Tæp tuttugu prósent telja hópuppsögn starfsfólks Eflingar réttlætanlega Árni Sæberg skrifar 1. maí 2022 14:41 Öllu starfsfólki Eflingar var sagt upp þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var nýtekin aftur við starfi formanns. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna telur hópuppsögn alls starfsfólk Eflingar hafa verið óásættanlega. Tæplega fimmtungur fólks telur hana hafa verið réttlætanlega. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup var eftirfarandi spurning lögð fyrir handahófsvalið úrtak dagana 23. til 27. apríl síðastliðinn: „Ertu sammála eða ósammála því að hópuppsögn á skrifstofu Eflingar sé réttlætanleg?“ 5,6 prósent sögðust vera að öllu leyti sammála, 5,7 prósent mjög sammála, 8 prósent frekar sammála, 13 prósent hvorki sammála né ósammála, 13,8 prósent frekar ósammála, 18,3 prósent mjög ósammála og 35,4 prósent að öllu leyti ósammála. Eldra fólk virðist frekar telja uppsögnina réttlætanlega en yngra. Þrjátíu prósent fólks yfir sextugu ára aldir eru sammála en aðeins 11 prósent fólks undir þrítugu. Þá er fólk líklegra til að vera ósammála því hærra menntunarstig sem það hefur. Sama gildir um fjölskyldutekjur. Athygli vekur að þeir sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga núna, eru líklegastir til að vera ósammála, eða 87 prósent. 31 prósent kjósenda Flokks fólksins telja uppsögnina réttlætanlega en aðeins 40 prósent ekki. Langstærsti hópurinn sem telur uppsögnina réttlætanlega eru þeir sem myndu kjósa annan flokk en þá sem eru á þingi núna, eða sléttur helmingur. Þar á meðal eru þeir sem myndu kjósa Sósíalistaflokk Íslands. Ólga innan Eflingar Skoðanakannanir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Sakar stjórn Eflingar um að vega að grundvallarréttindum launafólks Trúnaðarráð Bárunnar fordæmir uppsögn alls starfsfólks Eflingar og segir ákvörðun stjórnarinnar þess efnis ósvífna og óskiljanlega. 1. maí 2022 11:51 Hitafundur félagsmanna Eflingar hafinn á Hlíðarenda Félagsfundur Eflingar þar sem umræðuefnið er skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins hefst klukkan 18 í Valsheimilinu. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að tillaga nýkjörins formanns Eflingar þess efnis að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofunni. 27. apríl 2022 18:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup var eftirfarandi spurning lögð fyrir handahófsvalið úrtak dagana 23. til 27. apríl síðastliðinn: „Ertu sammála eða ósammála því að hópuppsögn á skrifstofu Eflingar sé réttlætanleg?“ 5,6 prósent sögðust vera að öllu leyti sammála, 5,7 prósent mjög sammála, 8 prósent frekar sammála, 13 prósent hvorki sammála né ósammála, 13,8 prósent frekar ósammála, 18,3 prósent mjög ósammála og 35,4 prósent að öllu leyti ósammála. Eldra fólk virðist frekar telja uppsögnina réttlætanlega en yngra. Þrjátíu prósent fólks yfir sextugu ára aldir eru sammála en aðeins 11 prósent fólks undir þrítugu. Þá er fólk líklegra til að vera ósammála því hærra menntunarstig sem það hefur. Sama gildir um fjölskyldutekjur. Athygli vekur að þeir sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga núna, eru líklegastir til að vera ósammála, eða 87 prósent. 31 prósent kjósenda Flokks fólksins telja uppsögnina réttlætanlega en aðeins 40 prósent ekki. Langstærsti hópurinn sem telur uppsögnina réttlætanlega eru þeir sem myndu kjósa annan flokk en þá sem eru á þingi núna, eða sléttur helmingur. Þar á meðal eru þeir sem myndu kjósa Sósíalistaflokk Íslands.
Ólga innan Eflingar Skoðanakannanir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Sakar stjórn Eflingar um að vega að grundvallarréttindum launafólks Trúnaðarráð Bárunnar fordæmir uppsögn alls starfsfólks Eflingar og segir ákvörðun stjórnarinnar þess efnis ósvífna og óskiljanlega. 1. maí 2022 11:51 Hitafundur félagsmanna Eflingar hafinn á Hlíðarenda Félagsfundur Eflingar þar sem umræðuefnið er skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins hefst klukkan 18 í Valsheimilinu. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að tillaga nýkjörins formanns Eflingar þess efnis að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofunni. 27. apríl 2022 18:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36
Sakar stjórn Eflingar um að vega að grundvallarréttindum launafólks Trúnaðarráð Bárunnar fordæmir uppsögn alls starfsfólks Eflingar og segir ákvörðun stjórnarinnar þess efnis ósvífna og óskiljanlega. 1. maí 2022 11:51
Hitafundur félagsmanna Eflingar hafinn á Hlíðarenda Félagsfundur Eflingar þar sem umræðuefnið er skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins hefst klukkan 18 í Valsheimilinu. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að tillaga nýkjörins formanns Eflingar þess efnis að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofunni. 27. apríl 2022 18:00