Gramir byssumenn krefjast þess að skotsvæðið á Álfsnesi opni aftur Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2022 10:27 Dagný telur víst að byssumenn megi sæta fordómum, þannig að stjórnmálamenn telji sig ekki skaðast við að þjarma að þeim þegar svo ber undir. Guðmundur Gíslason Dagný Huld Hinriksdóttir, afrekskona í skotíþróttum, telur einsýnt að skotfimi- og veiðimenn séu fórnarlömb fordóma sem stjórnmálamenn hafi því miður elt. Hún vísar þar skotsvæðisins á Álfsnesi sem var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. Skotsvæðið hefur ekki verið opnað aftur byssumönnum á höfuðborgarsvæðinu til mikillar armæðu þó allar forsendur séu nú breyttar frá útgefinni ástæðu fyrir lokuninni á sínum tíma. Í gær var borgarstjóra afhentur undirskriftarlisti þar sem skorað er á borgaryfirvöld að opna skotsvæðin á Álfsnesi nú þegar. 2,703 skráðu sig á listann með rafrænum skilríkum. Dagný Huld stóð fyrir söfnuninni ásamt eiginmanni sínum, Guðna Þorra Helgasyni en borgarfulltrúar meirihlutans, þau Dagur B. Eggertsson Samfylkingu, Líf Magneudóttir Vinstri grænum og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn veittu undirskriftarlistanum viðtöku. Einnig voru mættir fulltrúar skotfélaganna sem hafa haft aðstöðu á Álfsnesi þeir Guðmundur Kr. Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur og Þórir Ingi Friðriksson úr Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis. Listarnir voru afhentir við Skothúsveg þar sem Skotfélag Reykjavíkur hóf starfsemi sína og var formlega stofnað þann 2.júní 1867. „Já, þessu var lokað alveg. Skellt í lás hjá báðum félögunum,“ segir Dagný Huld ósátt í samtali við Vísi. Hún segir að söfnun undirskriftanna sé ekki á vegum félaganna, heldur er þetta framtak iðkenda í skotfimi. Engu að síður sé ekki úr vegi að líta til þess að félagið sem verður fyrir barðinu á hinni fruntalegu framgöngu, að mati byssumanna, er elsta íþróttafélag landsins. Þó forsendur séu breyttar gerist ekkert „Það er ýmislegt í þessu sem er skrítið. Svæðinu var lokað á föstudegi fyrir kosningar. Okkar blessaði umhverfisráðherra þá [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] lét það verða sitt síðasta verk. Þetta var á föstudegi, það voru kosningar á laugardegi og félögin fengu bréfið á mánudegi. Þeir pössuðu sig á því að tilkynna okkur þetta ekki fyrr en eftir kosningar,“ segir Dagný Huld. Hún segir að uppgefnar forsendur fyrir lokuninni hafi verið þær að svæðið væri ekki inni á aðalskipulagi Reykjavíkur. En nú sé búið að breyta því og Dagný Huld spyr hvers vegna ekki sé búið að opna svæðið á ný? Dagný Huld á skotsvæðinu við æfingar.Guðmundur Gíslason Hún segir að uppi séu háværar en fáar raddir sem tali um hljóðmengun en svæðinu hafi ekki verið lokað á þeim forsendum. Og það sem meira er, þau sem hafa haft aðstöðu á svæðinu, sem er að mati Dagnýjar Huldar kjörið til skotiðkunar, séu boðin og búin að lagfæra svæðið með því til dæmis að reisa hljóðmanir, stytta opnunartíma, ef því er að skipta. Til að koma til móts við þá sem hafa kvartað. „Ég fylgdist með Degi á fundi sem var haldinn um málið á Kjalarnesi. Hann útilokaði ekkert en þessir pólitíkusar kunna að tala í kringum hlutina og gefa engin svör.“ Veiðimenn á Íslandi mega sæta fordómum Dagný Huld segir reyndar að borgarfulltrúarnir hafi tekið vel í erindið, það er þegar undirskriftalisinn var afhentur, en það sé hins vegar ekkert að gerast í málinu. „Þau hlustuðu, þau mega eiga það. Við erum sanngjörn en ef svæðið á að fara af Álfsnesi, þá vil ég allaveganna fá að vera þarna þar til annað svæði opnar.“ Spurð hvort það geti verið að byssumenn séu ekki séu hreinlega ekki í náðinni hjá stjórnmálamönnum af ýmsum ástæðum svo sem þeim sem snúa að ríkjandi rétttrúnaði á samfélagsmiðlum, segist Dagný ekki vita það. Dagný Huld er afreksmaður í skotfimi og hún segir það helv... hart að þurfa að keyra langan veg út á land til að æfa sína íþrótt.Guðmundur Gíslason „Ég er ekki bara keppnismanneskja í þessu heldur veiðimaður líka, fer á rjúpu, gæs og hreindýr. Og fólk skilur þetta ekki. Sumir segja: Af hverju ertu að skjóta þessi saklausu dýr? Af hverju ferðu ekki út í búð og kaupir í matinn? En allan daginn er mannúðlegra að skjóta bráðina í náttúrunni, eitt skot og búmm, fremur en flytja gripina landshorna