Oddvitaáskorunin: Át orm til að komast inn í kofa Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2022 15:00 Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Guðni Th., forseti. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þorbjörg Þorvaldsdóttir leiðir Garðabæjarlistann í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég er Garðbæingur og grunnskólakennari, eiginkona Silju Ýrar S. Leifsdóttur og mamma tveggja stúlkna, sex og tveggja ára. Ég hef búið víða - t.d. í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Hondúras og Hollandi - þótt ég sé að mestu uppalin í Garðabænum. Ég valdi að koma aftur í heimabæinn til þess að ala upp börnin mín og sé svo sannarlega ekki eftir því. Sem barn tók ég þátt í skátastarfi með Vífli, lærði á klarinett í Tónlistarskóla Garðabæjar og gekk í Hofsstaðaskóla. Á unglingsárunum æfði ég sund með Sundfélagi Hafnarfjarðar og gekk í Garðaskóla eftir tveggja ára búsetu í Danmörku, en fór síðan í Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem ég útskrifaðist af fornmáladeild. Ég vinn í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og kenni þar íslensku, dönsku og spænsku í unglingadeild. Ég er málfræðingur, með BA í almennum málvísindum frá HÍ og MA í málvísindum frá Leiden University í Hollandi. Svo er ég líka menntaður íslenskukennari og hef nýverið lokið viðbótardiplómu til kennsluréttinda frá HÍ. Á öðrum tímabilum lífs míns hef ég verið doktorsnemi, flugfreyja, starfað við aðhlynningu, verið barþjónn og unnið í gestamóttöku á hóteli. Ég hef alla tíð verið virk í félagsstörfum og sat m.a. í stjórn Samtakanna ‘78 árin 2018-2022, þar af þrjú ár sem formaður félagsins, en ég lét af embætti í mars. Helstu áherslur mínar eru fjölbreyttar, öruggar og loftslagsvænar samgöngur, húsnæðisuppbygging fyrir alla hópa Garðbæinga, sérstaklega ungt fólk, og að Garðabær axli samfélagsleg ábyrgð í velferðarþjónustu, t.d. þegar kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Leikskóla- og skólamálin eru mér einnig ofarlega í huga, bæði sem kennari og sem foreldri leikskólabarna. Það er ótrúlega mikilvægt að gert sé ráð fyrir fjölgun íbúa og að uppbygging skóla, leikskóla og tómstunda sé í takti við hana. Mér er líka mjög umhugað um mannréttindi og vil að sveitarfélagið tryggi rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs, en fræði einnig allt starfsfólk sveitarfélagsins og nemendur grunnskóla með mjög markvissum hætti um fötlunarfordóma, kynþáttafordóma og fordóma gagnvart hinsegin fólki. Annars eru endalaus tækifæri í Garðabæ til að bæta líf samfélagið okkar allra. Við þurfum bara að grípa þau! Garðabæjarlistinn er bæjarmálaafl sem samanstendur af fólki úr Samfylkingunni, VG, Pírötum og fjölda óháðra einstaklinga. Við erum út frá stefnumálum okkar félagshyggjuafl, en spönnum þó ansi vítt pólitískt svið. Við erum það heilbrigða og lýðræðislega mótvægi sem þarf gagnvart þeim meirihluta sem hefur ráðið ríkjum í Garðabæ síðan hann varð til. Við viljum að Garðabær sé fjölbreytt samfélag þar sem allar kynslóðir geta búið saman og þar sem fólk hefur alvöru val um ferðamáta, ábyrgt samfélag þar sem þörfum fatlaðs fólks er mætt og félagslegt húsnæði tryggt þeim sem þurfa. Við viljum barnvænt samfélag þar sem líf barnafjölskyldna er einfaldað og þar sem öll börn geta blómstrað. Einstök stefnumál okkar má svo finna á gardabaejarlistinn.is. Klippa: Oddvitaáskorun - Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvallavatn. Ég á svo margar nostalgíuminningar úr bústað stórfjölskyldunnar við vatnið að það er enginn staður sem kemst nálægt því að vera eins fallegur í mínum huga. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það að fólk haldi að allir Garðbæingar séu Sjálfstæðismenn. Stendur til bóta! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég hef óheyrilega gaman af lélegum ljóðum, reyndar líka góðum - en það síðarnefnda telst líklega ekkert skrítið. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var 16 ára fór ég til Ástralíu, þar sem vinkonur mínar bjuggu. Ég og önnur vinkona mín vorum í heimsókn hjá þeim yfir jólin og við stukkum á tækifærið þegar okkur bauðst að stelast til að drekka nokkra áfenga drykki í almenningsgarði með litlum hópi fólks. Þetta var að sjálfsögðu kolólöglegt og ástralska lögreglan, sem er þekkt fyrir að taka mjög hart á svona málum, kom til að stöðva þetta partí. Við vorum logandi hræddar um að vera færðar heim í lögreglufylgd og kærðar, þannig að við tókum á rás og þurftum að grípa til þess að fara úr hælaskónum á hlaupum gegnum garðinn, klifra yfir grindverk og fela okkur loks undir húsvegg. Við komumst undan. Hvað færðu þér á pizzu? Hálfþurrkaða tómata, döðlur og balsamedik. Hvaða lag peppar þig mest? Upphafsparturinn að Gimme more með Britney Spears. It’s Britney, bitch. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Með nokkuð frjálsri aðferð get ég kannski tekið þrjár. Ég hef aldrei verið mikil armbeygjukona, ekki einu sinni meðan ég æfði sund sem unglingur. En ég er nokkuð góð í að planka! Göngutúr eða skokk? Göngutúrinn út á strætóstopp á morgnana er uppáhaldið mitt. Það er best að byrja daginn á smá hversdagslegri hreyfingu. Uppáhalds brandari? Ekki beinlínis brandari, en ein uppáhalds sagan mín er af því þegar eldri dóttir mín fór nýverið út á leikvöll ein með vinkonu sinni í fyrsta sinn. Við sögðum þeim að fara ekki neitt með ókunnugum, jafnvel þótt þeir væru með nammi. Þegar hún kom inn aftur og við spurðum hvernig hefði gengið sagði hún okkur hróðug: „Við fundum einn ókunnugan - en hann átti ekkert nammi!“ Hvað er þitt draumafríi? Drauma-draumafríið er að fara með konunni minni til Maldíveyja (sem í þessum draumaheimi væru ekki með átta ára fangelsisrefsingu fyrir kynlíf samkynja para) og dvelja á köfunarsnekkju í tvær vikur. Sigla beint á bestu staðina og njóta svo útsýnisins neðansjávar. Hitt draumafríið er að fá sól allan tímann í útilegu með fjölskyldunni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Úff. 2021 reyndi að minnsta kosti meira á úthaldið. Uppáhalds tónlistarmaður? Ákkúrat núna eru það Britney Spears (hún er reyndar alltaf á toppnum) og GDRN. Ég er samt voða mikið í einstökum lögum og tónlistarsmekkurinn minn er mjög kaótískur. Páll Óskar, Pink Floyd, The Clash, Ratatat, Lady Gaga, Billie Eilish, balkanballöður úr Eurovision og lög úr Disney myndum. Já, æ, þetta er út um allt hjá mér. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ætli það sé ekki þegar ég borðaði orm til þess að fá að koma inn í einhvern kofa sem vinir mínir voru að leika sér í. Þeir sögðust báðir hafa gert það og bönnuðu mér að koma inn nema ég gengist undir þessa manndómsvígslu. Tek fram að ég var fimm ára, en ég hafði þó vit á því að dýfa orminum í vatnsglas til að þrífa hann fyrst. Kom svo í ljós að þeir lugu að mér. Enginn borðaði orm þennan dag nema ég. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Jennifer Lawrence, aðallega því þá fengi ég að hitta hana. Hefur þú verið í verbúð? Ég er fædd árið 1990. Mamma var í verbúð! Áhrifamesta kvikmyndin? Lion King, ég tilheyri þeirri kynslóð barna sem er að eilífu traumatíseruð af dauða Múfasa í þeirri mynd. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég hef aldrei horft á þá. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég myndi flytja aftur til Leiden í Hollandi þar sem ég var í meistaranámi. Besta borgin á meginlandi Evrópu! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Poison með Alice Cooper. Aðallega vandræðalegt því það var ástarsorgarlag hjá mér þegar ég var unglingur (mjög dramatískt). Ég skammaðist mín svo fyrir það að ég eyddi laginu nokkrum sinnum af iTunes og setti það aftur inn svo það sæist ekki hversu oft ég hafði spilað það. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Heimsótti Bubba og þóttist taka viðtal við hann Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 28. apríl 2022 15:01 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir leiðir Garðabæjarlistann í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég er Garðbæingur og grunnskólakennari, eiginkona Silju Ýrar S. Leifsdóttur og mamma tveggja stúlkna, sex og tveggja ára. Ég hef búið víða - t.d. í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Hondúras og Hollandi - þótt ég sé að mestu uppalin í Garðabænum. Ég valdi að koma aftur í heimabæinn til þess að ala upp börnin mín og sé svo sannarlega ekki eftir því. Sem barn tók ég þátt í skátastarfi með Vífli, lærði á klarinett í Tónlistarskóla Garðabæjar og gekk í Hofsstaðaskóla. Á unglingsárunum æfði ég sund með Sundfélagi Hafnarfjarðar og gekk í Garðaskóla eftir tveggja ára búsetu í Danmörku, en fór síðan í Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem ég útskrifaðist af fornmáladeild. Ég vinn í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og kenni þar íslensku, dönsku og spænsku í unglingadeild. Ég er málfræðingur, með BA í almennum málvísindum frá HÍ og MA í málvísindum frá Leiden University í Hollandi. Svo er ég líka menntaður íslenskukennari og hef nýverið lokið viðbótardiplómu til kennsluréttinda frá HÍ. Á öðrum tímabilum lífs míns hef ég verið doktorsnemi, flugfreyja, starfað við aðhlynningu, verið barþjónn og unnið í gestamóttöku á hóteli. Ég hef alla tíð verið virk í félagsstörfum og sat m.a. í stjórn Samtakanna ‘78 árin 2018-2022, þar af þrjú ár sem formaður félagsins, en ég lét af embætti í mars. Helstu áherslur mínar eru fjölbreyttar, öruggar og loftslagsvænar samgöngur, húsnæðisuppbygging fyrir alla hópa Garðbæinga, sérstaklega ungt fólk, og að Garðabær axli samfélagsleg ábyrgð í velferðarþjónustu, t.d. þegar kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Leikskóla- og skólamálin eru mér einnig ofarlega í huga, bæði sem kennari og sem foreldri leikskólabarna. Það er ótrúlega mikilvægt að gert sé ráð fyrir fjölgun íbúa og að uppbygging skóla, leikskóla og tómstunda sé í takti við hana. Mér er líka mjög umhugað um mannréttindi og vil að sveitarfélagið tryggi rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs, en fræði einnig allt starfsfólk sveitarfélagsins og nemendur grunnskóla með mjög markvissum hætti um fötlunarfordóma, kynþáttafordóma og fordóma gagnvart hinsegin fólki. Annars eru endalaus tækifæri í Garðabæ til að bæta líf samfélagið okkar allra. Við þurfum bara að grípa þau! Garðabæjarlistinn er bæjarmálaafl sem samanstendur af fólki úr Samfylkingunni, VG, Pírötum og fjölda óháðra einstaklinga. Við erum út frá stefnumálum okkar félagshyggjuafl, en spönnum þó ansi vítt pólitískt svið. Við erum það heilbrigða og lýðræðislega mótvægi sem þarf gagnvart þeim meirihluta sem hefur ráðið ríkjum í Garðabæ síðan hann varð til. Við viljum að Garðabær sé fjölbreytt samfélag þar sem allar kynslóðir geta búið saman og þar sem fólk hefur alvöru val um ferðamáta, ábyrgt samfélag þar sem þörfum fatlaðs fólks er mætt og félagslegt húsnæði tryggt þeim sem þurfa. Við viljum barnvænt samfélag þar sem líf barnafjölskyldna er einfaldað og þar sem öll börn geta blómstrað. Einstök stefnumál okkar má svo finna á gardabaejarlistinn.is. Klippa: Oddvitaáskorun - Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvallavatn. Ég á svo margar nostalgíuminningar úr bústað stórfjölskyldunnar við vatnið að það er enginn staður sem kemst nálægt því að vera eins fallegur í mínum huga. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það að fólk haldi að allir Garðbæingar séu Sjálfstæðismenn. Stendur til bóta! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég hef óheyrilega gaman af lélegum ljóðum, reyndar líka góðum - en það síðarnefnda telst líklega ekkert skrítið. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var 16 ára fór ég til Ástralíu, þar sem vinkonur mínar bjuggu. Ég og önnur vinkona mín vorum í heimsókn hjá þeim yfir jólin og við stukkum á tækifærið þegar okkur bauðst að stelast til að drekka nokkra áfenga drykki í almenningsgarði með litlum hópi fólks. Þetta var að sjálfsögðu kolólöglegt og ástralska lögreglan, sem er þekkt fyrir að taka mjög hart á svona málum, kom til að stöðva þetta partí. Við vorum logandi hræddar um að vera færðar heim í lögreglufylgd og kærðar, þannig að við tókum á rás og þurftum að grípa til þess að fara úr hælaskónum á hlaupum gegnum garðinn, klifra yfir grindverk og fela okkur loks undir húsvegg. Við komumst undan. Hvað færðu þér á pizzu? Hálfþurrkaða tómata, döðlur og balsamedik. Hvaða lag peppar þig mest? Upphafsparturinn að Gimme more með Britney Spears. It’s Britney, bitch. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Með nokkuð frjálsri aðferð get ég kannski tekið þrjár. Ég hef aldrei verið mikil armbeygjukona, ekki einu sinni meðan ég æfði sund sem unglingur. En ég er nokkuð góð í að planka! Göngutúr eða skokk? Göngutúrinn út á strætóstopp á morgnana er uppáhaldið mitt. Það er best að byrja daginn á smá hversdagslegri hreyfingu. Uppáhalds brandari? Ekki beinlínis brandari, en ein uppáhalds sagan mín er af því þegar eldri dóttir mín fór nýverið út á leikvöll ein með vinkonu sinni í fyrsta sinn. Við sögðum þeim að fara ekki neitt með ókunnugum, jafnvel þótt þeir væru með nammi. Þegar hún kom inn aftur og við spurðum hvernig hefði gengið sagði hún okkur hróðug: „Við fundum einn ókunnugan - en hann átti ekkert nammi!“ Hvað er þitt draumafríi? Drauma-draumafríið er að fara með konunni minni til Maldíveyja (sem í þessum draumaheimi væru ekki með átta ára fangelsisrefsingu fyrir kynlíf samkynja para) og dvelja á köfunarsnekkju í tvær vikur. Sigla beint á bestu staðina og njóta svo útsýnisins neðansjávar. Hitt draumafríið er að fá sól allan tímann í útilegu með fjölskyldunni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Úff. 2021 reyndi að minnsta kosti meira á úthaldið. Uppáhalds tónlistarmaður? Ákkúrat núna eru það Britney Spears (hún er reyndar alltaf á toppnum) og GDRN. Ég er samt voða mikið í einstökum lögum og tónlistarsmekkurinn minn er mjög kaótískur. Páll Óskar, Pink Floyd, The Clash, Ratatat, Lady Gaga, Billie Eilish, balkanballöður úr Eurovision og lög úr Disney myndum. Já, æ, þetta er út um allt hjá mér. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ætli það sé ekki þegar ég borðaði orm til þess að fá að koma inn í einhvern kofa sem vinir mínir voru að leika sér í. Þeir sögðust báðir hafa gert það og bönnuðu mér að koma inn nema ég gengist undir þessa manndómsvígslu. Tek fram að ég var fimm ára, en ég hafði þó vit á því að dýfa orminum í vatnsglas til að þrífa hann fyrst. Kom svo í ljós að þeir lugu að mér. Enginn borðaði orm þennan dag nema ég. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Jennifer Lawrence, aðallega því þá fengi ég að hitta hana. Hefur þú verið í verbúð? Ég er fædd árið 1990. Mamma var í verbúð! Áhrifamesta kvikmyndin? Lion King, ég tilheyri þeirri kynslóð barna sem er að eilífu traumatíseruð af dauða Múfasa í þeirri mynd. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég hef aldrei horft á þá. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég myndi flytja aftur til Leiden í Hollandi þar sem ég var í meistaranámi. Besta borgin á meginlandi Evrópu! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Poison með Alice Cooper. Aðallega vandræðalegt því það var ástarsorgarlag hjá mér þegar ég var unglingur (mjög dramatískt). Ég skammaðist mín svo fyrir það að ég eyddi laginu nokkrum sinnum af iTunes og setti það aftur inn svo það sæist ekki hversu oft ég hafði spilað það. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Heimsótti Bubba og þóttist taka viðtal við hann Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 28. apríl 2022 15:01 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Heimsótti Bubba og þóttist taka viðtal við hann Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 28. apríl 2022 15:01