Körfuboltakonan sem var skotin tíu sinnum í partíi ætlar að spila næsta vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 11:30 Aaliyah Gayles í myndatöku á vegum USC skólans fyrir skotárásina afdrifaríku. Instagram/uscwbb Körfuboltakonan Aaliyah Gayles ætlar ekki að láta það stoppa sig að hafa orðið fyrir tíu byssuskotum fyrr í þessum mánuði því hún hefur samþykkt að spila með USC-skólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum á næsta tímabili. USC, eða University of Southern California, tilkynnti það í gær að Gayles hafði ákveðið að spila með skólanum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by USC Women's Basketball (WBB) (@uscwbb) Gayles hefur verið eftirsóttur leikmaður í nokkurn tíma en allt hefði getað endað á hryllilegan hátt þegar hún varð fyrir kúlnahríð í partíi í Las Vegas 16. apríl síðastliðinn. Gayles var ein af fjórum í teitinu sem urðu fyrir skotum en öll lifðu þau það af. Gayles þurfti að gangast undir þrjár skurðaðgerðir á höndum og fótum vegna skotsáranna. Gayles spilaði vel með gagnfræðiskólaliði Spring Valley í Las Vegas og var valin í McDonald's All American úrvalsliðið í vetur. Hún spilaði í Jordan Brand Classic leiknum í Chicago 15. apríl eða daginn áður en hún varð fyrir skotunum. Hún er 175 sm leikstjórnandi sem var með 13,8 stig, 4,9 fráköst, 3,5 stolna bolta og 3,3 stoðsendingar í leik á lokaári sínu. Áhyggjuefnið er auðvitað hvernig hún kemur út úr þessum meiðslum. Í viðtali við Fox5 sjónvarpsstöðina í Las Vegas sagðist hún vera komin með tilfinningu í höndunum en ekki í fótunum. Það gæti því farið svo að það taki hana meira en þetta sumar að ná sér góðri af meiðslum sínum en endurkoma hennar mun eflaust fá mikla fjölmiðlaathygli í Bandaríkjunum eftir þessar ótrúlegu kringumstæður sem hún lenti í. View this post on Instagram A post shared by 3 (@ag3ree) <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wMbwYiJBwws">watch on YouTube</a> Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
USC, eða University of Southern California, tilkynnti það í gær að Gayles hafði ákveðið að spila með skólanum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by USC Women's Basketball (WBB) (@uscwbb) Gayles hefur verið eftirsóttur leikmaður í nokkurn tíma en allt hefði getað endað á hryllilegan hátt þegar hún varð fyrir kúlnahríð í partíi í Las Vegas 16. apríl síðastliðinn. Gayles var ein af fjórum í teitinu sem urðu fyrir skotum en öll lifðu þau það af. Gayles þurfti að gangast undir þrjár skurðaðgerðir á höndum og fótum vegna skotsáranna. Gayles spilaði vel með gagnfræðiskólaliði Spring Valley í Las Vegas og var valin í McDonald's All American úrvalsliðið í vetur. Hún spilaði í Jordan Brand Classic leiknum í Chicago 15. apríl eða daginn áður en hún varð fyrir skotunum. Hún er 175 sm leikstjórnandi sem var með 13,8 stig, 4,9 fráköst, 3,5 stolna bolta og 3,3 stoðsendingar í leik á lokaári sínu. Áhyggjuefnið er auðvitað hvernig hún kemur út úr þessum meiðslum. Í viðtali við Fox5 sjónvarpsstöðina í Las Vegas sagðist hún vera komin með tilfinningu í höndunum en ekki í fótunum. Það gæti því farið svo að það taki hana meira en þetta sumar að ná sér góðri af meiðslum sínum en endurkoma hennar mun eflaust fá mikla fjölmiðlaathygli í Bandaríkjunum eftir þessar ótrúlegu kringumstæður sem hún lenti í. View this post on Instagram A post shared by 3 (@ag3ree) <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wMbwYiJBwws">watch on YouTube</a>
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira