Ísland getur ekki fallið úr Þjóðadeildinni og Portúgal fær EM-sæti Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2022 16:59 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Rússlandi sem hefur verið bannað frá keppni. Getty/Mario Hommes UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt um nokkrar ákvarðanir varðandi landslið Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ein af ákvörðunum snertir Ísland með beinum hætti því Rússland og Ísland drógust saman í riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta karla og áttu að mætast þar í sumar. UEFA hafði áður gefið út að Rússum yrði bannað að spila leiki í alþjóðlegum keppnum, bæði félagsliða og landsliða. Samkvæmt ákvörðun dagsins er svo orðið endanlega ljóst núna að Rússar munu því enda í 4. og neðsta sæti riðilsins sem Ísland er í í Þjóðadeildinni. Það þýðir jafnframt að Arnar Þór Viðarsson og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hættu á að falla niður í C-deild. Það verður hlutskipti Rússa. Ísland mun hins vegar spila við Ísrael og Albaníu, og það lið sem endar efst í riðlinum kemst upp í A-deild, þar sem Ísland spilaði á fyrstu tveimur leiktíðunum í Þjóðadeildinni ásamt bestu landsliðum Evrópu. Portúgal á EM í stað Rússlands UEFA tilkynnti einnig að Portúgal kæmi inn á EM kvenna í Englandi í sumar, í C-riðilinn, í stað Rússlands. Komist Ísland upp úr sínum riðli, D-riðli, mætir Ísland liði úr C-riðli í 8-liða úrslitum og nú er ljóst að það yrði þá eitthvert þessara liða; Holland, Svíþjóð, Sviss eða Portúgal. Þá hefur verið ákveðið að ógilda úrslit Rússlands í undankeppni HM kvenna og EM U21-landsliða karla. Rússnesk félagslið fá ekki að leika í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Þetta þýðir til að mynda að Skotlandsmeistarar þessa árs, sennilega Celtic, fara beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust. Þá hefur Rússum formlega verið bannað að halda EM 2028 eða 2032 en rússneska knattspyrnusambandið sótti um að fá að halda mótin. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Ein af ákvörðunum snertir Ísland með beinum hætti því Rússland og Ísland drógust saman í riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta karla og áttu að mætast þar í sumar. UEFA hafði áður gefið út að Rússum yrði bannað að spila leiki í alþjóðlegum keppnum, bæði félagsliða og landsliða. Samkvæmt ákvörðun dagsins er svo orðið endanlega ljóst núna að Rússar munu því enda í 4. og neðsta sæti riðilsins sem Ísland er í í Þjóðadeildinni. Það þýðir jafnframt að Arnar Þór Viðarsson og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hættu á að falla niður í C-deild. Það verður hlutskipti Rússa. Ísland mun hins vegar spila við Ísrael og Albaníu, og það lið sem endar efst í riðlinum kemst upp í A-deild, þar sem Ísland spilaði á fyrstu tveimur leiktíðunum í Þjóðadeildinni ásamt bestu landsliðum Evrópu. Portúgal á EM í stað Rússlands UEFA tilkynnti einnig að Portúgal kæmi inn á EM kvenna í Englandi í sumar, í C-riðilinn, í stað Rússlands. Komist Ísland upp úr sínum riðli, D-riðli, mætir Ísland liði úr C-riðli í 8-liða úrslitum og nú er ljóst að það yrði þá eitthvert þessara liða; Holland, Svíþjóð, Sviss eða Portúgal. Þá hefur verið ákveðið að ógilda úrslit Rússlands í undankeppni HM kvenna og EM U21-landsliða karla. Rússnesk félagslið fá ekki að leika í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Þetta þýðir til að mynda að Skotlandsmeistarar þessa árs, sennilega Celtic, fara beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust. Þá hefur Rússum formlega verið bannað að halda EM 2028 eða 2032 en rússneska knattspyrnusambandið sótti um að fá að halda mótin.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira