Sjáðu mark Gísla sem fór langt með að tryggja Magdeburg fyrsta titilinn í 21 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2022 13:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur leikið einkar vel með Magdeburg upp á síðkastið. getty/Martin Rose Magdeburg steig risastórt skref í átt að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli síðan 2001 með naumum sigri á Füchse Berlin, 28-27, í gær. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sigurmark Magdeburg. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka blés ekki byrlega fyrir Magdeburg, enda þremur mörkum undir, 22-25. En heimamenn gáfust ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu forystunni, 26-25. Lasse Anderson jafnaði fyrir gestina en Gísli kom Magdeburg aftur yfir, 27-26. Fabian Wiede jafnaði jafnharðan í 27-27. Í lokasókn Magdeburg fékk Gísli boltann, réðst á vörn Füchse Berlin og kom boltanum framhjá Dejan Milosavljev í marki gestanna. Þetta reyndist sigurmark leiksins. Það má sjá hér fyrir neðan. Wohoooo das war das Siegtor gestern von Gisli! Habt ihr auch direkt Gänsehaut?! Die stärkste Liga der Welt! Live und in der Konferenz! Die LIQUI MOLY HBL - Nur auf Sky: https://t.co/LfQgMISoLV #scmhuja @liquimoly_hbl pic.twitter.com/EA1EOUSVkE— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 2, 2022 Markið var gríðarlega mikilvægt en Magdeburg er nú í frábærri stöðu á toppi þýsku deildarinnar. Liðið er með sex stiga forskot á Kiel og á auk þess leik til góða. Gísli var markahæstur í liði Magdeburg með fimm mörk. Félagi hans í íslenska landsliðinu, Ómar Ingi Magnússon, skoraði fjögur mörk og gaf sjö stoðsendingar. Magdeburg hefur góða reynslu af Íslendingum en Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson voru tveir af aðalleikurunum í velgengni liðsins í kringum aldamótin. Magdeburg vann EHF-bikarinn og þýska meistaratitilinn 2001 og Meistaradeild Evrópu 2002. Í síðustu viku voru tuttugu ár liðin síðan Magdeburg varð fyrsta þýska liðið til að vinna Meistaradeildina. Það er skammt stórra högga á milli hjá Magdeburg. Á miðvikudaginn tekur liðið á móti Nantes í seinni leiknum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Magdeburg vann fyrri leikinn í Frakklandi með þriggja marka mun, 25-28. Magdeburg vann Evrópudeildina á síðasta tímabili. Magdeburg tapaði fyrir Kiel í bikarúrslitaleiknum um þarsíðustu helgi en er búið að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða og getur því staðið uppi með þrjá stóra titla eftir tímabilið. Þýski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Þegar tíu mínútur voru til leiksloka blés ekki byrlega fyrir Magdeburg, enda þremur mörkum undir, 22-25. En heimamenn gáfust ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu forystunni, 26-25. Lasse Anderson jafnaði fyrir gestina en Gísli kom Magdeburg aftur yfir, 27-26. Fabian Wiede jafnaði jafnharðan í 27-27. Í lokasókn Magdeburg fékk Gísli boltann, réðst á vörn Füchse Berlin og kom boltanum framhjá Dejan Milosavljev í marki gestanna. Þetta reyndist sigurmark leiksins. Það má sjá hér fyrir neðan. Wohoooo das war das Siegtor gestern von Gisli! Habt ihr auch direkt Gänsehaut?! Die stärkste Liga der Welt! Live und in der Konferenz! Die LIQUI MOLY HBL - Nur auf Sky: https://t.co/LfQgMISoLV #scmhuja @liquimoly_hbl pic.twitter.com/EA1EOUSVkE— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 2, 2022 Markið var gríðarlega mikilvægt en Magdeburg er nú í frábærri stöðu á toppi þýsku deildarinnar. Liðið er með sex stiga forskot á Kiel og á auk þess leik til góða. Gísli var markahæstur í liði Magdeburg með fimm mörk. Félagi hans í íslenska landsliðinu, Ómar Ingi Magnússon, skoraði fjögur mörk og gaf sjö stoðsendingar. Magdeburg hefur góða reynslu af Íslendingum en Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson voru tveir af aðalleikurunum í velgengni liðsins í kringum aldamótin. Magdeburg vann EHF-bikarinn og þýska meistaratitilinn 2001 og Meistaradeild Evrópu 2002. Í síðustu viku voru tuttugu ár liðin síðan Magdeburg varð fyrsta þýska liðið til að vinna Meistaradeildina. Það er skammt stórra högga á milli hjá Magdeburg. Á miðvikudaginn tekur liðið á móti Nantes í seinni leiknum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Magdeburg vann fyrri leikinn í Frakklandi með þriggja marka mun, 25-28. Magdeburg vann Evrópudeildina á síðasta tímabili. Magdeburg tapaði fyrir Kiel í bikarúrslitaleiknum um þarsíðustu helgi en er búið að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða og getur því staðið uppi með þrjá stóra titla eftir tímabilið.
Þýski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira