„Það er skelfilegt að sjá þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2022 10:45 Rútan yfirgefna sem Pétur telur að hafi verið notuð fyrir matarsölu þegar þúsundir streymdu á svæðið til að skoða eldgosið. Pétur Hans Pétursson Útivistarunnanda blöskraði aðkoman á bílastæði í Leirdal sunnan við Fagradalsfjall þegar hann hugðist ganga Langahrygg ásamt eiginkonu sinni. Erlendum ferðamönnum á svæðinu var ekki skemmt enda áttu þeir ekki von á slíku ástandi í landi með náttúruna sem flaggskip. Þrettán mánuðir rúmir eru liðnir síðan eldgos hófst í Geldingadal. Hundruð þúsund skoðuðu eldgosið meðan það stóð yfir og enn streymir fólk að til að ganga á hrauninu. Ganga á Langahrygg nýtur mikilla vinsælda þessa stundina. Það er einmitt bílastæðið austast á veginum frá Grindavík þar sem styst er að komast á Langahrygg. Þangað mætti Pétur Hans Pétursson með eiginkonu sinni á sunnudaginn. „Mér fannst þetta alveg ömurlegt,“ segir Pétur sem kann best við sig á tveimur jafnfljótum í náttúrunni. Hann hefur heimsótt eldgosasvæðið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar var allt lengi vel til sóma. En ekki lengur. Ferðalangur virðir fyrir sér yfirgefna sendibílinn.Pétur Hans Pétursson „Þarna var gamall sendibíll sem er hálfsokkinn því hann hefur verið þarna svo lengi. Í honum er ferðaklósett í viðbjóði. Þarna er líka rúta sem hefur verið notuð sem matarvagn. Einhver hefur rifið hana í sig. Þetta er bara svo sóðalegt,“ segir Pétur. Plasttunnur hafi verið á hliðinni, allt í skít og drullu að sögn Péturs. Það kostar þúsund krónur að leggja bíl sínum á bílastæðinu og rukka landeigendur bílaeigendur með smáforritinu PARKA. Pétur segir sjálfsagt að greiða fyrir bílastæði en þá þurfi að vera einhver lágmarksþjónusta. Salerni og að svæðinu sé haldið sómasamlegu. Þýskir ferðamenn sem gáfu sig á tal við Pétur veltu fyrir sér hvar gera ætti þarfir sínar. Notaður klósettpappír í hlíðunum var vísbending um svarið. „Ég sagði þeim því miður að það væri bara móinn.“ Sendibíllinn með ferðaklósettinu.Pétur Hans Pétursson Pétur segir bílastæðið það vinsælasta í augnablikinu. Þrjátíu til fjörutíu bílar hafi verið á svæðinu auk lítillar rútu. „Fólk keyrir í fjörutíu mínútur að svæðinu og gengur svo í einn til tvo tíma. Það verður að vera salernisaðstaða.“ Umgengnin og umhirðan er það sem fer mest fyrir brjóstið á Pétri. „Við hjónin vorum rasandi. Við erum ferðafólk og þessi leiðindaumgengni er rosalega döpur. Við viljum sýna hreint land,“ segir Pétur og hugsar til erlendu ferðamannanna og útflutningsverðmætis ferðaþjónustu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er bílastæðið í Leirdal í rekstri landeigenda Ísólfsskála. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Þrettán mánuðir rúmir eru liðnir síðan eldgos hófst í Geldingadal. Hundruð þúsund skoðuðu eldgosið meðan það stóð yfir og enn streymir fólk að til að ganga á hrauninu. Ganga á Langahrygg nýtur mikilla vinsælda þessa stundina. Það er einmitt bílastæðið austast á veginum frá Grindavík þar sem styst er að komast á Langahrygg. Þangað mætti Pétur Hans Pétursson með eiginkonu sinni á sunnudaginn. „Mér fannst þetta alveg ömurlegt,“ segir Pétur sem kann best við sig á tveimur jafnfljótum í náttúrunni. Hann hefur heimsótt eldgosasvæðið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar var allt lengi vel til sóma. En ekki lengur. Ferðalangur virðir fyrir sér yfirgefna sendibílinn.Pétur Hans Pétursson „Þarna var gamall sendibíll sem er hálfsokkinn því hann hefur verið þarna svo lengi. Í honum er ferðaklósett í viðbjóði. Þarna er líka rúta sem hefur verið notuð sem matarvagn. Einhver hefur rifið hana í sig. Þetta er bara svo sóðalegt,“ segir Pétur. Plasttunnur hafi verið á hliðinni, allt í skít og drullu að sögn Péturs. Það kostar þúsund krónur að leggja bíl sínum á bílastæðinu og rukka landeigendur bílaeigendur með smáforritinu PARKA. Pétur segir sjálfsagt að greiða fyrir bílastæði en þá þurfi að vera einhver lágmarksþjónusta. Salerni og að svæðinu sé haldið sómasamlegu. Þýskir ferðamenn sem gáfu sig á tal við Pétur veltu fyrir sér hvar gera ætti þarfir sínar. Notaður klósettpappír í hlíðunum var vísbending um svarið. „Ég sagði þeim því miður að það væri bara móinn.“ Sendibíllinn með ferðaklósettinu.Pétur Hans Pétursson Pétur segir bílastæðið það vinsælasta í augnablikinu. Þrjátíu til fjörutíu bílar hafi verið á svæðinu auk lítillar rútu. „Fólk keyrir í fjörutíu mínútur að svæðinu og gengur svo í einn til tvo tíma. Það verður að vera salernisaðstaða.“ Umgengnin og umhirðan er það sem fer mest fyrir brjóstið á Pétri. „Við hjónin vorum rasandi. Við erum ferðafólk og þessi leiðindaumgengni er rosalega döpur. Við viljum sýna hreint land,“ segir Pétur og hugsar til erlendu ferðamannanna og útflutningsverðmætis ferðaþjónustu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er bílastæðið í Leirdal í rekstri landeigenda Ísólfsskála.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira