Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2022 22:25 Ásbjörn Friðriksson sækir að marki Selfyssinga. Vísir/Hulda Margrét FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. Það var nokkuð ljóst frá fyrstu mínútu leiksins að annað liðið mætti rétt stillt til leiks á meðan hitt var með spennustigið of hátt. FH-ingar skoruðu úr fyrstu fimm sóknunum sínum á meðan Selfyssingar áttu eitt skot og það fór í hávörnina. Heimamenn vöknuðu aðeins til lífsins eftir að Halldór Jóhann tók leikhlé eftir fimm mínútna leik, en féllu svo jafn hratt aftur í sama farið. FH-ingar héldu áfram að þjarma að heimamönnum og Halldór Jóhann neyddist til að taka annað leikhlé þegar aðeins 15 mínútur voru liðnar af leiknum og staðan orðin 12-4, gestunum í vil. Aftur vöknuðu heimamenn í smá stund, en gestirnir voru fljótir að slökkva þann eld. Selfyssingar töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum og gestirnir þökkuðu pent fyrir sig og skoruðu auðveld mörk. FH-ingar náðu svo fyrst tíu marka forskoti þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum og þeir héldu því forskoti þangað til gengið var til búningsherbergja í stöðunni 19-9. Svipaða sögu er að segja af stórum hluta af síðari hálfleik. Gestirnir héldu forskoti sínu lengi vel og virtust ætla að sigla heim afar öruggum sigri. Heimamenn vöknuðu þó aðeins til lífsins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og fóru sjálfir að fá auðveld mörk. Selfyssingar söxuðu hægt og rólega á forystu gestanna og minnkuðu muninn mest niður í fimm mörk. Þeir fengu svo tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar tæpar fimm mínútur voru eftir, en það hefði mögulega hleypt smá spennu í leikinn. Það hins vegar gekk ekki eftir og FH-ingar unnu að lokum öruggan fimm marka sigur, 27-22. Af hverju vann FH? FH-ingar mættu rétt stilltir til leiks á meðan spennustig Selfyssinga var allt of hátt. Gestirnir frá Hafnarfirði spiluðu góða og agaða vörn sem skilaði þeim auðveldu mörkum úr hraðaupphlaupum, og það bjó til þetta mikla forskot sem þeir höfðu í fyrri hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Einar Örn Sindrason var virkilega öflugur í liði FH-inga og þá sérstaklega í upphafi leiks. Hann skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum liðsins og stýrði sóknarleik liðsins vel. Hann endaði með sjö mörk og var heilt yfir besti maður vallarins. Hvað gekk illa? Selfyssingum gekk vægast sagt illa í grunnatriðum handboltans. Liðið tapaði ótrúlega mörgum boltum og þá gekk þeim einnig illa að hitta á markið þegar þeir loksins komu sér í færi. Hvað gerist næst? Liðin mætast í oddaleik um sæti í undanúrslitum í Kaplakrika næstkomandi fimmtudag klukkan 19:30. Einar Örn: Þetta var bara geggjað Einar Örn Sindrason var besti maður vallarins í kvöld.Vísir/Vilhelm Einar Örn Sindrason, leikmaður FH, var að öllum líkindum besti maður vallarins í kvöld. Hann skoraði sjö mörk og stýrði sóknarleik FH-inga eins og herforingi. „Mér líður bara hrikalega vel eftir þennan. Við stóðum þéttan varnarleik allan leikinn og keyrðum eins og við gátum á þá. Við vorum að sjálfsögðu með bakið upp við vegg þannig að þetta var hrikalega ánægjulegt. Og að fá stúkuna með hérna, þetta var bara geggjað.“ Eins og fram hefur komið voru FH-ingar með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og mótspyrna Selfyssinga lítil sem engin. Einar segir að eftir tapið í Kaplakrika hafi liðið farið í ákveðna sjálfskoðun og lagt mikið á sig til að láta það ekki koma fyrir aftur. „Við þurftum bara að fara í djúpa vinnu og við lögðum okkur vel fram fyrir leik. Við vorum með gott leikplan og ákváðum að fara yfir alla þá hluti sem fóru úrskeiðis í síðasta leik. Við komum svo bara með það með okkur í kvöld og það skilaði sér í hraðaupphlaupum og góðri vörn.“ Einar og félagar taka nú á móti Selfyssingum í oddaleik í Kaplakrika næstkomandi fimmtudag og hann býst við því að Hafnfirðingar fylli stúkuna. „Ég vil bara sjá troðfulla höll og allir að syngja og tralla. Það er bara þannig,“ sagði Einar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss FH
FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. Það var nokkuð ljóst frá fyrstu mínútu leiksins að annað liðið mætti rétt stillt til leiks á meðan hitt var með spennustigið of hátt. FH-ingar skoruðu úr fyrstu fimm sóknunum sínum á meðan Selfyssingar áttu eitt skot og það fór í hávörnina. Heimamenn vöknuðu aðeins til lífsins eftir að Halldór Jóhann tók leikhlé eftir fimm mínútna leik, en féllu svo jafn hratt aftur í sama farið. FH-ingar héldu áfram að þjarma að heimamönnum og Halldór Jóhann neyddist til að taka annað leikhlé þegar aðeins 15 mínútur voru liðnar af leiknum og staðan orðin 12-4, gestunum í vil. Aftur vöknuðu heimamenn í smá stund, en gestirnir voru fljótir að slökkva þann eld. Selfyssingar töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum og gestirnir þökkuðu pent fyrir sig og skoruðu auðveld mörk. FH-ingar náðu svo fyrst tíu marka forskoti þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum og þeir héldu því forskoti þangað til gengið var til búningsherbergja í stöðunni 19-9. Svipaða sögu er að segja af stórum hluta af síðari hálfleik. Gestirnir héldu forskoti sínu lengi vel og virtust ætla að sigla heim afar öruggum sigri. Heimamenn vöknuðu þó aðeins til lífsins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og fóru sjálfir að fá auðveld mörk. Selfyssingar söxuðu hægt og rólega á forystu gestanna og minnkuðu muninn mest niður í fimm mörk. Þeir fengu svo tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar tæpar fimm mínútur voru eftir, en það hefði mögulega hleypt smá spennu í leikinn. Það hins vegar gekk ekki eftir og FH-ingar unnu að lokum öruggan fimm marka sigur, 27-22. Af hverju vann FH? FH-ingar mættu rétt stilltir til leiks á meðan spennustig Selfyssinga var allt of hátt. Gestirnir frá Hafnarfirði spiluðu góða og agaða vörn sem skilaði þeim auðveldu mörkum úr hraðaupphlaupum, og það bjó til þetta mikla forskot sem þeir höfðu í fyrri hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Einar Örn Sindrason var virkilega öflugur í liði FH-inga og þá sérstaklega í upphafi leiks. Hann skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum liðsins og stýrði sóknarleik liðsins vel. Hann endaði með sjö mörk og var heilt yfir besti maður vallarins. Hvað gekk illa? Selfyssingum gekk vægast sagt illa í grunnatriðum handboltans. Liðið tapaði ótrúlega mörgum boltum og þá gekk þeim einnig illa að hitta á markið þegar þeir loksins komu sér í færi. Hvað gerist næst? Liðin mætast í oddaleik um sæti í undanúrslitum í Kaplakrika næstkomandi fimmtudag klukkan 19:30. Einar Örn: Þetta var bara geggjað Einar Örn Sindrason var besti maður vallarins í kvöld.Vísir/Vilhelm Einar Örn Sindrason, leikmaður FH, var að öllum líkindum besti maður vallarins í kvöld. Hann skoraði sjö mörk og stýrði sóknarleik FH-inga eins og herforingi. „Mér líður bara hrikalega vel eftir þennan. Við stóðum þéttan varnarleik allan leikinn og keyrðum eins og við gátum á þá. Við vorum að sjálfsögðu með bakið upp við vegg þannig að þetta var hrikalega ánægjulegt. Og að fá stúkuna með hérna, þetta var bara geggjað.“ Eins og fram hefur komið voru FH-ingar með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og mótspyrna Selfyssinga lítil sem engin. Einar segir að eftir tapið í Kaplakrika hafi liðið farið í ákveðna sjálfskoðun og lagt mikið á sig til að láta það ekki koma fyrir aftur. „Við þurftum bara að fara í djúpa vinnu og við lögðum okkur vel fram fyrir leik. Við vorum með gott leikplan og ákváðum að fara yfir alla þá hluti sem fóru úrskeiðis í síðasta leik. Við komum svo bara með það með okkur í kvöld og það skilaði sér í hraðaupphlaupum og góðri vörn.“ Einar og félagar taka nú á móti Selfyssingum í oddaleik í Kaplakrika næstkomandi fimmtudag og hann býst við því að Hafnfirðingar fylli stúkuna. „Ég vil bara sjá troðfulla höll og allir að syngja og tralla. Það er bara þannig,“ sagði Einar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti