Hannes þarf að gefa FIBA svör um þjóðarhöll fyrir mánaðarmót Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. apríl 2022 23:16 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, þarf að gefa FIBA svar um þjóðarhöll á Íslandi innan tíu daga. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir að hann þurfi að gefa Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA svar um gang mála um þjóðarhöll hér á landi innan tíu daga. Hannes sagði frá þessu í viðtali við morgunútvarpið á Rás 2 í morgun, en þar minnir hann á það að hér á landi sé ekkert íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlega staðla og ekki fáist undanþágur endalaust. Hannes vitnaði meðal annars í orð Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands í handbolta, þar sem Guðmundur fór ófögrum orðum um aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum málmu seinustu ár og áratugi. „Þetta er skammarlegt, Gummi fór svo sem vel yfir þetta, hann notaði svona harðari orð en ég hef gert undan farið en maður tekur undir allt sem hann sagði,“ sagði Hannes í Morgunútvarpinu. Tími framkvæmda sé kominn Eins og svo margir aðrir er Hannes orðinn þreyttur á endalausum nefndarstörfum og skýrslum. Hann segir að nú sé tími framkvæmda og að eftir tíu daga verði hann að svara FIBA hvort þjóðarhöll sé í bígerð fyrir vorið eða ekki. Hann minnir einnig á að í lok nóvembar á síðasta ári hafi átt að fara fram landsleikur í körfubolta hér á landi, en sá hafi verið færður til Rússlands vegna aðstöðuleysis. Í kjölfarið hafi svo fengist enn ein undanþágan fyrir leik í febrúar, með þeim skilyrðum um að málin varðandi þjóðarhöll færu að skýrast. „Ég fékk það frá ráðherra áður en við skiluðum skýrslu í janúar til FIBA að við gætum sagt að það verði farið í þessa vinnu, í síðasta lagi verði búið að því í vor, þannig að þú getir verið nokkuð öruggur um það. Þannig að við svöruðum FIBA því að ef við fáum undanþágu í febrúar þá getum við verið með svör fyrir ykkur í lok apríl hver staðan er á vinnunni og þá hugsanlega fengið aftur undanþágu í júní,“ sagði Hannes. Hannes segir þó að ekki sé hægt að treysta á undanþágur endalaust og að hann myndi frekar kjósa að stjórnvöld myndu koma hreint fram og segja frá því að ekki verði farið í þessar framkvæmdir á næstunni frekar en að vera í feluleik. „En við fáum þetta ekkert endalaust og það er það sem skiptir svo miklu máli. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki. Þetta er bara orðið þannig að ríkisstjórnin þarf að fara að ákveða þetta. Það er miklu betra þá bara að koma og segja: Heyrðu veistu, við ætlum bara ekki að gera þetta. Það er bara hreinlegra. Við erum orðin pínu þreytt.“ Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Hannes sagði frá þessu í viðtali við morgunútvarpið á Rás 2 í morgun, en þar minnir hann á það að hér á landi sé ekkert íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlega staðla og ekki fáist undanþágur endalaust. Hannes vitnaði meðal annars í orð Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands í handbolta, þar sem Guðmundur fór ófögrum orðum um aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum málmu seinustu ár og áratugi. „Þetta er skammarlegt, Gummi fór svo sem vel yfir þetta, hann notaði svona harðari orð en ég hef gert undan farið en maður tekur undir allt sem hann sagði,“ sagði Hannes í Morgunútvarpinu. Tími framkvæmda sé kominn Eins og svo margir aðrir er Hannes orðinn þreyttur á endalausum nefndarstörfum og skýrslum. Hann segir að nú sé tími framkvæmda og að eftir tíu daga verði hann að svara FIBA hvort þjóðarhöll sé í bígerð fyrir vorið eða ekki. Hann minnir einnig á að í lok nóvembar á síðasta ári hafi átt að fara fram landsleikur í körfubolta hér á landi, en sá hafi verið færður til Rússlands vegna aðstöðuleysis. Í kjölfarið hafi svo fengist enn ein undanþágan fyrir leik í febrúar, með þeim skilyrðum um að málin varðandi þjóðarhöll færu að skýrast. „Ég fékk það frá ráðherra áður en við skiluðum skýrslu í janúar til FIBA að við gætum sagt að það verði farið í þessa vinnu, í síðasta lagi verði búið að því í vor, þannig að þú getir verið nokkuð öruggur um það. Þannig að við svöruðum FIBA því að ef við fáum undanþágu í febrúar þá getum við verið með svör fyrir ykkur í lok apríl hver staðan er á vinnunni og þá hugsanlega fengið aftur undanþágu í júní,“ sagði Hannes. Hannes segir þó að ekki sé hægt að treysta á undanþágur endalaust og að hann myndi frekar kjósa að stjórnvöld myndu koma hreint fram og segja frá því að ekki verði farið í þessar framkvæmdir á næstunni frekar en að vera í feluleik. „En við fáum þetta ekkert endalaust og það er það sem skiptir svo miklu máli. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki. Þetta er bara orðið þannig að ríkisstjórnin þarf að fara að ákveða þetta. Það er miklu betra þá bara að koma og segja: Heyrðu veistu, við ætlum bara ekki að gera þetta. Það er bara hreinlegra. Við erum orðin pínu þreytt.“
Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum