„Það er skelfilegt að sjá þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2022 10:45 Rútan yfirgefna sem Pétur telur að hafi verið notuð fyrir matarsölu þegar þúsundir streymdu á svæðið til að skoða eldgosið. Pétur Hans Pétursson Útivistarunnanda blöskraði aðkoman á bílastæði í Leirdal sunnan við Fagradalsfjall þegar hann hugðist ganga Langahrygg ásamt eiginkonu sinni. Erlendum ferðamönnum á svæðinu var ekki skemmt enda áttu þeir ekki von á slíku ástandi í landi með náttúruna sem flaggskip. Þrettán mánuðir rúmir eru liðnir síðan eldgos hófst í Geldingadal. Hundruð þúsund skoðuðu eldgosið meðan það stóð yfir og enn streymir fólk að til að ganga á hrauninu. Ganga á Langahrygg nýtur mikilla vinsælda þessa stundina. Það er einmitt bílastæðið austast á veginum frá Grindavík þar sem styst er að komast á Langahrygg. Þangað mætti Pétur Hans Pétursson með eiginkonu sinni á sunnudaginn. „Mér fannst þetta alveg ömurlegt,“ segir Pétur sem kann best við sig á tveimur jafnfljótum í náttúrunni. Hann hefur heimsótt eldgosasvæðið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar var allt lengi vel til sóma. En ekki lengur. Ferðalangur virðir fyrir sér yfirgefna sendibílinn.Pétur Hans Pétursson „Þarna var gamall sendibíll sem er hálfsokkinn því hann hefur verið þarna svo lengi. Í honum er ferðaklósett í viðbjóði. Þarna er líka rúta sem hefur verið notuð sem matarvagn. Einhver hefur rifið hana í sig. Þetta er bara svo sóðalegt,“ segir Pétur. Plasttunnur hafi verið á hliðinni, allt í skít og drullu að sögn Péturs. Það kostar þúsund krónur að leggja bíl sínum á bílastæðinu og rukka landeigendur bílaeigendur með smáforritinu PARKA. Pétur segir sjálfsagt að greiða fyrir bílastæði en þá þurfi að vera einhver lágmarksþjónusta. Salerni og að svæðinu sé haldið sómasamlegu. Þýskir ferðamenn sem gáfu sig á tal við Pétur veltu fyrir sér hvar gera ætti þarfir sínar. Notaður klósettpappír í hlíðunum var vísbending um svarið. „Ég sagði þeim því miður að það væri bara móinn.“ Sendibíllinn með ferðaklósettinu.Pétur Hans Pétursson Pétur segir bílastæðið það vinsælasta í augnablikinu. Þrjátíu til fjörutíu bílar hafi verið á svæðinu auk lítillar rútu. „Fólk keyrir í fjörutíu mínútur að svæðinu og gengur svo í einn til tvo tíma. Það verður að vera salernisaðstaða.“ Umgengnin og umhirðan er það sem fer mest fyrir brjóstið á Pétri. „Við hjónin vorum rasandi. Við erum ferðafólk og þessi leiðindaumgengni er rosalega döpur. Við viljum sýna hreint land,“ segir Pétur og hugsar til erlendu ferðamannanna og útflutningsverðmætis ferðaþjónustu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er bílastæðið í Leirdal í rekstri landeigenda Ísólfsskála. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Þrettán mánuðir rúmir eru liðnir síðan eldgos hófst í Geldingadal. Hundruð þúsund skoðuðu eldgosið meðan það stóð yfir og enn streymir fólk að til að ganga á hrauninu. Ganga á Langahrygg nýtur mikilla vinsælda þessa stundina. Það er einmitt bílastæðið austast á veginum frá Grindavík þar sem styst er að komast á Langahrygg. Þangað mætti Pétur Hans Pétursson með eiginkonu sinni á sunnudaginn. „Mér fannst þetta alveg ömurlegt,“ segir Pétur sem kann best við sig á tveimur jafnfljótum í náttúrunni. Hann hefur heimsótt eldgosasvæðið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar var allt lengi vel til sóma. En ekki lengur. Ferðalangur virðir fyrir sér yfirgefna sendibílinn.Pétur Hans Pétursson „Þarna var gamall sendibíll sem er hálfsokkinn því hann hefur verið þarna svo lengi. Í honum er ferðaklósett í viðbjóði. Þarna er líka rúta sem hefur verið notuð sem matarvagn. Einhver hefur rifið hana í sig. Þetta er bara svo sóðalegt,“ segir Pétur. Plasttunnur hafi verið á hliðinni, allt í skít og drullu að sögn Péturs. Það kostar þúsund krónur að leggja bíl sínum á bílastæðinu og rukka landeigendur bílaeigendur með smáforritinu PARKA. Pétur segir sjálfsagt að greiða fyrir bílastæði en þá þurfi að vera einhver lágmarksþjónusta. Salerni og að svæðinu sé haldið sómasamlegu. Þýskir ferðamenn sem gáfu sig á tal við Pétur veltu fyrir sér hvar gera ætti þarfir sínar. Notaður klósettpappír í hlíðunum var vísbending um svarið. „Ég sagði þeim því miður að það væri bara móinn.“ Sendibíllinn með ferðaklósettinu.Pétur Hans Pétursson Pétur segir bílastæðið það vinsælasta í augnablikinu. Þrjátíu til fjörutíu bílar hafi verið á svæðinu auk lítillar rútu. „Fólk keyrir í fjörutíu mínútur að svæðinu og gengur svo í einn til tvo tíma. Það verður að vera salernisaðstaða.“ Umgengnin og umhirðan er það sem fer mest fyrir brjóstið á Pétri. „Við hjónin vorum rasandi. Við erum ferðafólk og þessi leiðindaumgengni er rosalega döpur. Við viljum sýna hreint land,“ segir Pétur og hugsar til erlendu ferðamannanna og útflutningsverðmætis ferðaþjónustu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er bílastæðið í Leirdal í rekstri landeigenda Ísólfsskála.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira