Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri og nýliðarnir komnir á blað Árni Jóhannsson skrifar 2. maí 2022 22:00 ÍA fagnar marki sínu í kvöld sem margir vilja meina að hafi verið tæpt Vísir/Vilhelm Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. Leikið var í þriðju umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Safamýri. Bæði lið reyndu í lok leiks að ná í stigin þrjú en það hafðist ekki og því var sæst á jafntefli. Heimamenn í Fram byrjuðu betur að því leyti að þeir héldu boltanum vel innan liðs síns en náðu ekki að skapa vandræði fyrir þéttan varnarmúr Skagamanna. ÍA treysti á skyndisóknir í leiknum en náðu ekki að gera sér nógu mikinn mat úr þeim stöðum sem þeir sköpuðu sér og því var fátt marktækt sem gerðist lengi vel í leiknum. Varnir liðanna núlluðu út andstæðing sinn ef svo má segja. Menn á ferð og flugi.Vísir/Vilhelm Á 22. mínútu leiksins dró svo til tíðinda þegar Fram komst yfir. Boltinn látinn ganga kanta á milli og honum svo lyft inn á teig þar sem Albert Hafsteinsson var einn og skallaði boltann fyrir markið og var Guðmundur Magnússon mættur á markteiginn til að ýta boltanum yfir línuna. Fyrsta almennilega færi leiksins og mark staðreynd. Eftir markið duttu heimamenn örlítið aftar á völlinn og Skagamenn héldu boltanum innan sinna raða. Það var eins, fá færi litu dagsins ljós þangað til að þeir jöfnuðu metin á 41. mínútu. Kaj Leo í Bartalstovu tók hornspyrnu og var spyrnan skölluð í átt að marki. Eyþór Wöhler fékk boltann til sín og náði hann að koma boltanum á markið. Ólafur Íshólm varði boltann en eftir drykklanga stund flautaði dómari leiksin og gaf til kynna að boltinn hefði farið yfir línuna og Skagamenn búnir að jafna metin. Sambamýrin stóð undir nafni.Vísir/Vilhelm Flautað var til hálfleiks í stöðunni 1-1 og gátu liðin verið sátt með sig en vissu að þau gætu betur. Seinni hálfleikur var með sama móti og fyrri partur fyrri hálfleiks. Fram hélt boltanum án þess að skapa sér færi og ÍA reyndi við skyndisóknir án þess að skapa sér færi. Hart var barist án þess þó að fautaskapur hafi komið við sögu og var leikurinn stál í stál lengi vel. Guðmundur Magnússon skoraði annað mark síðan á 50. mínútu að því að hann hélt en hann var dæmdur rangstæður en sú rangstaða var mjög tæp og geta Safamýrar piltar verið ósáttir að hafa ekki fengið neitt úr því færi. Aron Bjarki í baráttunni við Guðmund Magnússon.Vísir/Vilhelm Þegar um korter var eftir af leiknum færðist örlítið meira fjör í leikinn. Liðin fundu að það væri tækifæri til að ná í annað mark og þar með stigin þrjú og sköpuðust talsvert af hálffærum og góðum stöðum án þess að liðin gripu gæsina. Til dæmis átti Gísli Laxdal skot rétt framhjá af vítapunktinum og Guðmundur Magnússon var kominn á undan boltanum inn í markteig þannig að hálfgert dauðafæri rann út í sandinn á lokaandartökunum. Leikurinn fjaraði svo út og bæði lið gengu af velli með sitthvort stigið í pokanum góða. Stuðningsfólk ÍA mætti vel í kvöld.Vísir/Vilhelm Af hverju varð jafntefli? Liðin náðu hvorki að skapa sér nógu góð tækifæri né að nýta góðar stöður út á velli til að skora fleiri mörk í dag. Þau nýttu sitt hvort færið og sýndu síðan fínan varnarleik þess á milli. Bestir á vellinum? Varnarlínur beggja liða stóðu sína plikt vel í dag en Guðmundur Magnússon fær nafnbótina bestur á vellinum í dag. Hann skoraði mark heimamanna og kom sér síðan í góð færi en náði ekki að nýta sér það. Guðmundur Magnússon í baráttunni við allt og alla.Vísir/Vilhelm Hvað næst? Bæði lið fá verðug verkefni í næstu umferð. Framarar fara í Garðabæinn og spila við Stjörnuna. Þar er tækifæri til þess að byggja ofan á góða frammistöðu í dag en það verður við rammann reip að draga. Sömu sögu er að segja fyrir ÍA sem fær Breiðablik í heimsókn. Blikar leika á als oddi þessa dagana og þarf Skagavörnin að standa sína plikt aftur um næstu helgi eins og alla daga. Jón Þór: Erum svo sem aldrei sáttir við stigið Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA hefði viljað meira út úr leiknum við Fram í kvöld.Vísir/Vilhelm „Nei við erum svo sem aldrei sáttir við stigið. Við hefðum viljað vinna þennan leik“, sagði þjálfari ÍA, Jón Þór Hauksson, þegar hann var spurður hvort hann gæti verið sáttur við stigið sem liðið hans fékk í kvöld og jafnvel frammistöðuna líka. „Á endanum var þetta samt sanngjörn niðurstaða enda var þetta alltaf að fara að ráðast á einhverju smá atriði ef annað hvort liðið myndi vinna þennan leik. Við vissum það að Framarar myndu koma grimmir í þennan leik og búnir að bíða dálítið eftir þessum leik og mér fannst þeir koma eins og við reiknuðum með.“ „Þeir komu af krafti og komust yfir en við gerðum vel í að komast aftur inn í leikinn og jafna metin í lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik þá var þetta stál í stál og bæði lið reyndu hvað þau gátu til að tryggja sér sigurinn en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta sanngjörn niðurstaða.“ Hvað hefðu Skagamenn geta gert betur í kvöld? „Við erum allan leikinn í gegn að koma okkur í álitlegar stöður til að búa okkur til eitthvað en við náum ekki síðastu snertingunni til að búa til færi úr því. Stöður eins og einn á móti einum eða tveir á móti tveimur og svo framvegis. Stöður sem við hefðum getað gert betur í.“ ÍA er komið með fimm stig eftir þrjá leiki og var Jón Þór spurður út í hvort það væri ásættanleg uppskera. „Ég held að við séum pínu svekktir að hafa ekki náð að vinna leikinn í kvöld. Gott að tapa honum ekki samt. Þetta eru bara stigin sem við erum með eftir þessa þrjá leiki og við höldum áfram.“ Leikurinn við Breiðablik í næstu umferð er víst leikur númer 1000 hjá ÍA í efstu deild og var þjálfarinn spurður hvort einhver aukapressa væri á hans mönnum vegna þess eða hvort það væri bara tilefni til að hafa gaman. „Það verður líklega eitthvað húllumhæ. Leikurinn er klukkan tvö á laugardaginn þannig að það hlýtur að vera stemming þá. Jón Þór vill sjá fólk mæta á laugardaginn.Vísir/Vilhelm Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram ÍA Íslenski boltinn
Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. Leikið var í þriðju umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Safamýri. Bæði lið reyndu í lok leiks að ná í stigin þrjú en það hafðist ekki og því var sæst á jafntefli. Heimamenn í Fram byrjuðu betur að því leyti að þeir héldu boltanum vel innan liðs síns en náðu ekki að skapa vandræði fyrir þéttan varnarmúr Skagamanna. ÍA treysti á skyndisóknir í leiknum en náðu ekki að gera sér nógu mikinn mat úr þeim stöðum sem þeir sköpuðu sér og því var fátt marktækt sem gerðist lengi vel í leiknum. Varnir liðanna núlluðu út andstæðing sinn ef svo má segja. Menn á ferð og flugi.Vísir/Vilhelm Á 22. mínútu leiksins dró svo til tíðinda þegar Fram komst yfir. Boltinn látinn ganga kanta á milli og honum svo lyft inn á teig þar sem Albert Hafsteinsson var einn og skallaði boltann fyrir markið og var Guðmundur Magnússon mættur á markteiginn til að ýta boltanum yfir línuna. Fyrsta almennilega færi leiksins og mark staðreynd. Eftir markið duttu heimamenn örlítið aftar á völlinn og Skagamenn héldu boltanum innan sinna raða. Það var eins, fá færi litu dagsins ljós þangað til að þeir jöfnuðu metin á 41. mínútu. Kaj Leo í Bartalstovu tók hornspyrnu og var spyrnan skölluð í átt að marki. Eyþór Wöhler fékk boltann til sín og náði hann að koma boltanum á markið. Ólafur Íshólm varði boltann en eftir drykklanga stund flautaði dómari leiksin og gaf til kynna að boltinn hefði farið yfir línuna og Skagamenn búnir að jafna metin. Sambamýrin stóð undir nafni.Vísir/Vilhelm Flautað var til hálfleiks í stöðunni 1-1 og gátu liðin verið sátt með sig en vissu að þau gætu betur. Seinni hálfleikur var með sama móti og fyrri partur fyrri hálfleiks. Fram hélt boltanum án þess að skapa sér færi og ÍA reyndi við skyndisóknir án þess að skapa sér færi. Hart var barist án þess þó að fautaskapur hafi komið við sögu og var leikurinn stál í stál lengi vel. Guðmundur Magnússon skoraði annað mark síðan á 50. mínútu að því að hann hélt en hann var dæmdur rangstæður en sú rangstaða var mjög tæp og geta Safamýrar piltar verið ósáttir að hafa ekki fengið neitt úr því færi. Aron Bjarki í baráttunni við Guðmund Magnússon.Vísir/Vilhelm Þegar um korter var eftir af leiknum færðist örlítið meira fjör í leikinn. Liðin fundu að það væri tækifæri til að ná í annað mark og þar með stigin þrjú og sköpuðust talsvert af hálffærum og góðum stöðum án þess að liðin gripu gæsina. Til dæmis átti Gísli Laxdal skot rétt framhjá af vítapunktinum og Guðmundur Magnússon var kominn á undan boltanum inn í markteig þannig að hálfgert dauðafæri rann út í sandinn á lokaandartökunum. Leikurinn fjaraði svo út og bæði lið gengu af velli með sitthvort stigið í pokanum góða. Stuðningsfólk ÍA mætti vel í kvöld.Vísir/Vilhelm Af hverju varð jafntefli? Liðin náðu hvorki að skapa sér nógu góð tækifæri né að nýta góðar stöður út á velli til að skora fleiri mörk í dag. Þau nýttu sitt hvort færið og sýndu síðan fínan varnarleik þess á milli. Bestir á vellinum? Varnarlínur beggja liða stóðu sína plikt vel í dag en Guðmundur Magnússon fær nafnbótina bestur á vellinum í dag. Hann skoraði mark heimamanna og kom sér síðan í góð færi en náði ekki að nýta sér það. Guðmundur Magnússon í baráttunni við allt og alla.Vísir/Vilhelm Hvað næst? Bæði lið fá verðug verkefni í næstu umferð. Framarar fara í Garðabæinn og spila við Stjörnuna. Þar er tækifæri til þess að byggja ofan á góða frammistöðu í dag en það verður við rammann reip að draga. Sömu sögu er að segja fyrir ÍA sem fær Breiðablik í heimsókn. Blikar leika á als oddi þessa dagana og þarf Skagavörnin að standa sína plikt aftur um næstu helgi eins og alla daga. Jón Þór: Erum svo sem aldrei sáttir við stigið Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA hefði viljað meira út úr leiknum við Fram í kvöld.Vísir/Vilhelm „Nei við erum svo sem aldrei sáttir við stigið. Við hefðum viljað vinna þennan leik“, sagði þjálfari ÍA, Jón Þór Hauksson, þegar hann var spurður hvort hann gæti verið sáttur við stigið sem liðið hans fékk í kvöld og jafnvel frammistöðuna líka. „Á endanum var þetta samt sanngjörn niðurstaða enda var þetta alltaf að fara að ráðast á einhverju smá atriði ef annað hvort liðið myndi vinna þennan leik. Við vissum það að Framarar myndu koma grimmir í þennan leik og búnir að bíða dálítið eftir þessum leik og mér fannst þeir koma eins og við reiknuðum með.“ „Þeir komu af krafti og komust yfir en við gerðum vel í að komast aftur inn í leikinn og jafna metin í lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik þá var þetta stál í stál og bæði lið reyndu hvað þau gátu til að tryggja sér sigurinn en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta sanngjörn niðurstaða.“ Hvað hefðu Skagamenn geta gert betur í kvöld? „Við erum allan leikinn í gegn að koma okkur í álitlegar stöður til að búa okkur til eitthvað en við náum ekki síðastu snertingunni til að búa til færi úr því. Stöður eins og einn á móti einum eða tveir á móti tveimur og svo framvegis. Stöður sem við hefðum getað gert betur í.“ ÍA er komið með fimm stig eftir þrjá leiki og var Jón Þór spurður út í hvort það væri ásættanleg uppskera. „Ég held að við séum pínu svekktir að hafa ekki náð að vinna leikinn í kvöld. Gott að tapa honum ekki samt. Þetta eru bara stigin sem við erum með eftir þessa þrjá leiki og við höldum áfram.“ Leikurinn við Breiðablik í næstu umferð er víst leikur númer 1000 hjá ÍA í efstu deild og var þjálfarinn spurður hvort einhver aukapressa væri á hans mönnum vegna þess eða hvort það væri bara tilefni til að hafa gaman. „Það verður líklega eitthvað húllumhæ. Leikurinn er klukkan tvö á laugardaginn þannig að það hlýtur að vera stemming þá. Jón Þór vill sjá fólk mæta á laugardaginn.Vísir/Vilhelm Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti