Klopp: Liverpool hefur lært af Juve og Bayern Atli Arason skrifar 27. apríl 2022 17:46 Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlar ekki að vanmeta Villarreal. Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fullvissar alla að Liverpool er búið að læra af Juventus og Bayern München, að vanmeta spænska liðið Villarreal ekki. Liðin tvö mætast í fyrri viðureign undanúrslita í Meistaradeildinni í kvöld. Liverpool sló Inter og Benfica út á leið sinni í undanúrslitin á meðan Villarreal tók Juventus og Bayern úr leik. „Villarreal hafði smá forskot þar sem það er möguleiki að Juve og Bayern hafi vanmetið þá en ekkert slíkt gerist hjá okkur, við höfum lært það. Þeir vilja fara í úrslitaleikinn en það er jafn mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jurgen Klopp fyrir leikinn í kvöld. Klopp kallar eftir því að stuðningsmenn Liverpool fjölmenni á leikinn á Anfield í kvöld og skapi svipað andrúmsloft og var gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019. „Við þurfum svipað andrúmsloft og frammistöðu. Liðið þarf að sýna sína bestu frammistöðu og ég þarf að sýna mína bestu frammistöðu,“ bætti Klopp við. Villarreal og Liverpool hafa mæst tvisvar áður á stjórnartíð Klopp, það var í undanúrslitum Evrópudeildarinnar árið 2016 þar sem Liverpool hafði betur með samanlögðum 3-1 sigri á fyrsta tímabili Jurgen Klopp með liðið. Af þeim leikmönnum sem spiluðu þann leik fyrir Liverpool er bara James Milner enn þá í leikmannahóp liðsins. Manu Trigueros, Mario Gaspar og Bruno Soriano, leikmenn Villarreal, spiluðu allir leikinn fyrir Villarreal fyrir sex árum og ættu því að þekkja vel þá stemningu sem getur myndast á Evrópukvöldi á Anfield. Liverpool fór áfram í úrslitaleik Evrópudeildarinnar það árið þar sem liðið tapaði fyrir Sevilla, sem var þá stýrt af Unai Emery. Emery er í dag knattspyrnustjóri Villarreal. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Liðin tvö mætast í fyrri viðureign undanúrslita í Meistaradeildinni í kvöld. Liverpool sló Inter og Benfica út á leið sinni í undanúrslitin á meðan Villarreal tók Juventus og Bayern úr leik. „Villarreal hafði smá forskot þar sem það er möguleiki að Juve og Bayern hafi vanmetið þá en ekkert slíkt gerist hjá okkur, við höfum lært það. Þeir vilja fara í úrslitaleikinn en það er jafn mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jurgen Klopp fyrir leikinn í kvöld. Klopp kallar eftir því að stuðningsmenn Liverpool fjölmenni á leikinn á Anfield í kvöld og skapi svipað andrúmsloft og var gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019. „Við þurfum svipað andrúmsloft og frammistöðu. Liðið þarf að sýna sína bestu frammistöðu og ég þarf að sýna mína bestu frammistöðu,“ bætti Klopp við. Villarreal og Liverpool hafa mæst tvisvar áður á stjórnartíð Klopp, það var í undanúrslitum Evrópudeildarinnar árið 2016 þar sem Liverpool hafði betur með samanlögðum 3-1 sigri á fyrsta tímabili Jurgen Klopp með liðið. Af þeim leikmönnum sem spiluðu þann leik fyrir Liverpool er bara James Milner enn þá í leikmannahóp liðsins. Manu Trigueros, Mario Gaspar og Bruno Soriano, leikmenn Villarreal, spiluðu allir leikinn fyrir Villarreal fyrir sex árum og ættu því að þekkja vel þá stemningu sem getur myndast á Evrópukvöldi á Anfield. Liverpool fór áfram í úrslitaleik Evrópudeildarinnar það árið þar sem liðið tapaði fyrir Sevilla, sem var þá stýrt af Unai Emery. Emery er í dag knattspyrnustjóri Villarreal.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira