Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 18:27 Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson. Guðmundur Freyr Jónsson Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. Hver hringur er 6,7 kílómetrar að lengd og liggur um Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Hlaupið endar ekki fyrr en síðasti keppandinn stendur eftir og klárar hringinn einn. Síðast féll hlauparinn Flóki Halldórsson úr leik. „Þau eru að leggja allt sitt í þetta og þau vilja bæði vinna svo hvorugt þeirra er viljugt til að gefast upp,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, einn aðalskipuleggjenda hlaupsins, í samtali við Vísi en keppnin er haldin af Náttúruhlaupum. Þetta er þriðja árið í röð sem Náttúruhlaup halda Bakgarðshlaup en áður hefur keppnin farið fram í Heiðmörk. Þorleifur sigraði fyrstu keppnina árið 2020 og Mari vann svo í fyrra. Bæði sigruðu þau með því að hlaupa 25 hringi og var Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi því slegið í dag. Fá um tíu mínútur í hvíld Bakgarðshlaupið er haldið að erlendri fyrirmynd og gengur út á að keppendur klári hvern 6,7 kílómetra hring á einni klukkustund. Klári þeir hringinn fyrir þann tíma fá þeir að nýta restina af tímanum til að hvíla sig. Þessa stundina eru báðir keppendur að klára hringinn á um 50 mínútum og fá því um tíu mínútur í hvíld áður en þeir byrja á þeim næsta. Aðstaða hlauparanna er í Mjölnisheimilinu í Öskjuhlíð og segir Elísabet að gott veður í Reykjavík hafi hjálpað keppendum í nótt og í dag. Heimsmetið í bakgarðshlaupum eru 85 hringir en alltaf er miðað við sömu lengd og að hver hringur sé ræstur á heila tímanum. Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Hver hringur er 6,7 kílómetrar að lengd og liggur um Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Hlaupið endar ekki fyrr en síðasti keppandinn stendur eftir og klárar hringinn einn. Síðast féll hlauparinn Flóki Halldórsson úr leik. „Þau eru að leggja allt sitt í þetta og þau vilja bæði vinna svo hvorugt þeirra er viljugt til að gefast upp,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, einn aðalskipuleggjenda hlaupsins, í samtali við Vísi en keppnin er haldin af Náttúruhlaupum. Þetta er þriðja árið í röð sem Náttúruhlaup halda Bakgarðshlaup en áður hefur keppnin farið fram í Heiðmörk. Þorleifur sigraði fyrstu keppnina árið 2020 og Mari vann svo í fyrra. Bæði sigruðu þau með því að hlaupa 25 hringi og var Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi því slegið í dag. Fá um tíu mínútur í hvíld Bakgarðshlaupið er haldið að erlendri fyrirmynd og gengur út á að keppendur klári hvern 6,7 kílómetra hring á einni klukkustund. Klári þeir hringinn fyrir þann tíma fá þeir að nýta restina af tímanum til að hvíla sig. Þessa stundina eru báðir keppendur að klára hringinn á um 50 mínútum og fá því um tíu mínútur í hvíld áður en þeir byrja á þeim næsta. Aðstaða hlauparanna er í Mjölnisheimilinu í Öskjuhlíð og segir Elísabet að gott veður í Reykjavík hafi hjálpað keppendum í nótt og í dag. Heimsmetið í bakgarðshlaupum eru 85 hringir en alltaf er miðað við sömu lengd og að hver hringur sé ræstur á heila tímanum.
Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira