sama var upp á teningnum í Lengjubikarnum að frátöldum leiknum gegn Val. Þar á bakvið er hin einkar trausta Eva Ýr Helgadóttir. Hún á að baki 22 leiki í efstu deild og þó ekki sé um marga leiki að ræða er sú reynsla dýrmæt í annars ungu og óreyndu liði. Lykilkonur Aftureldingar Eva Ýr Helgadóttir, 26 ára, markvörður Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, 20 ára, sóknartengiliður Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, 22 ára , sóknarmaður Fylgist með Miðvörðurinn Chyanne Dennis gæti verið púslið sem vantaði í Mosfellsbæinn en miklar vonir eru bundnar við þennan öfluga miðvörð. Er henni lýst sem algjörum klett í vörninni og mögulega gætu önnur lið nagað sig í handarbökin þegar líður á sumarið yfir að leyfa þessum öfluga leikmanni að ganga í raðir Aftureldingar. Í besta/versta falli Í besta falli stendur Afturelding saman og missir ekki trúna sama hvað bjátar á. Ef það gengur upp er ljóst að allar leiðir liggja sama veg, það er að félagið verði samferða Bestu deildinni um komandi ár. Í versta falli endurtekur Afturelding leikinn frá 2015 er liðið skítféll. Kvennalið Aftureldingar og tónlistarkonan GDRN hafa gert samning til þriggja ára. GDRN er uppalin Mosfellingur og lék með félaginu í yngri flokkum og náði að leika nokkra leiki í meistaraflokki áður en meiðsli komu í veg fyrir frekari fótboltaferil.Afturelding ÍBV í 7. sæti: Ætla sér stærri hluti Annað árið í röð endar ÍBV í 7. sæti ef spá Vísis gengur upp. Eyjan fagra græna mun reyndar ekki taka það í mál og ætla Eyjakonur sér stærri hluti. Liðið endaði í 7. sæti á síðustu leiktíð en var þó töluvert nær liðunum fyrir ofan sig heldur en þeim sem sátu í þremur neðstu sætum deildarinnar. Þór/KA var sæti ofar með jafn mörg stig en betri markatölu á meðan Selfoss var með þremur stigum meira í 5. sæti deildarinnar. Það kæmi lítið á óvart ef sama staða kæmi upp í sumar og því gæti ÍBV stokkið upp um nokkur sæti ef hlutirnir falla með þeim. Eyjakonur fagna því að sætið í Bestu deildinni sé tryggt.Vísir/Bára Dröfn Undanfarin ár hafa ekki gefið mikla ástæðu til bjartsýni en 2019 endaði liðið með aðeins 18 stig sem dugði þó til að halda sæti sínu í deildinni. Liðið var hársbreidd frá falli ári síðar, á kórónufaraldurs-tímabilinu mikla, en ÍBV endaði með stigi meira en FH er keppni var hætt. ÍBV stefnir nú á að byggja ofan á fínt tímabil síðasta árs en töluverðar breytingar hafa þó átt sér stað í herbúðum liðsins. Ásamt breytingum á leikmannahóp liðsins er liðið þriðja árið í röð að skipta um aðalþjálfara. Ian Jeffs stýrði liðinu 2019 en Andri Ólafsson hóf síðasta tímabil sem þjálfari liðsins. Hann steig til hliðar um mitt sumar og Jeffs steig tímabundið inn í á nýjan leik. Framherjinn fyrrverandi Jonathan Glenn hefur nú tekið við þjálfun liðsins og vonast öll Eyjan eftir því að hann verði farsæll í starfi. Þá hefur Glenn sannfært eiginkonu sína Þórhildi Ólafsdóttir að taka skóna fram á nýjan leik. Hún hefur ekki spilað síðan 2018 en gæti spilað í sumar. „Hún hefur komið skemmtilega á óvart. Hún var að hjálpa okur í vetur en núna hefur hún verið að leggja hart að sér og staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. Það er engin pressa á henni en við erum hæfilega bjartsýn og sjáum til hvernig gengur,“ sagði Glenn í viðtali við Stöð 2 og Vísi nýverið. Lengjubikarinn gekk upp og niður hjá ÍBV. Liðið vann tvo leiki, tapaði þremur á meðan það skoraði 14 mörk og fékk á sig átta. Það ætti því að vera mikið fjör í leikjum liðsins í sumar þó stefnan sé eflaust sett á að fá færri mörk á sig. ÍBV Ár í deildinni: Þrettánda Besti árangur: 2. sæti (2003, 2004 og 2012) Besti í bikar: Meistarar (2004 og 2007) Sæti í fyrra: 7. sæti í A-deild Þjálfari: Jonathan Glenn (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Þóra Björg Stefánsdóttir, Viktorija Zaicikova og Delaney Baie Pridham, allar 7 mörk. Liðið og leikmenn Hanna Kallmaier er á leið inn í sitt þriðja tímabil með ÍBV.Vísir/Bára Dröfn Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi ÍBV milli ára. Í stað þess að fá leikmenn á láni úr höfuðborginni hafa Eyjakonur leitað út fyrir landsteinana í leit að liðsstyrk. Mögulega er það merki þess að buddan er þyngri í ár en á síðustu leiktíð. Markamaskínan Delaney Baie Pridham gekk í raðir Íslendingaliðsins Kristianstad um mitt sumar. Munaði um minna en Pridham skoraði 11 mörk í þeim 13 leikjum sem hún lék fyrir félagið. Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var á láni hjá ÍBV undanfarin tvö tímabil en mun ekki verja mark liðsins áfram. Guðný Geirsdóttir kom um mitt síðasta sumar og mun verja mark ÍBV í sumar ef marka má Lengjubikarinn. Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz hefur einnig verið á láni hjá ÍBV undnafarin tvö ár en virðist ætla að vera á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Þá gekk Clara Sigurðardóttir í raðir Breiðabliks en um er að ræða einkar útsjónasaman miðjumann sem öll lið myndu sakna. ÍBV hefur hins vegar verið mjög duglegt á leikmannamarkaðnum og sótt alls sjö leikmenn ef við teljum Þórhildi með. ÍBV hefur samið við þrjá bandaríska leikmenn um að leika með liðinu. Frá vinstri til hægri: Sydney Carr, Haley Thomas og Ameera Hussen.ÍBV Þórhildur er ekki eina Eyjamærin sem snýr heim þar sem Kristín Erna Sigurlásdóttir mun einnig leika með uppeldisfélaginu í sumar. Þá hafa alls fimm erlendir leikmenn bæst við lettneska kvartettinn sem lék með liðinu á síðustu leiktíð. Ameera Hussen, Sydney Carr og Haley Thomas koma allar frá Bandaríkjunum á meðan Sandra Voitane kemur frá Austurríki og Lavina Boanda kemur frá Rúmeníu. Þó flestar hafi náð nokkrum leikjum í Lengjubikarnum þá tekur það sinn tíma að stilla strengi verður forvitnilegt að sjá fjölþjóðlegt ÍBV mæta Stjörnunni í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Lykilkonur ÍBV Ameera Hussen, 22 ára, miðjumaður Olga Ševcova, 29 ára, sóknarmaður Sydney Carr, 22 ára, sóknarmaður Fylgist með Það er ef til vill undarlegt að setja Þóru Björg Stefánsdóttur hér þar sem enginn leikmaður ÍBV skoraði fleiri mörk en hún á síðustu leiktíð. Þóra Björg er hins vegar fædd árið 2004 og er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildarinnar. Ásamt því að spila með fótboltaliði ÍBV þá gerir hún slíkt hið sama með handboltaliði félagsins. Hún hefur lítið fengið að spila þar að undanförnu og verður áhugavert að sjá hvort hún velji fótboltann fram yfir handboltann þar sem ÍBV er í úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta nú þegar fótboltasumarið hefst. Ef það er ekki nóg að keppa í efstu deild í bæði fót- og handbolta þá er Þóra Björg sannkallaður aukaspyrnusérfræðingur. Skoraði hún úr tveimur slíkum á síðustu leiktíð. Mark hennar gegn Fylki á síðustu leiktíð má sjá í spilaranum hér að neðan. Í besta/versta falli Í besta falli gengur allt upp í Vestmannaeyjum, ný aðstaða meistaraflokka félagsins veitir þeim byr undir báða vængi og ÍBV tekst að endurtaka leikinn frá 2012 þegar liðið endaði óvænt í 2. sæti deildarinnar. Í versta falli fer allt í baklás, það rignir alla daga, útlendingahersveitin fær heimrþá og falldraugurinn lætur sjá sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 6. sæti (2008) Best í bikar: Undanúrslit (2011) Sæti í fyrra: 2. sæti í B-deild Þjálfarar: Alexander Aron Davorsson og Bjarki Már Sverrisson (Á sínu 2. tímabili saman) Markahæst í fyrra: Guðrún Elísabet, 23 mörk
Lykilkonur Aftureldingar Eva Ýr Helgadóttir, 26 ára, markvörður Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, 20 ára, sóknartengiliður Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, 22 ára , sóknarmaður
ÍBV Ár í deildinni: Þrettánda Besti árangur: 2. sæti (2003, 2004 og 2012) Besti í bikar: Meistarar (2004 og 2007) Sæti í fyrra: 7. sæti í A-deild Þjálfari: Jonathan Glenn (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Þóra Björg Stefánsdóttir, Viktorija Zaicikova og Delaney Baie Pridham, allar 7 mörk.
Lykilkonur ÍBV Ameera Hussen, 22 ára, miðjumaður Olga Ševcova, 29 ára, sóknarmaður Sydney Carr, 22 ára, sóknarmaður
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta spá kvenna 2022: Erfitt sumar í Vesturbænum og Keflavík Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 22. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Stuð á Suðurlandi og Stjarnan skín Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Selfoss og Stjarnan endi í 4. og 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 25. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Hetjur snúa heim í norður en uppbyggingin í Dalnum á enda Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA og Þróttur Reykjavík endi í 6. og 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 24. apríl 2022 10:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti