Sjö mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 17:57 Maðurinn ók ítrekað undir áhrifum ýmissa vímuefna og rændi eitt sinn apótek til að verða sér úti um Oxycontin. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna, fyrir vopnalagabrot, fyrir rán og fyrir að hafa stolið tveimur farsímum úr Smáralind í Kópavogi. Maðurinn var jafnframt sviptur ökurétti í þrjátíu mánuði. Dómur féll hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudag, 29. apríl, en maðurinn var ákærður í alls níu liðum. Hann játaði brotin fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars 2021 framið rán í lyfjaversluninni Farmasíu í Reykjavík þar sem hann og félagi hans gengu á bak við afgreiðsluborðið og veittust að starfsmanni með hótunum. Félaginn dró þar upp hamar og krafði starfsmanninn um að afhenda Oxycontin. Starfsmaðurinn afhenti eina slíka pakkningu, sem maðurinn tók með sér. Þá var hann ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í júlí 2020 ekið bíl, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa slævandi lyfja. Í blóði hans mældist alprazólam og amfetamín. Maðurinn var að aka austur Suðurlandsveg í Skaftárhreppi þar til aksturinn endaði með árekstri við bæinn Foss á Síðu. Maðurinn var þá ákærður fyrir umferðarlagabrot fyrir að hafa í janúar 2021 ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni undir áhrifum oxýkódon norður Sæbraut í Reykjavík þar til lögregla stöðvaði hann við Sæviðarsund. HAnn var einnig tekinn í febrúar 2021 fyrir akstur undir áhrifum alprazólams, oxýkódóns og zópíklón vestur Ásvallabraut og norður Ásbraut þar til lögreglan stöðvaði hann. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa í apríl 2021 ekið bíl undir áhrifum alprazólams og oxýkódóns um bifreiðastæði í Hafnarfirði þar til lögregla stöðvaði hann. Auk þess hafi hann í janúar 2021 ekið undir áhrifum oxýkódóns og zolpidem um Ásbraut í Hafnarfirði en aksturinn endaði uppi á hringtorginu Hamratorgi þar sem maðurinn ók á umferðarskilti og hvolfdi bifreiðinni. Maðurinn flúði af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldum sínum við umferðaróhapp. Hann var þá ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum hnúajárn sem fannst við leit lögreglu í bílnum sem hann hvolfdi á hringtorginu Hamratorgi. Maðurinn var í annarri ákæru ákærður fyrir að hafa í mars 2021 stollið Samsung Galaxy S21 Ultra farsíma úr verslun Símans í Smáralind og að hafa stolið samskonar síma úr sömu verslun tveimur vikum síðar. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í júní 2020 verið dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti í fjóra mánuði fyrir lyfjaakstur og fyrir að hafa ekki ökuskírteinni meðferðis. Þá kom fram við meðferð málsins að maðurinn hafi breytt lífi sínu til hins betra og ekki komið til sögu lögreglu síðan hann framdi brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir núna. Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Dómur féll hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudag, 29. apríl, en maðurinn var ákærður í alls níu liðum. Hann játaði brotin fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars 2021 framið rán í lyfjaversluninni Farmasíu í Reykjavík þar sem hann og félagi hans gengu á bak við afgreiðsluborðið og veittust að starfsmanni með hótunum. Félaginn dró þar upp hamar og krafði starfsmanninn um að afhenda Oxycontin. Starfsmaðurinn afhenti eina slíka pakkningu, sem maðurinn tók með sér. Þá var hann ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í júlí 2020 ekið bíl, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa slævandi lyfja. Í blóði hans mældist alprazólam og amfetamín. Maðurinn var að aka austur Suðurlandsveg í Skaftárhreppi þar til aksturinn endaði með árekstri við bæinn Foss á Síðu. Maðurinn var þá ákærður fyrir umferðarlagabrot fyrir að hafa í janúar 2021 ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni undir áhrifum oxýkódon norður Sæbraut í Reykjavík þar til lögregla stöðvaði hann við Sæviðarsund. HAnn var einnig tekinn í febrúar 2021 fyrir akstur undir áhrifum alprazólams, oxýkódóns og zópíklón vestur Ásvallabraut og norður Ásbraut þar til lögreglan stöðvaði hann. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa í apríl 2021 ekið bíl undir áhrifum alprazólams og oxýkódóns um bifreiðastæði í Hafnarfirði þar til lögregla stöðvaði hann. Auk þess hafi hann í janúar 2021 ekið undir áhrifum oxýkódóns og zolpidem um Ásbraut í Hafnarfirði en aksturinn endaði uppi á hringtorginu Hamratorgi þar sem maðurinn ók á umferðarskilti og hvolfdi bifreiðinni. Maðurinn flúði af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldum sínum við umferðaróhapp. Hann var þá ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum hnúajárn sem fannst við leit lögreglu í bílnum sem hann hvolfdi á hringtorginu Hamratorgi. Maðurinn var í annarri ákæru ákærður fyrir að hafa í mars 2021 stollið Samsung Galaxy S21 Ultra farsíma úr verslun Símans í Smáralind og að hafa stolið samskonar síma úr sömu verslun tveimur vikum síðar. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í júní 2020 verið dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti í fjóra mánuði fyrir lyfjaakstur og fyrir að hafa ekki ökuskírteinni meðferðis. Þá kom fram við meðferð málsins að maðurinn hafi breytt lífi sínu til hins betra og ekki komið til sögu lögreglu síðan hann framdi brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir núna.
Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira