Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda. Gestirnir frá Berlín náðu mest tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en þegar flautað var til hálfleiks var jafnt á öllum tölum, staðan 14-14.
Í síðari hálfleik voru það aftur gestirnir sem tóku frumkvæðið og mest náðu þeir fjögurra marka forystu en heimamenn neituðu að gefast upp. Staðan var jöfn 27-27 undir lok leiks þegar Gísli Þorgeir steig upp og skoraði sigurmark leiksins, lokatölur 28-27 Magdeburg í vil.
Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk í leiknum ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Ómar Ingi kom þar á eftir með fjögur mörk en hann gaf einnig sjö stoðsendingar í leiknum.
Gisli Kristjansson überragt in der Crunchtime und sichert den Sieg im #Topspiel für den SC Magdeburg Ist das die Vorentscheidung für die Meisterschaft
— LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl) May 1, 2022
_____#LIQUIMOLYHBL #Handball pic.twitter.com/fBCMnGZs4u
Magdeburg stefnir hraðbyr á Þýskalandsmeistaratitilinn en liðið er með 50 stig eftir 27 leiki, sex stigum meira en Kiel sem er í 2. sæti deildarinnar.