Þórir missir besta leikmann síðasta heimsmeistaramóts í barneignarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 11:01 Kari Brattset Dale í leik með norska landsliðinu. Getty/Dean Mouhtaropoulos Norska handboltakonan Kari Brattset Dale spilar ekki næstu mánuðina og missir því af titilvörn norska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í nóvember. Brattset Dale er ófrísk og hefur einnig hætt að spila með ungverska félaginu Györ á þessari leiktíð. Håndballjentenes linjespiller Kari Brattset Dale er gravid. Terminen er i november.https://t.co/jlxvmjDvos— Norges Håndballforbund (@NORhandball) April 25, 2022 Kari og eiginmaðurinn Kristian eiga vona á sínu fyrsta barni í nóvember næstkomandi. „Við erum mjög ánægð því við eigum von á einhverju mjög stóru,“ sagði Kari Brattset Dale við TV2 í Noregi. Þetta er vissulega mikið áfall fyrir landsliðsþjálfarann Þóri Hergeirsson enda er Brattset Dale lykilmaður í liðinu og þá sérstaklega í varnarleiknum. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Það finna hins vegar öll lið fyrir því að missa einn besta línumann og varnarmann í heimi,“ sagði Þórir. Celebrating #IWD2022 with who else but the MVP of #Spain2021: Kari Brattset Dale Check out the feature on the current world and European champion, and nominee for 2021 World Player of the Year https://t.co/RExpwXj7bV#BreaktheBias pic.twitter.com/o6OKwVEt9t— International Handball Federation (@ihf_info) March 8, 2022 Kari er 31 árs gömul en hún ætlar að snúa til baka eftir barneignarfríið. Hún er með samning við ungverska félagið til 2024 og stefnir á að vera með á Ólympíuleikunum í París það sumar. „Við verðum síðan bara að sjá til hvað gerist eftir 2024. Mér líður mjög vel í Ungverjalandi,“ sagði Brattset Dale. Kari Brattset Dale hefur spikað 102 landsleiki og skorað í þeim 274 mörk. Hún var í risastóru hlutverki þegar norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar 2020 og heimsmeistarar 2021. Hún var valin besti leikmaður heimsmeistaramótsins i desember síðastliðnum. Stine Oftedal & Kari Brattset Dale what a dynamic duo these two make! #Spain2021 #bestofhandball @NORhandball pic.twitter.com/WQDKrTeKRe— International Handball Federation (@ihf_info) February 5, 2022 EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Brattset Dale er ófrísk og hefur einnig hætt að spila með ungverska félaginu Györ á þessari leiktíð. Håndballjentenes linjespiller Kari Brattset Dale er gravid. Terminen er i november.https://t.co/jlxvmjDvos— Norges Håndballforbund (@NORhandball) April 25, 2022 Kari og eiginmaðurinn Kristian eiga vona á sínu fyrsta barni í nóvember næstkomandi. „Við erum mjög ánægð því við eigum von á einhverju mjög stóru,“ sagði Kari Brattset Dale við TV2 í Noregi. Þetta er vissulega mikið áfall fyrir landsliðsþjálfarann Þóri Hergeirsson enda er Brattset Dale lykilmaður í liðinu og þá sérstaklega í varnarleiknum. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Það finna hins vegar öll lið fyrir því að missa einn besta línumann og varnarmann í heimi,“ sagði Þórir. Celebrating #IWD2022 with who else but the MVP of #Spain2021: Kari Brattset Dale Check out the feature on the current world and European champion, and nominee for 2021 World Player of the Year https://t.co/RExpwXj7bV#BreaktheBias pic.twitter.com/o6OKwVEt9t— International Handball Federation (@ihf_info) March 8, 2022 Kari er 31 árs gömul en hún ætlar að snúa til baka eftir barneignarfríið. Hún er með samning við ungverska félagið til 2024 og stefnir á að vera með á Ólympíuleikunum í París það sumar. „Við verðum síðan bara að sjá til hvað gerist eftir 2024. Mér líður mjög vel í Ungverjalandi,“ sagði Brattset Dale. Kari Brattset Dale hefur spikað 102 landsleiki og skorað í þeim 274 mörk. Hún var í risastóru hlutverki þegar norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar 2020 og heimsmeistarar 2021. Hún var valin besti leikmaður heimsmeistaramótsins i desember síðastliðnum. Stine Oftedal & Kari Brattset Dale what a dynamic duo these two make! #Spain2021 #bestofhandball @NORhandball pic.twitter.com/WQDKrTeKRe— International Handball Federation (@ihf_info) February 5, 2022
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða