Félagsmenn Eflingar hafa leitað til VR vegna hópuppsagnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2022 12:03 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að strax of fréttir af hópuppsögn Eflingar hafi tekið að spyrjast út hafi ákvörðun verið tekin um að bjóða öllu starfsfólki sem fékk uppsagnarbréf upp á aðstoð, líka þeim sem eru skráðir félagsmenn Eflingar. Vísir/Egill Fjölmargir sem misstu starfið í hópuppsögn hjá Eflingu hafa leitað til VR eftir aðstoð, líka félagsmenn Eflingar. Formaður VR er bjartsýnn á að verkalýðshreyfingin muni ná að þétta raðirnar fyrir næstu kjarasamningalotu þrátt fyrir allt sem hefur gengið á innan hreyfingarinnar. Tími sé kominn til að bera klæði á vopnin. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stéttarfélagið hafi strax ákveðið að taka á móti öllum þeim sem fengu uppsagnarbréf frá Eflingu, líka þeim sem eru félagsmenn Eflingar. Það sé þeirra grundvallarskylda að sinna réttargæslu fyrir fólk sem lendi í slíku. „Það er nú kannski fyrst og fremst vegna þess að þetta var, og er, sérstök staða þegar starfsfólki er sagt upp hjá sínu eigin stéttarfélagi og verkalýðshreyfingin hefur svo sem ekki sett neinar viðbragðsáætlanir þegar slíkt gerist þannig að við ákváðum að bjóða öllum að koma og sjá til þess að það væru sérfræðingar hérna frá okkur, lögmenn og aðrir sem þurfa koma að svona málum sem væru til taks.“ Fjölmargir hafi leitað til VR vegna hópuppsagnarinnar. „Eftir því sem ég best veit hefur okkar fólki gengið mjög vel að taka á móti starfsfólki Eflingar“ Síðustu mánuði hefur mikið gengið á innan verkalýðshreyfingarinnar og hafa ásakanir og gífuryrði gengið á víxl - opinberlega. Ragnar segist, aðspurður, telja að átökin muni ekki hafa neikvæð áhrif á næstu kjarasamningalotu sem er í haust Það hafi þurft að hreinsa andrúmsloftið. „Það verður stundum að stinga á ákveðin kýli þegar illa gengur í samskiptum og það er best að gera það áður en að það reynir virkilega á samstöðuna. Ég er mjög bjartsýnn á, og það hefur alltaf verið mín helsta von, að hreyfingin geti staðið þétt saman sem ein heild til að ná fram bæði þeim kjarabótum sem við viljum og sömuleiðis líka þeim nauðsynlegu kerfisbreytingum sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi.“ Ragnar segir að hreyfingin hafi hingað til náð að þétta raðirnar á þeim tímum sem þess hefur verið krafist. „Ég er nokkuð bjartsýnn á að við komumst standandi út úr þessu og sameinuð fyrir næstu kjarasamninga“. Þú telur ekki að of mikið hafi verið sagt og of stór orð verið látin falla til að hægt verði að ná saman? „Verkefnið fram undan er mun stærra en persónur og leikendur. Við höfum ákveðnar grundvallarskyldur gagnvart okkar félagsmönnum og samfélaginu og ég held að þó að fólk hafi tekist mjög harkalega á - margt verið sagt og margt verið gert - þá þekki ég engan í verkalýðshreyfingunni sem vill ekki félagsfólkinu sínu vel og brennir ekki fyrir því að ná fram góðum kjarasamningi og kerfisbreytingum sem gagnast samfélaginu, ekki bara núna heldur til framtíðar.“ Ragnar var spurður hvort verkefnið fram undan væri að ná sáttum og þétta raðirnar. „Já, að sjálfsögðu. Fyrst og fremst þurfa stéttarfélögin að klára sínar kröfugerðir og síðan þurfum við bara smá rými til að draga andann og svo þurfum við að setjast niður og horfa á þetta út frá verkefninu og þeim áskorunum sem standa frammi fyrir okkur. Okkur hefur tekist þetta hingað til að þétta raðirnar þegar á þarf að halda og ég er sannfærður um það að okkur takist það með einum eða öðrum hætti að komast sameinuð í gegnum þetta fyrir haustið. Ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn og ég held að málefnalega eigum við margt sameiginlegt.“ Ragnar nefnir húsnæðismálin sérstaklega í þessu samhengi. „Ég veit það í hjarta mínu að verkalýðshreyfingunni muni takast að þétta raðirnar og koma sameinuð að samningaborðinu í haust. Við bara verðum að gera það. Verkefnin eru af þeirri stærðargráðu að það er einfaldlega ekkert annað í boði.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill að uppsagnir verði dregnar til baka: „Þetta kemur öllu verkafólki Íslands við” Trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís segir hópuppsagnir félagsins skaða alla verkalýðshreyfingu landsins og setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður. Félagsmenn Eflingar krefjast félagsfundar til að ræða uppsagnirnar og ætlar stjórnin að verða við því. 20. apríl 2022 21:29 Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. 