„Heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka?“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. apríl 2022 13:08 Bjarna virtist síður en svo skemmt yfir spurningu Björns Levís á fundi fjárlaganefndar í morgun. vísir/vilhelm Nokkur pirringur var í mörgum nefndarmönnum fjárlaganefndar á opnum fundi hennar í morgun þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fyrir svörum. Ráðherranum misbauð ein spurning nefndarmanns Pírata og sagði hann fara fram með áróður. Á fundinum gafst öllum nefndarmönnum færi á að spyrja ráðherrann út í þau atriði sem tengjast útboðsferlinu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í lok síðasta mánaðar. Útboðið hefur orðið ansi umdeilt og vakið hörð viðbrögð almennings. Eitt af því sem hefur vakið reiði í samfélaginu er sú staðreynd að faðir Bjarna var einn þeirra fjárfesta sem bauðst að kaupa hlut í útboðinu. Bjarni hefur sjálfur sagst ekki hafa haft hugmynd um að faðir hans væri á meðal þeirra sem keyptu í útboðinu og að hann hefði kosið að fjölskylda hans hefði ekki komið nálægt því. Á fundinum í morgun gerði Björn Leví Gunnarsson, nefndarmaður Pírata, þetta að efni spurningar sinnar til Bjarna: „Bjarni, heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka eftir allt sem að á undan er gengið?“ spurði Björn Leví og vísaði svo til Vafningsmálsins, sölu Bjarna á hluti sínum í Sjóð 9 í Glitni rétt fyrir hrun og fleiri mál sem hafa þótt erfið fyrir Bjarna í tíð hans sem ráðherra. „Eftir allt þetta vesen sem að þú og flokkurinn þinn eruð búin að láta þjóðina ganga í gegn um á undanförnum áratug... Allir aðrir stjórnmálamenn, myndi maður halda, sem hafa bara snefil af virðingu fyrir siðmenntuðu samfélagi væru búnir að segja af sér út af hverju einasta máli í þessu. Heldurðu í alvöru að þú komist upp með þetta?“ spurði Björn Leví. Þessi spurning vakti litla ánægju Bjarna: „Þetta er bara áróður sem þú ert að þylja hér upp og þú flytur hann hingað inn í þessa nefnd líka,“ sagði Bjarni. Hann hefði margoft svarað fyrir þau mál sem Björn taldi upp, bæði fyrir Birni og öðrum pólitískum andstæðingum sínum en einnig kjósendum í landinu. „Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja er áróður og nú gengum við til kosninga í september síðastliðnum og það var einn þingmaður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur annar sem fékk kosningu í þeim alþingiskosningum og það er sá sem þú ert að tala við núna,“ sagði Bjarni. Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vafningsmálið Tengdar fréttir Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28. apríl 2022 20:30 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Sjá meira
Á fundinum gafst öllum nefndarmönnum færi á að spyrja ráðherrann út í þau atriði sem tengjast útboðsferlinu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í lok síðasta mánaðar. Útboðið hefur orðið ansi umdeilt og vakið hörð viðbrögð almennings. Eitt af því sem hefur vakið reiði í samfélaginu er sú staðreynd að faðir Bjarna var einn þeirra fjárfesta sem bauðst að kaupa hlut í útboðinu. Bjarni hefur sjálfur sagst ekki hafa haft hugmynd um að faðir hans væri á meðal þeirra sem keyptu í útboðinu og að hann hefði kosið að fjölskylda hans hefði ekki komið nálægt því. Á fundinum í morgun gerði Björn Leví Gunnarsson, nefndarmaður Pírata, þetta að efni spurningar sinnar til Bjarna: „Bjarni, heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka eftir allt sem að á undan er gengið?“ spurði Björn Leví og vísaði svo til Vafningsmálsins, sölu Bjarna á hluti sínum í Sjóð 9 í Glitni rétt fyrir hrun og fleiri mál sem hafa þótt erfið fyrir Bjarna í tíð hans sem ráðherra. „Eftir allt þetta vesen sem að þú og flokkurinn þinn eruð búin að láta þjóðina ganga í gegn um á undanförnum áratug... Allir aðrir stjórnmálamenn, myndi maður halda, sem hafa bara snefil af virðingu fyrir siðmenntuðu samfélagi væru búnir að segja af sér út af hverju einasta máli í þessu. Heldurðu í alvöru að þú komist upp með þetta?“ spurði Björn Leví. Þessi spurning vakti litla ánægju Bjarna: „Þetta er bara áróður sem þú ert að þylja hér upp og þú flytur hann hingað inn í þessa nefnd líka,“ sagði Bjarni. Hann hefði margoft svarað fyrir þau mál sem Björn taldi upp, bæði fyrir Birni og öðrum pólitískum andstæðingum sínum en einnig kjósendum í landinu. „Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja er áróður og nú gengum við til kosninga í september síðastliðnum og það var einn þingmaður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur annar sem fékk kosningu í þeim alþingiskosningum og það er sá sem þú ert að tala við núna,“ sagði Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vafningsmálið Tengdar fréttir Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28. apríl 2022 20:30 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Sjá meira
Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53
Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28. apríl 2022 20:30