á milli í sláturhús. Þetta er fáfræði,“ segir Dagný Huld. Hún telur einsýnt að veiðimenn búi við fordóma. Glatað að þurfa út á land til að æfa sína íþrótt Varðandi undirskriftirnar sjálfar þá segist Dagný Huld viljað fá fleiri til að skrifa undir. Það hafi verið flækjustig en þeir sem skrifuðu undir þurftu að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum fyrst og fara svo aftur inn á síðuna til að skrá sig. Sjálf hafi hún ekki áttað sig á því í fyrstu og þá viti hún til þess að margir sem styðja málið hafi ekki verið kunnugt um að undirskriftasöfnunina – þannig að kynningin á Facebook hafi ekki verið eins og skyldi. Dagný Huld afhendir þeim Líf, Þórdísi Lóu og Degi undirskriftarlistana í gær. Hún segir að stjórnmálamennirnir megi eiga það að þau hlustuðu en byssumenn eru afar ósáttir við að skotsvæðinu á Álfsnesi sé haldið lokuðu. Engu að síður er Dagný ánægð með fjöldann, tæplega þrjú þúsund skrifuðu undir og það er rödd. „Við höfum orðið undir í þessu máli. Það eru fáar og háværar raddir á Kjalarnesi sem hafa fengið sínu fram. En einhvers staðar verðum við að fá að vera. Þetta er góð staðsetning,“ segir Dagný. Sjálf æfir hún sína íþrótt af kappi, oft í viku. Skot eru dýr og þegar við bætist olíukostnaður til Þorlákshafnar eða út á land þar sem skotsvæði er að finna, þá sé það verulegur biti. „Glatað að geta ekki æft sína íþrótt í heimabyggð,“ segir Dagný Huld sem er Íslandsmeistari kvenna í Compak Sporting og landsliðskona í „Skeet“ sem Dagný Huld segir eina erfiðustu íþróttagrein sem um getur. Uppfært 12.05 4. maí 2022 Vísi hefur borist athugasemd frá Önnu Sigríði Einarsdóttur upplýsingafulltrúa umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna orða Dagnýjar Huld um aðdraganda lokunarinnar, svohljóðandi: „Ranglega er haldið fram í frétt um skotsvæðið í Álfsnesi, sem birtist á Vísi þriðjudaginn 3. maí 2022 að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi átt þátt í lokun svæðisins haustið 2021. Ef hér er verið að vísa til ákvörðunar um útgáfu starfsleyfis þá er hún kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 4. maí 2021 um að gefa út starfsleyfi fyrir starfsemi Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis í Álfsnesi, með úrskurði 24. september 2021, mál 92 og 96/2021.“ Skotíþróttir Skotveiði Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Fleiri fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Sjá meira
Skotsvæðið hefur ekki verið opnað aftur byssumönnum á höfuðborgarsvæðinu til mikillar armæðu þó allar forsendur séu nú breyttar frá útgefinni ástæðu fyrir lokuninni á sínum tíma. Í gær var borgarstjóra afhentur undirskriftarlisti þar sem skorað er á borgaryfirvöld að opna skotsvæðin á Álfsnesi nú þegar. 2,703 skráðu sig á listann með rafrænum skilríkum. Dagný Huld stóð fyrir söfnuninni ásamt eiginmanni sínum, Guðna Þorra Helgasyni en borgarfulltrúar meirihlutans, þau Dagur B. Eggertsson Samfylkingu, Líf Magneudóttir Vinstri grænum og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn veittu undirskriftarlistanum viðtöku. Einnig voru mættir fulltrúar skotfélaganna sem hafa haft aðstöðu á Álfsnesi þeir Guðmundur Kr. Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur og Þórir Ingi Friðriksson úr Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis. Listarnir voru afhentir við Skothúsveg þar sem Skotfélag Reykjavíkur hóf starfsemi sína og var formlega stofnað þann 2.júní 1867. „Já, þessu var lokað alveg. Skellt í lás hjá báðum félögunum,“ segir Dagný Huld ósátt í samtali við Vísi. Hún segir að söfnun undirskriftanna sé ekki á vegum félaganna, heldur er þetta framtak iðkenda í skotfimi. Engu að síður sé ekki úr vegi að líta til þess að félagið sem verður fyrir barðinu á hinni fruntalegu framgöngu, að mati byssumanna, er elsta íþróttafélag landsins. Þó forsendur séu breyttar gerist ekkert „Það er ýmislegt í þessu sem er skrítið. Svæðinu var lokað á föstudegi fyrir kosningar. Okkar blessaði umhverfisráðherra þá [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] lét það verða sitt síðasta verk. Þetta var á föstudegi, það voru kosningar á laugardegi og félögin fengu bréfið á mánudegi. Þeir pössuðu sig á því að tilkynna okkur þetta ekki fyrr en eftir kosningar,“ segir Dagný Huld. Hún segir að uppgefnar forsendur fyrir lokuninni hafi verið þær að svæðið væri ekki inni á aðalskipulagi Reykjavíkur. En nú sé búið að breyta því og Dagný Huld spyr hvers vegna ekki sé búið að opna svæðið á ný? Dagný Huld á skotsvæðinu við æfingar.Guðmundur Gíslason Hún segir að uppi séu háværar en fáar raddir sem tali um hljóðmengun en svæðinu hafi ekki verið lokað á þeim forsendum. Og það sem meira er, þau sem hafa haft aðstöðu á svæðinu, sem er að mati Dagnýjar Huldar kjörið til skotiðkunar, séu boðin og búin að lagfæra svæðið með því til dæmis að reisa hljóðmanir, stytta opnunartíma, ef því er að skipta. Til að koma til móts við þá sem hafa kvartað. „Ég fylgdist með Degi á fundi sem var haldinn um málið á Kjalarnesi. Hann útilokaði ekkert en þessir pólitíkusar kunna að tala í kringum hlutina og gefa engin svör.“ Veiðimenn á Íslandi mega sæta fordómum Dagný Huld segir reyndar að borgarfulltrúarnir hafi tekið vel í erindið, það er þegar undirskriftalisinn var afhentur, en það sé hins vegar ekkert að gerast í málinu. „Þau hlustuðu, þau mega eiga það. Við erum sanngjörn en ef svæðið á að fara af Álfsnesi, þá vil ég allaveganna fá að vera þarna þar til annað svæði opnar.“ Spurð hvort það geti verið að byssumenn séu ekki séu hreinlega ekki í náðinni hjá stjórnmálamönnum af ýmsum ástæðum svo sem þeim sem snúa að ríkjandi rétttrúnaði á samfélagsmiðlum, segist Dagný ekki vita það. Dagný Huld er afreksmaður í skotfimi og hún segir það helv... hart að þurfa að keyra langan veg út á land til að æfa sína íþrótt.Guðmundur Gíslason „Ég er ekki bara keppnismanneskja í þessu heldur veiðimaður líka, fer á rjúpu, gæs og hreindýr. Og fólk skilur þetta ekki. Sumir segja: Af hverju ertu að skjóta þessi saklausu dýr? Af hverju ferðu ekki út í búð og kaupir í matinn? En allan daginn er mannúðlegra að skjóta bráðina í náttúrunni, eitt skot og búmm, fremur en flytja gripina landshorna á milli í sláturhús. Þetta er fáfræði,“ segir Dagný Huld. Hún telur einsýnt að veiðimenn búi við fordóma. Glatað að þurfa út á land til að æfa sína íþrótt Varðandi undirskriftirnar sjálfar þá segist Dagný Huld viljað fá fleiri til að skrifa undir. Það hafi verið flækjustig en þeir sem skrifuðu undir þurftu að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum fyrst og fara svo aftur inn á síðuna til að skrá sig. Sjálf hafi hún ekki áttað sig á því í fyrstu og þá viti hún til þess að margir sem styðja málið hafi ekki verið kunnugt um að undirskriftasöfnunina – þannig að kynningin á Facebook hafi ekki verið eins og skyldi. Dagný Huld afhendir þeim Líf, Þórdísi Lóu og Degi undirskriftarlistana í gær. Hún segir að stjórnmálamennirnir megi eiga það að þau hlustuðu en byssumenn eru afar ósáttir við að skotsvæðinu á Álfsnesi sé haldið lokuðu. Engu að síður er Dagný ánægð með fjöldann, tæplega þrjú þúsund skrifuðu undir og það er rödd. „Við höfum orðið undir í þessu máli. Það eru fáar og háværar raddir á Kjalarnesi sem hafa fengið sínu fram. En einhvers staðar verðum við að fá að vera. Þetta er góð staðsetning,“ segir Dagný. Sjálf æfir hún sína íþrótt af kappi, oft í viku. Skot eru dýr og þegar við bætist olíukostnaður til Þorlákshafnar eða út á land þar sem skotsvæði er að finna, þá sé það verulegur biti. „Glatað að geta ekki æft sína íþrótt í heimabyggð,“ segir Dagný Huld sem er Íslandsmeistari kvenna í Compak Sporting og landsliðskona í „Skeet“ sem Dagný Huld segir eina erfiðustu íþróttagrein sem um getur. Uppfært 12.05 4. maí 2022 Vísi hefur borist athugasemd frá Önnu Sigríði Einarsdóttur upplýsingafulltrúa umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna orða Dagnýjar Huld um aðdraganda lokunarinnar, svohljóðandi: „Ranglega er haldið fram í frétt um skotsvæðið í Álfsnesi, sem birtist á Vísi þriðjudaginn 3. maí 2022 að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi átt þátt í lokun svæðisins haustið 2021. Ef hér er verið að vísa til ákvörðunar um útgáfu starfsleyfis þá er hún kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 4. maí 2021 um að gefa út starfsleyfi fyrir starfsemi Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis í Álfsnesi, með úrskurði 24. september 2021, mál 92 og 96/2021.“
Skotíþróttir Skotveiði Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Fleiri fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Sjá meira