Segir að Benzema hafi blómstrað eftir að hann létti sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2022 13:00 Karim Benzema fagnar markinu sem kom Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. getty/Burak Akbulut Arsene Wenger telur sig vita af hverju Karim Benzema er að toppa sem leikmaður um þessar mundir, 34 ára. Benzema skoraði markið sem kom Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Manchester City á Santiago Bernabéu í gær. Markið kom úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu í framlengingu. Real Madrid vann leikinn í gær, 3-1, og einvígið 6-5 samanlagt. Benzema hefur nú skorað 43 mörk í öllum keppnum í vetur sem er það langmesta sem hann hefur skorað á einu tímabili á ferlinum. Gamla metið hans voru þrjátíu mörk. Wenger var sérfræðingur beIN Sports um leikinn á Santiago Bernabéu í gær. Hann segir ástæðuna fyrir því að Benzema sé að blómstri svona seint á ferlinum að hann sé í betra formi en þegar hann var yngri. „Það er áhugavert sem við sjáum í Evrópu núna að elstu framherjarnir eru skilvirkastir. Robert Lewandowski, Benzema og Zlatan Ibrahimovic eru allir að skora. Bestu framherjarnir í Evrópu eru allir yfir þrítugt. Þeir nýta sér öll mistök,“ sagði Wenger. „Þangað til Benzema var þrítugur var hann alltaf 2-3 kílóum of þungur. Núna er hann alvöru íþróttamaður og þess vegna er hann einn af 2-3 bestu framherjum heims.“ Benzema er markahæstur í Meistaradeildinni á tímabilinu með fimmtán mörk. Tíu þeirra hafa komið í útsláttarkeppninni. Real Madrid er þegar búið að tryggja sér Spánarmeistaratitilinn og mætir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París 28. maí. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira
Benzema skoraði markið sem kom Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Manchester City á Santiago Bernabéu í gær. Markið kom úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu í framlengingu. Real Madrid vann leikinn í gær, 3-1, og einvígið 6-5 samanlagt. Benzema hefur nú skorað 43 mörk í öllum keppnum í vetur sem er það langmesta sem hann hefur skorað á einu tímabili á ferlinum. Gamla metið hans voru þrjátíu mörk. Wenger var sérfræðingur beIN Sports um leikinn á Santiago Bernabéu í gær. Hann segir ástæðuna fyrir því að Benzema sé að blómstri svona seint á ferlinum að hann sé í betra formi en þegar hann var yngri. „Það er áhugavert sem við sjáum í Evrópu núna að elstu framherjarnir eru skilvirkastir. Robert Lewandowski, Benzema og Zlatan Ibrahimovic eru allir að skora. Bestu framherjarnir í Evrópu eru allir yfir þrítugt. Þeir nýta sér öll mistök,“ sagði Wenger. „Þangað til Benzema var þrítugur var hann alltaf 2-3 kílóum of þungur. Núna er hann alvöru íþróttamaður og þess vegna er hann einn af 2-3 bestu framherjum heims.“ Benzema er markahæstur í Meistaradeildinni á tímabilinu með fimmtán mörk. Tíu þeirra hafa komið í útsláttarkeppninni. Real Madrid er þegar búið að tryggja sér Spánarmeistaratitilinn og mætir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París 28. maí.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira