Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 23:10 Sigfús Jónsson, strandveiðisjómaður á Fögru Fríðu AK, að lokinni löndun á Akranesi í kvöld. Arnar Halldórsson Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint frá Akraneshöfn en þar lönduðu þrír strandveiðibátar síðdegis og í kvöld. Þar var Óskar Óskarsson á Sval AK nýbúinn að landa um fimmhundruð kílóum, sem hann veiddi um 10-12 sjómílur undan Akranesi. Skömmu áður hittum við Sigfús Jónsson á Fögru Fríðu AK og spurðum hvernig hefði gengið: „Það gekk bara bærilega.“ -Var ekki leiðindaveður? „Jú, það var hundleiðinlegt,“ svaraði Sigfús en kvaðst þó finna stemmninguna. Allir væru að gera sig klára og vonast til að það yrði góð veiði. „Verðið hátt og nóg af kvóta. Þá verða allir sælir og glaðir, sko.“ -Og ráðherrann er svona búinn að lofa aðeins meiru? „Það hlýtur að vera. Hún hlýtur að lofa öllu fögru, svona fyrir sveitarstjórnarkosningar.“ -Þannig að það stefnir í gott sumar? „Já, já. Ekki spurning,“ svaraði Sigfús. Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra er búin að gefa út 11.100 tonna kvóta fyrir strandveiðarnar, þar af 10.000 tonn í þorski og 1.000 tonn í ufsa. Gera má ráð fyrir að aflanum verði landað í um fimmtíu höfnum hringinn í kringum landið, sem ætti að færa líf og fjör í sjávarbyggðir landsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Byggðamál Akranes Tengdar fréttir Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint frá Akraneshöfn en þar lönduðu þrír strandveiðibátar síðdegis og í kvöld. Þar var Óskar Óskarsson á Sval AK nýbúinn að landa um fimmhundruð kílóum, sem hann veiddi um 10-12 sjómílur undan Akranesi. Skömmu áður hittum við Sigfús Jónsson á Fögru Fríðu AK og spurðum hvernig hefði gengið: „Það gekk bara bærilega.“ -Var ekki leiðindaveður? „Jú, það var hundleiðinlegt,“ svaraði Sigfús en kvaðst þó finna stemmninguna. Allir væru að gera sig klára og vonast til að það yrði góð veiði. „Verðið hátt og nóg af kvóta. Þá verða allir sælir og glaðir, sko.“ -Og ráðherrann er svona búinn að lofa aðeins meiru? „Það hlýtur að vera. Hún hlýtur að lofa öllu fögru, svona fyrir sveitarstjórnarkosningar.“ -Þannig að það stefnir í gott sumar? „Já, já. Ekki spurning,“ svaraði Sigfús. Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra er búin að gefa út 11.100 tonna kvóta fyrir strandveiðarnar, þar af 10.000 tonn í þorski og 1.000 tonn í ufsa. Gera má ráð fyrir að aflanum verði landað í um fimmtíu höfnum hringinn í kringum landið, sem ætti að færa líf og fjör í sjávarbyggðir landsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Byggðamál Akranes Tengdar fréttir Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13