Andri: Áttum ekki glansleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2022 20:20 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór sigraði Hauka 30-27 í fyrsta leik liðanna í 6-liða úrslitum Olís deildar kvenna norðan heiða í kvöld. Leikurinn var spennandi allt til loka. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var sáttur með að komast 1-0 yfir í einvíginu en segir þó hafa vantað upp á spilamennskuna. „Þetta var bara hörkuleikur og við undir þegar lítið var eftir en við kláruðum þetta í restina og ég verð að segja eins er að við áttum ekki glansleik en við unnum og það er það sem skiptir máli.” KA/Þór byrjaði vel og komust 5-1 yfir en fengu svo áhlaup seinna í hálfleiknum þar sem Haukar breyta stöðunni úr því að vera 10-8 undir í 8-13 yfir. Hvað gerist á þessum kafla? „Til að byrja með byrjum við á að klúðra fullt af færum, við vorum að fá fín færi, en svo vorum við bara eftir það hikandi í okkar aðgerðum og misstum aðeins taktinn í sókninni. Varnarlega vorum við ekki nógu góðar og Sunna hafði lítið til að vinna úr og þetta voru alltof auðveld mörk sem við vorum að fá á okkur og við vorum bara á hælunum til að segja eins og er og vorum pínu heppnar að vera bara einu marki undir í hálfleik þannig að við vorum bara ekki góðar.” Haukar voru oft að fá opin færi þar sem varnarvinnan var að klikka hjá KA/Þór sem er sjaldsjéð. Hvers vegna var vörnin svona götótt? „Við vorum bara einhvernveginn ekki í takt, við vorum bara með alltof fá fríköst og alltof léleg vinnsla en það tók smá tíma og við fengum rispur inn á milli þar sem við náðum þessu í gang en ég verð bara að segja eins og er að mér fannst þetta ekki góður leikur af okkar hálfu en ég er mjög feginn að sigra.” „Vonandi er þetta bara leikurinn sem við þurftum til að koma okkur aftur í gírinn, eins og ég segi enginn glansleikur en við eigum helling inni.” Hvað þarf liðið að vinna í fyrir næstu viðureign sem fram fer á Ásvöllum á sunnudag? „Fyrst og fremst varnarleikurinn, við þurfum að gera miklu betur og hjálpa okkar markmönnum þannig að við fáum skotin sem við viljum fá og það er það sem við ætlum að horfa fyrst og fremst í.” Rakel Sara Elvarsdóttir fór meidd af velli þar sem hún snéri sig á ökkla. Andri vonar það besta.„Við erum að skoða það, hún snéri sig illa en við setjum hana í bómul núna og hún verður bara klár á sunnudaginn. Hildur Lilja stóð sig frábærlega í hægra horninu og gaman að sjá hennar innkomu.” Hildur Lilja Jónsdóttir kom inn á í stað Rakelar og skoraði 5 mörk úr 7 skotum rétt eins og Rakel hafði gert í leiknum. „Við erum bara með hörkulið, við erum með mikla breidd, meiri breidd en margir halda þannig það kemur bara maður í manns stað og þannig vinnum við þetta í KA/Þór”, sagði Andri eldhress að lokum. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var sáttur með að komast 1-0 yfir í einvíginu en segir þó hafa vantað upp á spilamennskuna. „Þetta var bara hörkuleikur og við undir þegar lítið var eftir en við kláruðum þetta í restina og ég verð að segja eins er að við áttum ekki glansleik en við unnum og það er það sem skiptir máli.” KA/Þór byrjaði vel og komust 5-1 yfir en fengu svo áhlaup seinna í hálfleiknum þar sem Haukar breyta stöðunni úr því að vera 10-8 undir í 8-13 yfir. Hvað gerist á þessum kafla? „Til að byrja með byrjum við á að klúðra fullt af færum, við vorum að fá fín færi, en svo vorum við bara eftir það hikandi í okkar aðgerðum og misstum aðeins taktinn í sókninni. Varnarlega vorum við ekki nógu góðar og Sunna hafði lítið til að vinna úr og þetta voru alltof auðveld mörk sem við vorum að fá á okkur og við vorum bara á hælunum til að segja eins og er og vorum pínu heppnar að vera bara einu marki undir í hálfleik þannig að við vorum bara ekki góðar.” Haukar voru oft að fá opin færi þar sem varnarvinnan var að klikka hjá KA/Þór sem er sjaldsjéð. Hvers vegna var vörnin svona götótt? „Við vorum bara einhvernveginn ekki í takt, við vorum bara með alltof fá fríköst og alltof léleg vinnsla en það tók smá tíma og við fengum rispur inn á milli þar sem við náðum þessu í gang en ég verð bara að segja eins og er að mér fannst þetta ekki góður leikur af okkar hálfu en ég er mjög feginn að sigra.” „Vonandi er þetta bara leikurinn sem við þurftum til að koma okkur aftur í gírinn, eins og ég segi enginn glansleikur en við eigum helling inni.” Hvað þarf liðið að vinna í fyrir næstu viðureign sem fram fer á Ásvöllum á sunnudag? „Fyrst og fremst varnarleikurinn, við þurfum að gera miklu betur og hjálpa okkar markmönnum þannig að við fáum skotin sem við viljum fá og það er það sem við ætlum að horfa fyrst og fremst í.” Rakel Sara Elvarsdóttir fór meidd af velli þar sem hún snéri sig á ökkla. Andri vonar það besta.„Við erum að skoða það, hún snéri sig illa en við setjum hana í bómul núna og hún verður bara klár á sunnudaginn. Hildur Lilja stóð sig frábærlega í hægra horninu og gaman að sjá hennar innkomu.” Hildur Lilja Jónsdóttir kom inn á í stað Rakelar og skoraði 5 mörk úr 7 skotum rétt eins og Rakel hafði gert í leiknum. „Við erum bara með hörkulið, við erum með mikla breidd, meiri breidd en margir halda þannig það kemur bara maður í manns stað og þannig vinnum við þetta í KA/Þór”, sagði Andri eldhress að lokum.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27