Körfuboltakonan sem var skotin tíu sinnum í partíi ætlar að spila næsta vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 11:30 Aaliyah Gayles í myndatöku á vegum USC skólans fyrir skotárásina afdrifaríku. Instagram/uscwbb Körfuboltakonan Aaliyah Gayles ætlar ekki að láta það stoppa sig að hafa orðið fyrir tíu byssuskotum fyrr í þessum mánuði því hún hefur samþykkt að spila með USC-skólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum á næsta tímabili. USC, eða University of Southern California, tilkynnti það í gær að Gayles hafði ákveðið að spila með skólanum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by USC Women's Basketball (WBB) (@uscwbb) Gayles hefur verið eftirsóttur leikmaður í nokkurn tíma en allt hefði getað endað á hryllilegan hátt þegar hún varð fyrir kúlnahríð í partíi í Las Vegas 16. apríl síðastliðinn. Gayles var ein af fjórum í teitinu sem urðu fyrir skotum en öll lifðu þau það af. Gayles þurfti að gangast undir þrjár skurðaðgerðir á höndum og fótum vegna skotsáranna. Gayles spilaði vel með gagnfræðiskólaliði Spring Valley í Las Vegas og var valin í McDonald's All American úrvalsliðið í vetur. Hún spilaði í Jordan Brand Classic leiknum í Chicago 15. apríl eða daginn áður en hún varð fyrir skotunum. Hún er 175 sm leikstjórnandi sem var með 13,8 stig, 4,9 fráköst, 3,5 stolna bolta og 3,3 stoðsendingar í leik á lokaári sínu. Áhyggjuefnið er auðvitað hvernig hún kemur út úr þessum meiðslum. Í viðtali við Fox5 sjónvarpsstöðina í Las Vegas sagðist hún vera komin með tilfinningu í höndunum en ekki í fótunum. Það gæti því farið svo að það taki hana meira en þetta sumar að ná sér góðri af meiðslum sínum en endurkoma hennar mun eflaust fá mikla fjölmiðlaathygli í Bandaríkjunum eftir þessar ótrúlegu kringumstæður sem hún lenti í. View this post on Instagram A post shared by 3 (@ag3ree) <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wMbwYiJBwws">watch on YouTube</a> Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
USC, eða University of Southern California, tilkynnti það í gær að Gayles hafði ákveðið að spila með skólanum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by USC Women's Basketball (WBB) (@uscwbb) Gayles hefur verið eftirsóttur leikmaður í nokkurn tíma en allt hefði getað endað á hryllilegan hátt þegar hún varð fyrir kúlnahríð í partíi í Las Vegas 16. apríl síðastliðinn. Gayles var ein af fjórum í teitinu sem urðu fyrir skotum en öll lifðu þau það af. Gayles þurfti að gangast undir þrjár skurðaðgerðir á höndum og fótum vegna skotsáranna. Gayles spilaði vel með gagnfræðiskólaliði Spring Valley í Las Vegas og var valin í McDonald's All American úrvalsliðið í vetur. Hún spilaði í Jordan Brand Classic leiknum í Chicago 15. apríl eða daginn áður en hún varð fyrir skotunum. Hún er 175 sm leikstjórnandi sem var með 13,8 stig, 4,9 fráköst, 3,5 stolna bolta og 3,3 stoðsendingar í leik á lokaári sínu. Áhyggjuefnið er auðvitað hvernig hún kemur út úr þessum meiðslum. Í viðtali við Fox5 sjónvarpsstöðina í Las Vegas sagðist hún vera komin með tilfinningu í höndunum en ekki í fótunum. Það gæti því farið svo að það taki hana meira en þetta sumar að ná sér góðri af meiðslum sínum en endurkoma hennar mun eflaust fá mikla fjölmiðlaathygli í Bandaríkjunum eftir þessar ótrúlegu kringumstæður sem hún lenti í. View this post on Instagram A post shared by 3 (@ag3ree) <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wMbwYiJBwws">watch on YouTube</a>
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira