Vaktin: Þorp enn á floti tveimur mánuðum eftir að flugskeyti hæfði nærliggjandi stíflu Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 30. apríl 2022 07:24 Lík almenns borgara fannst í íbúð í þorpi sem Úkraínumenn náðu nýlega aftur á sitt vald nærri Kharkív. Sprengjuárásir Rússa halda þar áfram. AP/Felipe Dana Úkraínuforseti segir árás Rússa á Kænugarð í fyrradag vera markvissa og grimma niðurlægingu á Sameinuðu þjóðunum, en aðalritari þeirra var í heimsókn í borginni þegar Rússar gerðu loftskeytaárás. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Sérfræðingur í kjarnorkumálum hjá rússneska utanríkisráðuneytinu segir að Rússar muni fara eftir þeim tilmælum sem koma fram í opinberum skjölum þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Talsmaður Pentagon segir Bandaríkjamenn hafi vanmetið ofbeldið og grimmdina af hálfu Rússa í stríðinu í Úkraínu. Selenskí Úkraínuforseti fór hörðum orðum um Rússa í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. Meginefni ávarpsins var fordæming loftskeytaárásar Rússa á Kænugarð á fimmtudag þegar António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna var í heimsókn. Þá sagði hann hafnarborgina Mariupol vera orðna að rússneskum fangabúðum í gjöreyðilagðri borg. Framganga Rússa á svæðinu svipi mikið til framgöngu nasista í Austur-Evrópu. Staðan í Kharkív er slæm en að sögn forsetans hefur Úkraínuher náð góðum árangri í borginni. Selenskí segir innrásarherinn í Donbas-héruðunum gera allt í sínu valdi til að afmá líf algerlega á svæðinu. Stöðugar sprengju- og loftskeytaárásir Rússa bendi til þess að þeir vilji gera svæðið óbyggilegt. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Sérfræðingur í kjarnorkumálum hjá rússneska utanríkisráðuneytinu segir að Rússar muni fara eftir þeim tilmælum sem koma fram í opinberum skjölum þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Talsmaður Pentagon segir Bandaríkjamenn hafi vanmetið ofbeldið og grimmdina af hálfu Rússa í stríðinu í Úkraínu. Selenskí Úkraínuforseti fór hörðum orðum um Rússa í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. Meginefni ávarpsins var fordæming loftskeytaárásar Rússa á Kænugarð á fimmtudag þegar António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna var í heimsókn. Þá sagði hann hafnarborgina Mariupol vera orðna að rússneskum fangabúðum í gjöreyðilagðri borg. Framganga Rússa á svæðinu svipi mikið til framgöngu nasista í Austur-Evrópu. Staðan í Kharkív er slæm en að sögn forsetans hefur Úkraínuher náð góðum árangri í borginni. Selenskí segir innrásarherinn í Donbas-héruðunum gera allt í sínu valdi til að afmá líf algerlega á svæðinu. Stöðugar sprengju- og loftskeytaárásir Rússa bendi til þess að þeir vilji gera svæðið óbyggilegt. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira