Samkynhneigðir í Kanada fá að gefa blóð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2022 23:41 Frá og með 30. september næstkomandi mega karlmenn í Kanada gefa blóð. Marc Bruxelle/Getty Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa ákveðið að aflétta banni sem hindrar samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Áður mátti karlmaður sem hafði stundað kynlíf með öðrum karlmanni síðustu þrjá mánuði ekki gefa blóð. BBC greinir frá þessu en frá og með 30. september munu karlmenn ekki vera spurðir um kynhneigð sína þegar þeir gefa blóð. Þeir munu frekar vera spurðir hvort þeir hafi tekið þátt í „áhættusömum kynlífsathöfnum“. Bannið var fyrst sett á í Kanada árið 1992 til að hindra HIV-veirunni frá því að dreifast meðal þeirra sem þiggja blóð. Allt til ársins 2013 mátti enginn samkynhneigður karlmaður gefa blóð, óháð því hvort hann hafi stundað kynlíf eða ekki. Aðrar þjóðir hafa einnig nýlega aflétt banninu, svo sem Bretland, Danmörk, Frakkland, Brasilía og Ungverjaland. Bandaríkin breyttu sinni reglugerð í kjölfar Covid-19 faraldursins en áður mátti karlmaður ekki gefa blóð innan við ári eftir seinustu kynmök með öðrum karlmanni. Nú eru það þrír mánuðir. Í september á seinasta ári gerði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs. Breytingatillagan geri karlmönnum sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum kleift að gefa blóð en tillagan hefur ekki verið tekin fyrir. Þann 31. janúar síðastliðinn svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um málið og sagði að breytingarinnar mætti vænta í apríl eða maí. Hinsegin Jafnréttismál Kanada Tengdar fréttir Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
BBC greinir frá þessu en frá og með 30. september munu karlmenn ekki vera spurðir um kynhneigð sína þegar þeir gefa blóð. Þeir munu frekar vera spurðir hvort þeir hafi tekið þátt í „áhættusömum kynlífsathöfnum“. Bannið var fyrst sett á í Kanada árið 1992 til að hindra HIV-veirunni frá því að dreifast meðal þeirra sem þiggja blóð. Allt til ársins 2013 mátti enginn samkynhneigður karlmaður gefa blóð, óháð því hvort hann hafi stundað kynlíf eða ekki. Aðrar þjóðir hafa einnig nýlega aflétt banninu, svo sem Bretland, Danmörk, Frakkland, Brasilía og Ungverjaland. Bandaríkin breyttu sinni reglugerð í kjölfar Covid-19 faraldursins en áður mátti karlmaður ekki gefa blóð innan við ári eftir seinustu kynmök með öðrum karlmanni. Nú eru það þrír mánuðir. Í september á seinasta ári gerði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs. Breytingatillagan geri karlmönnum sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum kleift að gefa blóð en tillagan hefur ekki verið tekin fyrir. Þann 31. janúar síðastliðinn svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um málið og sagði að breytingarinnar mætti vænta í apríl eða maí.
Hinsegin Jafnréttismál Kanada Tengdar fréttir Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18