Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 21:39 Kyana Sue segir Ísland vera heimilið sitt og vill vera hér áfram og lifa því lífi sem hún hefur byggt upp. Aðsend Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. Kyana hefur notið nokkurra vinsælda á samfélagsmiðlum hér á landi en hún hefur starfað við að auglýsa land og þjóð á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok og á streymisveitunni YouTube. Myndbönd hennar hafa náð nokkru flugi bæði innanlands og utan en hún er með nærri 40 þúsund fylgjendur á TikTok og fleiri milljónir áhorfa á myndbönd sín þar. Kyana hefur verið búsett hér á landi í tæp þrjú ár og fékk dvalarleyfi vegna náms í september 2020. Það var í gildi fram í maí í fyrra en Kyana sótti þá um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kyana hafði stofnað fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, markaðssetningu og ráðgjöf. Þann 10. mars síðastliðinn synjaði Vinnumálastofnun Kyönu um atvinnuleyfi á Íslandi og umsókn hennar um dvalarleyfi synjað af Útlendingastofnun ellefu dögum sípar með vísan til ákvörðunar Vinnumálastofnunar. Kyana kærði í kjölfarið ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Þar óskaði Kyana eftir því að framfylgd brottvísunar hennar yrði frestað á meðan málið væri til meðferðar hjá kærunefnd og var fallist á þá beiðni. Kærunefnd synjaði kæru Kyönu þann 28. apríl síðastliðinn og hefur úrskurðurinn nú verið birtur á vef stjórnarráðsins. Kyana greindi jafnframt frá ákvörðuninni á TikTok þar sem hún sagði að hún bíði enn eftir ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins eftir að hún áfrýjaði úrskurði stofnunarinnar. „Við bíðum enn eftir ákvörðun ráðuneytisins, vegna þess að við áfrýjuðum ákvörðuninnni til þess, og það enduropnaði málið. Þannig að ef það gefur mér dvalarleyfi áður en ég þarf að yfirgefa landið verð ég góð,“ sagði Kyana á TikTok. Innflytjendamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Kyana hefur notið nokkurra vinsælda á samfélagsmiðlum hér á landi en hún hefur starfað við að auglýsa land og þjóð á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok og á streymisveitunni YouTube. Myndbönd hennar hafa náð nokkru flugi bæði innanlands og utan en hún er með nærri 40 þúsund fylgjendur á TikTok og fleiri milljónir áhorfa á myndbönd sín þar. Kyana hefur verið búsett hér á landi í tæp þrjú ár og fékk dvalarleyfi vegna náms í september 2020. Það var í gildi fram í maí í fyrra en Kyana sótti þá um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kyana hafði stofnað fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, markaðssetningu og ráðgjöf. Þann 10. mars síðastliðinn synjaði Vinnumálastofnun Kyönu um atvinnuleyfi á Íslandi og umsókn hennar um dvalarleyfi synjað af Útlendingastofnun ellefu dögum sípar með vísan til ákvörðunar Vinnumálastofnunar. Kyana kærði í kjölfarið ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Þar óskaði Kyana eftir því að framfylgd brottvísunar hennar yrði frestað á meðan málið væri til meðferðar hjá kærunefnd og var fallist á þá beiðni. Kærunefnd synjaði kæru Kyönu þann 28. apríl síðastliðinn og hefur úrskurðurinn nú verið birtur á vef stjórnarráðsins. Kyana greindi jafnframt frá ákvörðuninni á TikTok þar sem hún sagði að hún bíði enn eftir ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins eftir að hún áfrýjaði úrskurði stofnunarinnar. „Við bíðum enn eftir ákvörðun ráðuneytisins, vegna þess að við áfrýjuðum ákvörðuninnni til þess, og það enduropnaði málið. Þannig að ef það gefur mér dvalarleyfi áður en ég þarf að yfirgefa landið verð ég góð,“ sagði Kyana á TikTok.
Innflytjendamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira