Ógnvekjandi fjölgun mislingatilfella í heiminum Heimsljós 29. apríl 2022 11:30 WHO UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), lýsa yfir áhyggjum af mikilli fjölgun mislingatilfella á heimsvísu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs, um 79 prósent miðað við sama tíma fyrir ári. Það sé til marks um aukna hættu á faröldrum annarra sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningum. Kjöraðstæður kunni að hafa myndast fyrir slíkt. WHO segir í frétt að rúmlega sautján þúsund tilfelli af mislingum hafi verið skráð í Afríkuríkjum á fyrstu mánuðum þessa árs eða 400 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Mislingafaraldur var skráður í tuttugu ríkjum. Á síðasta ári greindust faraldrar mænusóttar í 24 Afríkuríkjum og í 13 ríkjum komu upp faraldrar gulusóttar. Fram kemur í frétt UNICEF að ástæðan fyrir þessari þróun sé fyrst og fremst það rof sem orðið hefur á hefðbundnum grunnbólusetningum vegna heimsfaraldurs COVID, aukin misskipting í aðgengi að bóluefnum og skert fjármögnun til bólusetninga á heimsvísu. Allt þetta skilji stóran hóp barna eftir berskjaldaðan fyrir mislingum og öðrum sjúkdómum sem bóluefni koma í veg fyrir. „Hætta á stærri faraldri eykst svo í beinu samræmi við tilslakanir á COVID-takmörkunum og þeirri staðreynd að milljónir manna eru nú á flótta vegna stríðsátaka eða annarrar neyðar í löndum eins og Úkraínu, Eþíópíu, Sómalíu og Afganistan. Takmörkuð heilbrigðisþjónusta, bólusetningar, skortur á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu og mikil mannmergð skapa kjöraðstæður fyrir dreifingu hvers kyns smitsótta,“ segir UNICEF. Árið 2020 urðu 23 milljónir barna af reglubundnum bólusetningum í gegnum grunnheilbrigðisþjónstu, sem er mesti fjöldi frá 2009 og aukning um 3,8 milljónir frá því árið 2019. UNICEF og WHO segja í skýrslunni að 21 stór mislingafaraldur orðið á heimsvísu síðustu tólf mánuði. Flest tilfellin eru skráð í Afríku og landsvæðum við Austur-Miðjarðarhaf. UNICEF, WHO og samstarfsaðilar á borð við bólusetningarbandalagið Gavi, M&R1, Bill og Melinda Gates Foundation og fleiri styðja nú umfangsmiklar aðgerðir til að vinna upp það sem glatast hefur í bólusetningum vegna heimsfaraldurs COVID-19. UNICEF vinnur að því að vekja athygli á stöðunni nú þegar alþjóðleg vika bólusetninga stendur sem hæst. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Bólusetningar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent
WHO segir í frétt að rúmlega sautján þúsund tilfelli af mislingum hafi verið skráð í Afríkuríkjum á fyrstu mánuðum þessa árs eða 400 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Mislingafaraldur var skráður í tuttugu ríkjum. Á síðasta ári greindust faraldrar mænusóttar í 24 Afríkuríkjum og í 13 ríkjum komu upp faraldrar gulusóttar. Fram kemur í frétt UNICEF að ástæðan fyrir þessari þróun sé fyrst og fremst það rof sem orðið hefur á hefðbundnum grunnbólusetningum vegna heimsfaraldurs COVID, aukin misskipting í aðgengi að bóluefnum og skert fjármögnun til bólusetninga á heimsvísu. Allt þetta skilji stóran hóp barna eftir berskjaldaðan fyrir mislingum og öðrum sjúkdómum sem bóluefni koma í veg fyrir. „Hætta á stærri faraldri eykst svo í beinu samræmi við tilslakanir á COVID-takmörkunum og þeirri staðreynd að milljónir manna eru nú á flótta vegna stríðsátaka eða annarrar neyðar í löndum eins og Úkraínu, Eþíópíu, Sómalíu og Afganistan. Takmörkuð heilbrigðisþjónusta, bólusetningar, skortur á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu og mikil mannmergð skapa kjöraðstæður fyrir dreifingu hvers kyns smitsótta,“ segir UNICEF. Árið 2020 urðu 23 milljónir barna af reglubundnum bólusetningum í gegnum grunnheilbrigðisþjónstu, sem er mesti fjöldi frá 2009 og aukning um 3,8 milljónir frá því árið 2019. UNICEF og WHO segja í skýrslunni að 21 stór mislingafaraldur orðið á heimsvísu síðustu tólf mánuði. Flest tilfellin eru skráð í Afríku og landsvæðum við Austur-Miðjarðarhaf. UNICEF, WHO og samstarfsaðilar á borð við bólusetningarbandalagið Gavi, M&R1, Bill og Melinda Gates Foundation og fleiri styðja nú umfangsmiklar aðgerðir til að vinna upp það sem glatast hefur í bólusetningum vegna heimsfaraldurs COVID-19. UNICEF vinnur að því að vekja athygli á stöðunni nú þegar alþjóðleg vika bólusetninga stendur sem hæst. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Bólusetningar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent