Ógnvekjandi fjölgun mislingatilfella í heiminum Heimsljós 29. apríl 2022 11:30 WHO UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), lýsa yfir áhyggjum af mikilli fjölgun mislingatilfella á heimsvísu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs, um 79 prósent miðað við sama tíma fyrir ári. Það sé til marks um aukna hættu á faröldrum annarra sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningum. Kjöraðstæður kunni að hafa myndast fyrir slíkt. WHO segir í frétt að rúmlega sautján þúsund tilfelli af mislingum hafi verið skráð í Afríkuríkjum á fyrstu mánuðum þessa árs eða 400 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Mislingafaraldur var skráður í tuttugu ríkjum. Á síðasta ári greindust faraldrar mænusóttar í 24 Afríkuríkjum og í 13 ríkjum komu upp faraldrar gulusóttar. Fram kemur í frétt UNICEF að ástæðan fyrir þessari þróun sé fyrst og fremst það rof sem orðið hefur á hefðbundnum grunnbólusetningum vegna heimsfaraldurs COVID, aukin misskipting í aðgengi að bóluefnum og skert fjármögnun til bólusetninga á heimsvísu. Allt þetta skilji stóran hóp barna eftir berskjaldaðan fyrir mislingum og öðrum sjúkdómum sem bóluefni koma í veg fyrir. „Hætta á stærri faraldri eykst svo í beinu samræmi við tilslakanir á COVID-takmörkunum og þeirri staðreynd að milljónir manna eru nú á flótta vegna stríðsátaka eða annarrar neyðar í löndum eins og Úkraínu, Eþíópíu, Sómalíu og Afganistan. Takmörkuð heilbrigðisþjónusta, bólusetningar, skortur á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu og mikil mannmergð skapa kjöraðstæður fyrir dreifingu hvers kyns smitsótta,“ segir UNICEF. Árið 2020 urðu 23 milljónir barna af reglubundnum bólusetningum í gegnum grunnheilbrigðisþjónstu, sem er mesti fjöldi frá 2009 og aukning um 3,8 milljónir frá því árið 2019. UNICEF og WHO segja í skýrslunni að 21 stór mislingafaraldur orðið á heimsvísu síðustu tólf mánuði. Flest tilfellin eru skráð í Afríku og landsvæðum við Austur-Miðjarðarhaf. UNICEF, WHO og samstarfsaðilar á borð við bólusetningarbandalagið Gavi, M&R1, Bill og Melinda Gates Foundation og fleiri styðja nú umfangsmiklar aðgerðir til að vinna upp það sem glatast hefur í bólusetningum vegna heimsfaraldurs COVID-19. UNICEF vinnur að því að vekja athygli á stöðunni nú þegar alþjóðleg vika bólusetninga stendur sem hæst. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent
WHO segir í frétt að rúmlega sautján þúsund tilfelli af mislingum hafi verið skráð í Afríkuríkjum á fyrstu mánuðum þessa árs eða 400 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Mislingafaraldur var skráður í tuttugu ríkjum. Á síðasta ári greindust faraldrar mænusóttar í 24 Afríkuríkjum og í 13 ríkjum komu upp faraldrar gulusóttar. Fram kemur í frétt UNICEF að ástæðan fyrir þessari þróun sé fyrst og fremst það rof sem orðið hefur á hefðbundnum grunnbólusetningum vegna heimsfaraldurs COVID, aukin misskipting í aðgengi að bóluefnum og skert fjármögnun til bólusetninga á heimsvísu. Allt þetta skilji stóran hóp barna eftir berskjaldaðan fyrir mislingum og öðrum sjúkdómum sem bóluefni koma í veg fyrir. „Hætta á stærri faraldri eykst svo í beinu samræmi við tilslakanir á COVID-takmörkunum og þeirri staðreynd að milljónir manna eru nú á flótta vegna stríðsátaka eða annarrar neyðar í löndum eins og Úkraínu, Eþíópíu, Sómalíu og Afganistan. Takmörkuð heilbrigðisþjónusta, bólusetningar, skortur á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu og mikil mannmergð skapa kjöraðstæður fyrir dreifingu hvers kyns smitsótta,“ segir UNICEF. Árið 2020 urðu 23 milljónir barna af reglubundnum bólusetningum í gegnum grunnheilbrigðisþjónstu, sem er mesti fjöldi frá 2009 og aukning um 3,8 milljónir frá því árið 2019. UNICEF og WHO segja í skýrslunni að 21 stór mislingafaraldur orðið á heimsvísu síðustu tólf mánuði. Flest tilfellin eru skráð í Afríku og landsvæðum við Austur-Miðjarðarhaf. UNICEF, WHO og samstarfsaðilar á borð við bólusetningarbandalagið Gavi, M&R1, Bill og Melinda Gates Foundation og fleiri styðja nú umfangsmiklar aðgerðir til að vinna upp það sem glatast hefur í bólusetningum vegna heimsfaraldurs COVID-19. UNICEF vinnur að því að vekja athygli á stöðunni nú þegar alþjóðleg vika bólusetninga stendur sem hæst. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent