Sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir gegn sambýliskonu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 20:29 Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 700 þúsund krónur í miskabætur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvívegis ráðist á þáverandi sambýliskonu sína og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir tvær líkamsárásir gagnvart þáverandi sambýliskonu hans og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember 2019 tekið sambýliskonuna hálstaki með báðum höndum í eldhúsinu á þáverandi heimili þeirra. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á hana í júlí 2020 á heimili þeirra, slegið í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma sem lenti í andliti hennar. Þá hafi hann tekið hana hálstaki með báðum höndum og þrengt að hálsi hennar og dregið hana þannig að útidyrahurðinni þar sem þau duttu bæði í gólfið og hún komst út úr íbúðinni. Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað aðstoðar hjá nágranna. Afleiðingar árásarinnar hafi verið þær að hún hafi fengið blóðnasir, eymsli fyrir neðan nef, roða og eymsli yfir hálsi, tognun á hálshrygg og eymsli yfir herðum beggja vegna. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa þennan dag haft í vörslum sínum 3,25 grömm af ecstasy og fimmtán stykki af ávana- og fíknilyfinu Sildenafil Actavis. Sagði konuna hafa beitt sig ofbeldi Konan fór fram á að fá 1.550.000 krónur í skaða- og miskabætur. Maðurinn neitaði sök um að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. Við yfirheyrslur um atvikið í desember 2019 sagði maðurinn að þau hafi verið að rífast og konan verið komin fast upp að andliti hans og sveiflað höndunum. Hann hefið sagt henni að slaka á og hætta að rífast en þegar hún hafi ekki gert það hafi hann gripið um háls hennar og sagt henni að hætta. Það hafi ekki verið hálstak, hann hefði bara gripið í hálsinn á henni til þess að segja henni að hætta. Við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki hafa gripið um háls hennar heldur ýtt henni frá sér með báðum höndum á hálsinn. Hún hafi svo strunsað burtu. Hann sagði þá að konan væri með geðhvarfasýki og væri „snargeðveik“. Hann hafi verið að verja sig og sambandið verið ofbeldissamband af hennar hálfu. Dómurinn taldi skýringar mannsins ekki trúverðugar og að misræmi hafi verið í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi. Rætt var við vitni að seinni líkamsárásinni fyrir dómi og studdu þau framburð konunnar. Annað þeirra hafði þar að auki tekið upp myndband af því sem átti sér stað þennan dag. Maðurinn játaði að hafa verið með fíkniefnin á sér þennan dag. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2001 en fyrri brot hans hafi ekki áhrif á refsiákvörðun í málinu. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir tvær líkamsárásir gagnvart þáverandi sambýliskonu hans og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember 2019 tekið sambýliskonuna hálstaki með báðum höndum í eldhúsinu á þáverandi heimili þeirra. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á hana í júlí 2020 á heimili þeirra, slegið í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma sem lenti í andliti hennar. Þá hafi hann tekið hana hálstaki með báðum höndum og þrengt að hálsi hennar og dregið hana þannig að útidyrahurðinni þar sem þau duttu bæði í gólfið og hún komst út úr íbúðinni. Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað aðstoðar hjá nágranna. Afleiðingar árásarinnar hafi verið þær að hún hafi fengið blóðnasir, eymsli fyrir neðan nef, roða og eymsli yfir hálsi, tognun á hálshrygg og eymsli yfir herðum beggja vegna. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa þennan dag haft í vörslum sínum 3,25 grömm af ecstasy og fimmtán stykki af ávana- og fíknilyfinu Sildenafil Actavis. Sagði konuna hafa beitt sig ofbeldi Konan fór fram á að fá 1.550.000 krónur í skaða- og miskabætur. Maðurinn neitaði sök um að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. Við yfirheyrslur um atvikið í desember 2019 sagði maðurinn að þau hafi verið að rífast og konan verið komin fast upp að andliti hans og sveiflað höndunum. Hann hefið sagt henni að slaka á og hætta að rífast en þegar hún hafi ekki gert það hafi hann gripið um háls hennar og sagt henni að hætta. Það hafi ekki verið hálstak, hann hefði bara gripið í hálsinn á henni til þess að segja henni að hætta. Við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki hafa gripið um háls hennar heldur ýtt henni frá sér með báðum höndum á hálsinn. Hún hafi svo strunsað burtu. Hann sagði þá að konan væri með geðhvarfasýki og væri „snargeðveik“. Hann hafi verið að verja sig og sambandið verið ofbeldissamband af hennar hálfu. Dómurinn taldi skýringar mannsins ekki trúverðugar og að misræmi hafi verið í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi. Rætt var við vitni að seinni líkamsárásinni fyrir dómi og studdu þau framburð konunnar. Annað þeirra hafði þar að auki tekið upp myndband af því sem átti sér stað þennan dag. Maðurinn játaði að hafa verið með fíkniefnin á sér þennan dag. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2001 en fyrri brot hans hafi ekki áhrif á refsiákvörðun í málinu.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira