Ráðist á Chappelle á sviði í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2022 08:54 Dave Chappelle var gagnrýndur harðlega fyrir að segja að kyn væri „staðreynd“ og að transfólk væri of hörundsárt í uppistandsþætti á Netflix í fyrra. Vísir/EPA Bandaríski uppistandarinn Dave Chappelle slapp ómeiddur þegar karlmaður hljóp hann niður á sviði í Los Angeles í gærkvöldi. Árásarmaðurinn hljóp baksviðs eftir atlöguna en var snúinn niður af öryggisvörðum. Uppákoman átti sér stað þegar Chappelle kom fram á uppistandshátíðinni Netflix er brandari í Hollywood-skálinni í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna. Myndbönd af árásinni fóru á flug á samfélagsmiðlum en þar sést karlmaðurinn hlaupa á grínistann. #davechappelle attacked at #hollywoodbowl #netflixisajoke pic.twitter.com/oP04S0de90— abazar 🦇🔊 (@abazar) May 4, 2022 Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af atvikinu hvað árásarmanninum gekk til. Árásin er þar sett í samhengi við gagnrýni sem Chappelle sætti vegna þáttar hans á Netflix þar sem hann var sakaður um andúð á transfólki í fyrra. Til mótmæla kom fyrir utan höfuðstöðvar streymisveitunnar Netflix vegna þáttarins. „Þetta var transmaður,“ sagði Chappelle þegar hann kom aftur upp á svið eftir árásina. Vinir Chappelle úr frægðarmennastétt komu honum til aðstoðar í darraðardansinum. Chris Rock, sem var sjálfur sleginn á sviði á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir skemmstu, kom upp á sviðið og leikarinn og söngvarinn Jamie Foxx sömuleiðis. „Þegar þú ert í kröppum dansi kemur Jamie Foxx alltaf á staðinn með skerfarahatt,“ grínaðist Chappelle. Talskona Hollywood-skálarinnar sagði að rannsókn væri hafin á atvikinu og hún gæti ekki tjáð sig frekar um það af þeim sökum. Bandaríkin Uppistand Hollywood Tengdar fréttir Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Uppákoman átti sér stað þegar Chappelle kom fram á uppistandshátíðinni Netflix er brandari í Hollywood-skálinni í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna. Myndbönd af árásinni fóru á flug á samfélagsmiðlum en þar sést karlmaðurinn hlaupa á grínistann. #davechappelle attacked at #hollywoodbowl #netflixisajoke pic.twitter.com/oP04S0de90— abazar 🦇🔊 (@abazar) May 4, 2022 Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af atvikinu hvað árásarmanninum gekk til. Árásin er þar sett í samhengi við gagnrýni sem Chappelle sætti vegna þáttar hans á Netflix þar sem hann var sakaður um andúð á transfólki í fyrra. Til mótmæla kom fyrir utan höfuðstöðvar streymisveitunnar Netflix vegna þáttarins. „Þetta var transmaður,“ sagði Chappelle þegar hann kom aftur upp á svið eftir árásina. Vinir Chappelle úr frægðarmennastétt komu honum til aðstoðar í darraðardansinum. Chris Rock, sem var sjálfur sleginn á sviði á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir skemmstu, kom upp á sviðið og leikarinn og söngvarinn Jamie Foxx sömuleiðis. „Þegar þú ert í kröppum dansi kemur Jamie Foxx alltaf á staðinn með skerfarahatt,“ grínaðist Chappelle. Talskona Hollywood-skálarinnar sagði að rannsókn væri hafin á atvikinu og hún gæti ekki tjáð sig frekar um það af þeim sökum.
Bandaríkin Uppistand Hollywood Tengdar fréttir Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48