20. apríl 2022 12:38 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stéttarfélagið hafi strax ákveðið að taka á móti öllum þeim sem fengu uppsagnarbréf frá Eflingu, líka þeim sem eru félagsmenn Eflingar. Það sé þeirra grundvallarskylda að sinna réttargæslu fyrir fólk sem lendi í slíku. „Það er nú kannski fyrst og fremst vegna þess að þetta var, og er, sérstök staða þegar starfsfólki er sagt upp hjá sínu eigin stéttarfélagi og verkalýðshreyfingin hefur svo sem ekki sett neinar viðbragðsáætlanir þegar slíkt gerist þannig að við ákváðum að bjóða öllum að koma og sjá til þess að það væru sérfræðingar hérna frá okkur, lögmenn og aðrir sem þurfa koma að svona málum sem væru til taks.“ Fjölmargir hafi leitað til VR vegna hópuppsagnarinnar. „Eftir því sem ég best veit hefur okkar fólki gengið mjög vel að taka á móti starfsfólki Eflingar“ Síðustu mánuði hefur mikið gengið á innan verkalýðshreyfingarinnar og hafa ásakanir og gífuryrði gengið á víxl - opinberlega. Ragnar segist, aðspurður, telja að átökin muni ekki hafa neikvæð áhrif á næstu kjarasamningalotu sem er í haust Það hafi þurft að hreinsa andrúmsloftið. „Það verður stundum að stinga á ákveðin kýli þegar illa gengur í samskiptum og það er best að gera það áður en að það reynir virkilega á samstöðuna. Ég er mjög bjartsýnn á, og það hefur alltaf verið mín helsta von, að hreyfingin geti staðið þétt saman sem ein heild til að ná fram bæði þeim kjarabótum sem við viljum og sömuleiðis líka þeim nauðsynlegu kerfisbreytingum sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi.“ Ragnar segir að hreyfingin hafi hingað til náð að þétta raðirnar á þeim tímum sem þess hefur verið krafist. „Ég er nokkuð bjartsýnn á að við komumst standandi út úr þessu og sameinuð fyrir næstu kjarasamninga“. Þú telur ekki að of mikið hafi verið sagt og of stór orð verið látin falla til að hægt verði að ná saman? „Verkefnið fram undan er mun stærra en persónur og leikendur. Við höfum ákveðnar grundvallarskyldur gagnvart okkar félagsmönnum og samfélaginu og ég held að þó að fólk hafi tekist mjög harkalega á - margt verið sagt og margt verið gert - þá þekki ég engan í verkalýðshreyfingunni sem vill ekki félagsfólkinu sínu vel og brennir ekki fyrir því að ná fram góðum kjarasamningi og kerfisbreytingum sem gagnast samfélaginu, ekki bara núna heldur til framtíðar.“ Ragnar var spurður hvort verkefnið fram undan væri að ná sáttum og þétta raðirnar. „Já, að sjálfsögðu. Fyrst og fremst þurfa stéttarfélögin að klára sínar kröfugerðir og síðan þurfum við bara smá rými til að draga andann og svo þurfum við að setjast niður og horfa á þetta út frá verkefninu og þeim áskorunum sem standa frammi fyrir okkur. Okkur hefur tekist þetta hingað til að þétta raðirnar þegar á þarf að halda og ég er sannfærður um það að okkur takist það með einum eða öðrum hætti að komast sameinuð í gegnum þetta fyrir haustið. Ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn og ég held að málefnalega eigum við margt sameiginlegt.“ Ragnar nefnir húsnæðismálin sérstaklega í þessu samhengi. „Ég veit það í hjarta mínu að verkalýðshreyfingunni muni takast að þétta raðirnar og koma sameinuð að samningaborðinu í haust. Við bara verðum að gera það. Verkefnin eru af þeirri stærðargráðu að það er einfaldlega ekkert annað í boði.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill að uppsagnir verði dregnar til baka: „Þetta kemur öllu verkafólki Íslands við” Trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís segir hópuppsagnir félagsins skaða alla verkalýðshreyfingu landsins og setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður. Félagsmenn Eflingar krefjast félagsfundar til að ræða uppsagnirnar og ætlar stjórnin að verða við því. 20. apríl 2022 21:29 Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. 20. apríl 2022 12:38 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Vill að uppsagnir verði dregnar til baka: „Þetta kemur öllu verkafólki Íslands við” Trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís segir hópuppsagnir félagsins skaða alla verkalýðshreyfingu landsins og setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður. Félagsmenn Eflingar krefjast félagsfundar til að ræða uppsagnirnar og ætlar stjórnin að verða við því. 20. apríl 2022 21:29
Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. 20. apríl 2022 12:38
Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58