Söknuðu „Johnny“ og pressuðu á að Jón Dagur slyppi úr frystinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 08:30 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar sigri með félögum sínum í AGF. Getty/Lars Ronbog Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var settur út í kuldann hjá danska félaginu AGF þegar hann vildi ekki skrifa undir nýjan samning. Nú hefur félagið neyðst til að kalla aftur á þennan öfluga Íslending og það var ekki síst fyrir pressu frá liðsfélögum hans. Samningur Jóns Dags og AGF rennur út í sumar og þegar hann vildi ekki framlengja hann beið hans frystikistan. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað með AGF síðan 7. mars og er búinn að missa af fimm deildarleikjum í röð. Jón Dagur hefur samt sem áður æft á fullu og ekki verið að tjá sig um stöðuna í fjölmiðlum. Það eina sem hann hefur gert til að setja smá pressu á stjórn AGF er að birta myndir af sér af golfvellinum og annars staðar á leikdögum til að minna á það að hann sé enn leikmaður félagsins en fái ekki að spila. Samlet AGF-trup krævede Jon Dagur tilbage https://t.co/GWIIZJ9E4g— bold.dk (@bolddk) April 27, 2022 Patrick Mortensen, fyrirliði AGF, ræddi stöðu Jóns Dags og endurkomu hans í viðtali við TV2. Mortensen segir að leikmenn liðsins hafi viljað fá íslenska landsliðsmanninn inn í liðið og létu þá skoðun sína í ljós. „Við leikmennirnir höfðum látið okkar skoðun í ljós og að við söknum Johnny og að hann eigi skilið að spila. Við vorum ekki ánægðir með þetta og félagið fékk að vita af því,“ sagði Patrick Mortensen. „Ég veit ekki hvort við höfum haft áhrif á niðurstöðuna því aðeins félagið getur svarað því. Við sögðum bara okkar skoðun,“ sagði Mortensen. „Þegar þú ert með ‚Johnny' á hverjum degi þá er ekki hægt annað en að elska hann. Það var ekkert að þessum færslum hans á samfélagsmiðlum og þetta er bara létt grín. Það eru engin leiðindi þar,“ sagði Mortensen. Jón Dagur kvaddi stuðningsmenn AGF fyrir mánuði síðan en forráðamenn félagsins urðu á endanum að fá hann aftur í liðið.https://t.co/43uhxPnokC— Sportið á Vísi (@VisirSport) April 26, 2022 „Hann er strákur sem elskar að spila fótbolta. Það getur verið mjög erfitt að lenda í þeirri stöðu að fá svona skilaboð frá klúbbnum þegar þú ert að verða samningslaus. Hann er kominn til baka á sínum eigin verðleikum og við höfum stutt hann eins mikið og við höfðum getað,“ sagði Mortensen. „Jón er Jón og hefur tekið mjög fagmannlega á þessu allan tímann. Hann er einbeittur og hefur tekið rétt á þessu og það hafa aldrei verið einhverjar deilur á ferðinni,“ sagði Stig Inge Bjørnebye, íþróttastjóri AGF. AGF mætir OB in Óðinsvéum á sunnudaginn en liðið er sex stigum á undan Velje sem situr í fallsæti. Danski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Samningur Jóns Dags og AGF rennur út í sumar og þegar hann vildi ekki framlengja hann beið hans frystikistan. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað með AGF síðan 7. mars og er búinn að missa af fimm deildarleikjum í röð. Jón Dagur hefur samt sem áður æft á fullu og ekki verið að tjá sig um stöðuna í fjölmiðlum. Það eina sem hann hefur gert til að setja smá pressu á stjórn AGF er að birta myndir af sér af golfvellinum og annars staðar á leikdögum til að minna á það að hann sé enn leikmaður félagsins en fái ekki að spila. Samlet AGF-trup krævede Jon Dagur tilbage https://t.co/GWIIZJ9E4g— bold.dk (@bolddk) April 27, 2022 Patrick Mortensen, fyrirliði AGF, ræddi stöðu Jóns Dags og endurkomu hans í viðtali við TV2. Mortensen segir að leikmenn liðsins hafi viljað fá íslenska landsliðsmanninn inn í liðið og létu þá skoðun sína í ljós. „Við leikmennirnir höfðum látið okkar skoðun í ljós og að við söknum Johnny og að hann eigi skilið að spila. Við vorum ekki ánægðir með þetta og félagið fékk að vita af því,“ sagði Patrick Mortensen. „Ég veit ekki hvort við höfum haft áhrif á niðurstöðuna því aðeins félagið getur svarað því. Við sögðum bara okkar skoðun,“ sagði Mortensen. „Þegar þú ert með ‚Johnny' á hverjum degi þá er ekki hægt annað en að elska hann. Það var ekkert að þessum færslum hans á samfélagsmiðlum og þetta er bara létt grín. Það eru engin leiðindi þar,“ sagði Mortensen. Jón Dagur kvaddi stuðningsmenn AGF fyrir mánuði síðan en forráðamenn félagsins urðu á endanum að fá hann aftur í liðið.https://t.co/43uhxPnokC— Sportið á Vísi (@VisirSport) April 26, 2022 „Hann er strákur sem elskar að spila fótbolta. Það getur verið mjög erfitt að lenda í þeirri stöðu að fá svona skilaboð frá klúbbnum þegar þú ert að verða samningslaus. Hann er kominn til baka á sínum eigin verðleikum og við höfum stutt hann eins mikið og við höfðum getað,“ sagði Mortensen. „Jón er Jón og hefur tekið mjög fagmannlega á þessu allan tímann. Hann er einbeittur og hefur tekið rétt á þessu og það hafa aldrei verið einhverjar deilur á ferðinni,“ sagði Stig Inge Bjørnebye, íþróttastjóri AGF. AGF mætir OB in Óðinsvéum á sunnudaginn en liðið er sex stigum á undan Velje sem situr í fallsæti.
Danski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira