Carragher skálaði í beinni og bauð LeBron á úrslitaleikinn í París Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2022 11:31 Jamie Carragher var í miklu stuði eftir að Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Hann skálaði í beinni útsendingu og bauð körfuboltasnillingnum LeBron James á úrslitaleikinn. Carragher var reyndar ekki upplitsdjarfur í hálfleik í leiknum gegn Villarreal, enda Liverpool 2-0 undir. En brúnin lyftist í seinni hálfleik sem Rauði herinn vann, 0-3. Liverpool vann einvígið, 5-2 samanlagt og komst þar með í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Carragher var sérfræðingur CBS um leikinn ásamt Thierry Henry og Micah Richards. Þeir höfðu gaman að angist Carraghers í fyrri hálfleik en hann brosti breitt á endanum og fagnaði með því opna einn bjór í myndveri. Ekki nóg með það heldur bauð Carragher einum frægasta stuðningsmanni Liverpool, sjálfum LeBron James, á úrslitaleikinn í París 28. maí. „LeBron, ef þú vilt koma til París geturðu verið með okkur í CBS-liðinu sem minn gestur. Á hliðarlínunni, ég vil hafa þig við hliðina á okkur í París. Gefðu okkur stuðninginn sem við þurfum til að vinna sjöunda Evrópumeistaratitilinn. Komdu stóri maður,“ sagði Carragher. Hey @KingJames, @carra23 has an offer for you. pic.twitter.com/JjesSngZ3S— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) May 3, 2022 LeBron, sem á hlut í Liverpool, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn eftir sigurinn á Villarreal og deildi gleði sinni með heimsbyggðinni á Twitter. PARIS HERE WE COME!!!!!!!! @LFC — LeBron James (@KingJames) May 3, 2022 Í kvöld kemur í ljós hvort Real Madrid eða Manchester City verður andstæðingur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok þessa mánaðar. City leiðir 4-3 eftir fyrri leikinn. Leikur Real Madrid og Manchester City hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Carragher var reyndar ekki upplitsdjarfur í hálfleik í leiknum gegn Villarreal, enda Liverpool 2-0 undir. En brúnin lyftist í seinni hálfleik sem Rauði herinn vann, 0-3. Liverpool vann einvígið, 5-2 samanlagt og komst þar með í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Carragher var sérfræðingur CBS um leikinn ásamt Thierry Henry og Micah Richards. Þeir höfðu gaman að angist Carraghers í fyrri hálfleik en hann brosti breitt á endanum og fagnaði með því opna einn bjór í myndveri. Ekki nóg með það heldur bauð Carragher einum frægasta stuðningsmanni Liverpool, sjálfum LeBron James, á úrslitaleikinn í París 28. maí. „LeBron, ef þú vilt koma til París geturðu verið með okkur í CBS-liðinu sem minn gestur. Á hliðarlínunni, ég vil hafa þig við hliðina á okkur í París. Gefðu okkur stuðninginn sem við þurfum til að vinna sjöunda Evrópumeistaratitilinn. Komdu stóri maður,“ sagði Carragher. Hey @KingJames, @carra23 has an offer for you. pic.twitter.com/JjesSngZ3S— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) May 3, 2022 LeBron, sem á hlut í Liverpool, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn eftir sigurinn á Villarreal og deildi gleði sinni með heimsbyggðinni á Twitter. PARIS HERE WE COME!!!!!!!! @LFC — LeBron James (@KingJames) May 3, 2022 Í kvöld kemur í ljós hvort Real Madrid eða Manchester City verður andstæðingur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok þessa mánaðar. City leiðir 4-3 eftir fyrri leikinn. Leikur Real Madrid og Manchester City hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira