Telur ólíklegt að Íslandsbankamálið sprengi stjórnarsamstarfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2022 20:30 Það hefur blásið á ríkisstjórnina að undanförnu, líkt og á Bessastöðum á síðasta ári, þegar hún tók formlega við. Vísir/Vilhelm Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Íslandsbankamálið svokallaða verði til þess að sprengja stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Þetta kom fram í máli Stefaníu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hún var beðin um að leggja mat á stöðuna í stjórnmálunum eftir þá orrahríð sem ríkisstjórnin hefur mátt þola að undanförnu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Rætt var við Stefanía um grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem umfjöllunarefnið var möguleg stjórnarslit og myndun minnihlutaríkisstjórnar VG og Framsóknar með stuðningi Samfylkingar og Pírata. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það afskaplega ólíklegt að það gerist, nema það komi upp úr dúrnum að það sé svo mikill pottur brotinn í þessu bankasölumáli.“ Sem rekja þá má til fjármálaráðherra? „Já, en þá myndi maður segja að næsti leikur, það er að segja ef sú staða kæmi upp, að það kæmi í ljós eftir athugun Fjármálaeftirlits og ríkisendurskoðenda, að mikið athugavert hafi verið að finna í þessari bankasölu, þá myndi auðvitað hitna undir fjármálaráðherranum sem mögulega gæti orðið til þess að hann yrði að víkja. Það væri líklegri niðurstaða en að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hyrfi úr stjórn vegna þess að hann væri hreinlega rekinn úr VG eins og lagt er upp í þessari grein þarna.“ Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsKRISTINN INGVARSSON. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í hádeginu í dag að fullt traust væri á milli ráðherra í ríkisstjórn. Stefanía segir ekki útlit fyrir annað en að það sé rétt. „Eins og málin standa í dag, þannig eins og stormur í vatnsglasi og ekkert annað en að sjá að það ríki fullt traust á milli forystumanna þessara þriggja flokka sem hafa starfað saman núna á fimmta ár í ríkisstjórn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Þetta kom fram í máli Stefaníu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hún var beðin um að leggja mat á stöðuna í stjórnmálunum eftir þá orrahríð sem ríkisstjórnin hefur mátt þola að undanförnu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Rætt var við Stefanía um grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem umfjöllunarefnið var möguleg stjórnarslit og myndun minnihlutaríkisstjórnar VG og Framsóknar með stuðningi Samfylkingar og Pírata. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það afskaplega ólíklegt að það gerist, nema það komi upp úr dúrnum að það sé svo mikill pottur brotinn í þessu bankasölumáli.“ Sem rekja þá má til fjármálaráðherra? „Já, en þá myndi maður segja að næsti leikur, það er að segja ef sú staða kæmi upp, að það kæmi í ljós eftir athugun Fjármálaeftirlits og ríkisendurskoðenda, að mikið athugavert hafi verið að finna í þessari bankasölu, þá myndi auðvitað hitna undir fjármálaráðherranum sem mögulega gæti orðið til þess að hann yrði að víkja. Það væri líklegri niðurstaða en að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hyrfi úr stjórn vegna þess að hann væri hreinlega rekinn úr VG eins og lagt er upp í þessari grein þarna.“ Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsKRISTINN INGVARSSON. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í hádeginu í dag að fullt traust væri á milli ráðherra í ríkisstjórn. Stefanía segir ekki útlit fyrir annað en að það sé rétt. „Eins og málin standa í dag, þannig eins og stormur í vatnsglasi og ekkert annað en að sjá að það ríki fullt traust á milli forystumanna þessara þriggja flokka sem hafa starfað saman núna á fimmta ár í ríkisstjórn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39
Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00
Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36