Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 18:27 Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson. Guðmundur Freyr Jónsson Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. Hver hringur er 6,7 kílómetrar að lengd og liggur um Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Hlaupið endar ekki fyrr en síðasti keppandinn stendur eftir og klárar hringinn einn. Síðast féll hlauparinn Flóki Halldórsson úr leik. „Þau eru að leggja allt sitt í þetta og þau vilja bæði vinna svo hvorugt þeirra er viljugt til að gefast upp,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, einn aðalskipuleggjenda hlaupsins, í samtali við Vísi en keppnin er haldin af Náttúruhlaupum. Þetta er þriðja árið í röð sem Náttúruhlaup halda Bakgarðshlaup en áður hefur keppnin farið fram í Heiðmörk. Þorleifur sigraði fyrstu keppnina árið 2020 og Mari vann svo í fyrra. Bæði sigruðu þau með því að hlaupa 25 hringi og var Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi því slegið í dag. Fá um tíu mínútur í hvíld Bakgarðshlaupið er haldið að erlendri fyrirmynd og gengur út á að keppendur klári hvern 6,7 kílómetra hring á einni klukkustund. Klári þeir hringinn fyrir þann tíma fá þeir að nýta restina af tímanum til að hvíla sig. Þessa stundina eru báðir keppendur að klára hringinn á um 50 mínútum og fá því um tíu mínútur í hvíld áður en þeir byrja á þeim næsta. Aðstaða hlauparanna er í Mjölnisheimilinu í Öskjuhlíð og segir Elísabet að gott veður í Reykjavík hafi hjálpað keppendum í nótt og í dag. Heimsmetið í bakgarðshlaupum eru 85 hringir en alltaf er miðað við sömu lengd og að hver hringur sé ræstur á heila tímanum. Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Hver hringur er 6,7 kílómetrar að lengd og liggur um Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Hlaupið endar ekki fyrr en síðasti keppandinn stendur eftir og klárar hringinn einn. Síðast féll hlauparinn Flóki Halldórsson úr leik. „Þau eru að leggja allt sitt í þetta og þau vilja bæði vinna svo hvorugt þeirra er viljugt til að gefast upp,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, einn aðalskipuleggjenda hlaupsins, í samtali við Vísi en keppnin er haldin af Náttúruhlaupum. Þetta er þriðja árið í röð sem Náttúruhlaup halda Bakgarðshlaup en áður hefur keppnin farið fram í Heiðmörk. Þorleifur sigraði fyrstu keppnina árið 2020 og Mari vann svo í fyrra. Bæði sigruðu þau með því að hlaupa 25 hringi og var Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi því slegið í dag. Fá um tíu mínútur í hvíld Bakgarðshlaupið er haldið að erlendri fyrirmynd og gengur út á að keppendur klári hvern 6,7 kílómetra hring á einni klukkustund. Klári þeir hringinn fyrir þann tíma fá þeir að nýta restina af tímanum til að hvíla sig. Þessa stundina eru báðir keppendur að klára hringinn á um 50 mínútum og fá því um tíu mínútur í hvíld áður en þeir byrja á þeim næsta. Aðstaða hlauparanna er í Mjölnisheimilinu í Öskjuhlíð og segir Elísabet að gott veður í Reykjavík hafi hjálpað keppendum í nótt og í dag. Heimsmetið í bakgarðshlaupum eru 85 hringir en alltaf er miðað við sömu lengd og að hver hringur sé ræstur á heila tímanum.
Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira