Dæmdur í sex leikja bann en segist vera alsaklaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 14:00 DeAndre Hopkins er frábær útherji og fáir betri að grípa boltann í þröngri stöðu. Hér hefur hann hann skorað snertimark fyrir Arizona Cardinals. Getty/Emilee Chinn DeAndre Hopkins, stjörnuútherji Arizona Cardinals í NFL-deildinni, var í gær dæmdur í sex leikja bann fyrir að hafa orðið uppvís af því að nota ólögleg efni. Hopkins heldur fram sakleysi sínu. NFL-deildin segir að leikmaðurinn hafi nota frammistöðubætandi efni en leikmaðurinn sjálfur kemur alveg af fjöllum og skilur ekki hvernig þetta gat gerst. View this post on Instagram A post shared by NFL on FOX (@nflonfox) Doug Sanders, umboðsmaður Hopkins, sagði blaðamanni ESPN að það hafi fundist leyfar af þessum efnum í nóvember en í lyfjaprófum í mánuðinum á undan og mánuðinum á eftir hafi ekki fundist neitt. Hopkins sagðist vera í áfalli þegar hann tjáði sig um fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum. Þetta hafi komið honum alveg í opna skjöldu. „Ég var ringlaður og í áfalli þegar ég frétti þetta. Ég passa mikið hvað ég læt ofan í mig og hef alltaf notað heildrænar lækningar. Ég vinn nú að því með mínu teymi að komast að því hvernig þetta gat gerst,“ skrifaði DeAndre Hopkins. „Eins varlega og ég hef farið þá hef ég greinilega ekki farið nógu varlega. Ég bið stuðningsmenn Cardinals, liðsfélaga mína og allt Cardinals félagið afsökunar á því. Ég vil aldrei bregðast mínu liði. Ég ætla mér að komast að hinu sanna. Um leið og ég fæ frekari upplýsingar þá mun ég segja ykkur frá þeim,“ skrifaði Hopkins. View this post on Instagram A post shared by Deandre Hopkins (@deandrehopkins) Hopkins má spila með liðinu á undirbúningstímabilinu og æfa með því alveg fram að fyrsta leik á leiktíðinni. Hopkins verður þrítugur í sumar og var að klára erfitt tímabil þar sem hann glímdi mikið við meiðsli og úr varð hann lélegasta tímabil á ferlinum. Hopkins missti fyrst af þremur leikjum um mitt tímabilið vegna tognunar aftan í læri og svo af síðustu fjórum leikjunum og leiknum í úrslitakeppni vegna hnémeiðsla. Það efast þó fáir um hæfileika Hopkins sem hefur lengi verið í hópi allra bestu útherja NFL-deildarinnar enda hefur hann þrisvar verið kosinn í lið ársins og fimm sinnum verið valinn í stjörnuleikinn. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
NFL-deildin segir að leikmaðurinn hafi nota frammistöðubætandi efni en leikmaðurinn sjálfur kemur alveg af fjöllum og skilur ekki hvernig þetta gat gerst. View this post on Instagram A post shared by NFL on FOX (@nflonfox) Doug Sanders, umboðsmaður Hopkins, sagði blaðamanni ESPN að það hafi fundist leyfar af þessum efnum í nóvember en í lyfjaprófum í mánuðinum á undan og mánuðinum á eftir hafi ekki fundist neitt. Hopkins sagðist vera í áfalli þegar hann tjáði sig um fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum. Þetta hafi komið honum alveg í opna skjöldu. „Ég var ringlaður og í áfalli þegar ég frétti þetta. Ég passa mikið hvað ég læt ofan í mig og hef alltaf notað heildrænar lækningar. Ég vinn nú að því með mínu teymi að komast að því hvernig þetta gat gerst,“ skrifaði DeAndre Hopkins. „Eins varlega og ég hef farið þá hef ég greinilega ekki farið nógu varlega. Ég bið stuðningsmenn Cardinals, liðsfélaga mína og allt Cardinals félagið afsökunar á því. Ég vil aldrei bregðast mínu liði. Ég ætla mér að komast að hinu sanna. Um leið og ég fæ frekari upplýsingar þá mun ég segja ykkur frá þeim,“ skrifaði Hopkins. View this post on Instagram A post shared by Deandre Hopkins (@deandrehopkins) Hopkins má spila með liðinu á undirbúningstímabilinu og æfa með því alveg fram að fyrsta leik á leiktíðinni. Hopkins verður þrítugur í sumar og var að klára erfitt tímabil þar sem hann glímdi mikið við meiðsli og úr varð hann lélegasta tímabil á ferlinum. Hopkins missti fyrst af þremur leikjum um mitt tímabilið vegna tognunar aftan í læri og svo af síðustu fjórum leikjunum og leiknum í úrslitakeppni vegna hnémeiðsla. Það efast þó fáir um hæfileika Hopkins sem hefur lengi verið í hópi allra bestu útherja NFL-deildarinnar enda hefur hann þrisvar verið kosinn í lið ársins og fimm sinnum verið valinn í stjörnuleikinn. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl)
NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira