Geðlyfjanotkun hjá börnum og íbúum hjúkrunarheimila Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 2. maí 2022 12:46 Í svari heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja hjá börnum á Íslandi kemur í ljós að hún hefur aukist til muna frá árinu 2012 í öllum aldursflokkum. Hlutfallið hefur hækkað úr 12% upp í tæplega 25% barna. Eitt af hverjum fjórum börnum á Íslandi á aldrinum 14 til 17 ára er nú á einu eða fleiri geðlyfjum. Tæplega 19% barna á aldrinum 10 til 13 ára á Íslandi eru á geðlyfjum. Það er áhyggjuefni að notkun geðlyfja, sem sum hver eru ávanabindandi, hafi aukist svo mikið meðal barna undanfarin ár. Lyfjanotkunin er mest hjá börnum á Vesturlandi og Suðurnesjum, um 17%. Á Suðurlandi nota 15% barna geðlyf. Geðlyfjanotkun fer ekki í neinum landshluta undir 12%. Skortur á úrræðum helsta ástæða aukningar Lyfjastofnun leiðir að því líkur í skýrslu frá 2017 að þessi lyfjanotkun sé afleiðing þess að ekki sé boðið upp á viðeigandi úrræði á Íslandi. Sálfræðiþjónusta er þar að auki ekki niðurgreidd þrátt fyrir að vitað sé að fyrsta meðferð og áhrifamesta úrræðið við kvíða eigi alltaf að vera gagnreynd samtalsmeðferð. Þetta er vanræksla af hálfu ríkisstjórnarinnar sem setur viðeigandi úrræði fyrir börn ekki í forgang. Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að 70% einstaklinga á hjúkrunarheimilum eru á einu eða fleiri geðlyfjum. Rannsóknaniðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að sérstaklega sé vandað til ávísana geðlyfja til aldraðra einstaklinga og að þær byggi á nákvæmri geðskoðun. Það kemur þó fram í rannsóknarniðurstöðum í Læknablaðinu að árið 2018 fengu 18% íbúa á hjúkrunarheimilum ávísuð geðlyf án greiningar. Þrátt fyrir það segir í svari heilbrigðisráðherra “Ekki er gert ráð fyrir sérstakri endurskoðun á ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum eins og sakir standa.” Það er undarlegt að ráðherra vilji ekki endurskoða ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum. Réttast væri að endurskoða með reglulegu millibili lyfjagjöf. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir eru á lyfjum án greininga. Eyðum biðlistum og tryggjum úrræði Lausnirnar virðast vera lyf, lyf og meiri lyf til þess að meðhöndla einkenni, frekar en úrræði til þess að meðhöndla orsök. Plástrar í stað heildrænnar nálgunar og langtímalausna. Huga þarf að þjónustu og því er mikilvægt að setja mun meiri kraft og fjármagn í að koma á fót og styðja við úrræði við geð- og atferlisvanda. Ég skora á ríkisstjórnina að bregðast hratt og örugglega við þessum niðurstöðum og setja úrræði fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins í forgang með það mikilvæga markmið að eyða biðlistum og tryggja þjónustu við hæfi. Höfundur er varaþingmaður Pírata og er á lista Pírata í Kópavogi til sveitastjórnarkosninga 14. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Lyf Börn og uppeldi Píratar Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í svari heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja hjá börnum á Íslandi kemur í ljós að hún hefur aukist til muna frá árinu 2012 í öllum aldursflokkum. Hlutfallið hefur hækkað úr 12% upp í tæplega 25% barna. Eitt af hverjum fjórum börnum á Íslandi á aldrinum 14 til 17 ára er nú á einu eða fleiri geðlyfjum. Tæplega 19% barna á aldrinum 10 til 13 ára á Íslandi eru á geðlyfjum. Það er áhyggjuefni að notkun geðlyfja, sem sum hver eru ávanabindandi, hafi aukist svo mikið meðal barna undanfarin ár. Lyfjanotkunin er mest hjá börnum á Vesturlandi og Suðurnesjum, um 17%. Á Suðurlandi nota 15% barna geðlyf. Geðlyfjanotkun fer ekki í neinum landshluta undir 12%. Skortur á úrræðum helsta ástæða aukningar Lyfjastofnun leiðir að því líkur í skýrslu frá 2017 að þessi lyfjanotkun sé afleiðing þess að ekki sé boðið upp á viðeigandi úrræði á Íslandi. Sálfræðiþjónusta er þar að auki ekki niðurgreidd þrátt fyrir að vitað sé að fyrsta meðferð og áhrifamesta úrræðið við kvíða eigi alltaf að vera gagnreynd samtalsmeðferð. Þetta er vanræksla af hálfu ríkisstjórnarinnar sem setur viðeigandi úrræði fyrir börn ekki í forgang. Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að 70% einstaklinga á hjúkrunarheimilum eru á einu eða fleiri geðlyfjum. Rannsóknaniðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að sérstaklega sé vandað til ávísana geðlyfja til aldraðra einstaklinga og að þær byggi á nákvæmri geðskoðun. Það kemur þó fram í rannsóknarniðurstöðum í Læknablaðinu að árið 2018 fengu 18% íbúa á hjúkrunarheimilum ávísuð geðlyf án greiningar. Þrátt fyrir það segir í svari heilbrigðisráðherra “Ekki er gert ráð fyrir sérstakri endurskoðun á ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum eins og sakir standa.” Það er undarlegt að ráðherra vilji ekki endurskoða ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum. Réttast væri að endurskoða með reglulegu millibili lyfjagjöf. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir eru á lyfjum án greininga. Eyðum biðlistum og tryggjum úrræði Lausnirnar virðast vera lyf, lyf og meiri lyf til þess að meðhöndla einkenni, frekar en úrræði til þess að meðhöndla orsök. Plástrar í stað heildrænnar nálgunar og langtímalausna. Huga þarf að þjónustu og því er mikilvægt að setja mun meiri kraft og fjármagn í að koma á fót og styðja við úrræði við geð- og atferlisvanda. Ég skora á ríkisstjórnina að bregðast hratt og örugglega við þessum niðurstöðum og setja úrræði fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins í forgang með það mikilvæga markmið að eyða biðlistum og tryggja þjónustu við hæfi. Höfundur er varaþingmaður Pírata og er á lista Pírata í Kópavogi til sveitastjórnarkosninga 14. maí nk.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar